Mun menntamálaráðherra segja af sér ?

Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna Ránargötu 6a, íbúðarinnar sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist leigja af eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy.

________________

Menntamálaráðherra mætti að eigin frumkvæði og sagði þjóðinni frá vandræðum sínum og yfirvofandi gjaldþroti.

Alltaf sorglegt þegar einstaklingar lenda í vanda.

Gallinn við þennan gjörning ráðherrans er að annar fjölmiðill, Stundin var með þessar upplýsingar og styttist í birtingu.

Tilfinningin er því að ráðherrann hafi verið að reyna að redda því á síðustu stundu að hafa sagt frá vandræðum sínum og hefði útskýrt fyrir þjóðinni hvað var í gangi.

Vandi hans er hinsvegar sá að hann hafði augljóslega leynt upplýsingum þegar hann var spurður, ítrekað, um meint hagsmunatengsl sín við Orku Energy.

Þess vegna er vandi hans stór og trúverðugleiki hans hefur beðið hnekki.

Það er vont mál þegar stjórnmálamenn leyna upplýsingum og jafnvel segja ósatt.

Einn ráðherra hefur þegar sagt af sér vegna slíkra mála og spurningin er því, mun Illugi ekki þurfa að stíga þau hin sömu skref. ?

Fyrri ráðherrann strögglaði mánuðum saman og hafði verra af.

Ef til vill væri það eina sem gæti bjargað menntamálaráðherra að hann axlaði ábyrgð á mistökum sínum og segði af sér.

En mun hann gera það ?

Í ljósi sögunnar væri engum ráðherra sætt eftir svona mál í siðmenntuðum stjórnmálaríkjum.

En það er lítill vandi að sitja svona af sér á Íslandi.

Verður það ekki raunin í þessu máli ?

Ég held það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 818175

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband