Hvernig stjórnmálamenn viljum við ?

Ár eftir ár sjáum við virðingu Alþingis skafa botninn.

Traust til þingsins og stjórnmálamanna er að mælast í rúmum pilsnerstyrk.

Af og til sjáum við einstaka stjórnmálasamtök skjótast upp á vinsældahiminn og mælast nokkuð hátt.

Það dalar venjulega fljótt.

En hvernig stjórnmálamenn þurfum við ?

Kannski er auðveldara að greina það hvernig stjórnmálamenn við þurfum ekki, nóg er framboðið þar.

Við þurfum að fá þingmenn og aðra stjórnmálamenn sem standast kröfur.

  • Við þurfum stjórnmálamenn sem ekki ganga erinda forréttindahópa eða félaga.
  • Við þurfum heiðarlega stjórnmálamenn.
  • Við þurfum stjórnmálamenn sem hafa framtíðarsýn.
  • Við þurfum stjórnmálamenn sem setja hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti.
  • Við þurfum sannsögla stjórnmálamenn.
  • Við þurfum stjórnmálamenn sem standa við loforð sín.
  • Við þurfum stjórnmálamenn sem ráða við verkefni sín.
  • Við þurfum stjórnmálamenn sem gleyma því aldrei að þeir eru kosnir af þjóðinni og hafa skyldur við almenna kjósendur, fyrst og fremst.

Það væri hægt að halda áfram nokkra metra niður eftir þessu bloggi ef allt væri tínt til.

En mikill skortur á þessu hefur eðlilega fært traust til Alþingis þangað sem það er í dag.

Sennilega mundi þetta stórlega lagast ef allir 63 þingmennirnir horfðu í spegil á hverjum morgni og lofuðu sjálfum sér að taka sér tak.

Þetta á ekki eingöngu við alþingismenn, þetta á við alla sem kosnir eru til verka hverju sinni.

Þetta eru ekki háleit markið að setja sér, en það þarf bara að gera það af innstu sannfæringu og einlægni.

Þá mundi traust á stjórnmálamönnum rjúka upp á ásættanlegan stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur hjá þér Jón Ingi, en ég efast um að svona stjórnmálamenn séu til á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband