Færsluflokkur: Bloggar

Ferðaþjónustan á ríkisspenanum ?

Vala Val­týs­dótt­ir, sviðsstjóri skatta- og lög­fræðisviðs Deloitte, seg­ir að breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á virðis­auka­skatts­skyldu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja muni í ákveðnum til­vik­um skila því að viðkom­andi fyr­ir­tæki muni fá meira úr rík­is­sjóði en þau inna af hendi í formi virðis­auka­skatts.

______________

Ferðaþjónustan græðir á tá og fingri.

Þannig ætti það í það minnsta að vera miðað við þá sprengingu sem allir sjá.

Versta dæmið er Bláa lónið sem haldar inn gríðarlegar tekjur á himinháum inngangseyri. Þarf ekki að skila vsk.

Sauðfjárræktin á Íslandi er á ríkisspenanum.

Stórútgerðin er á ríkisspenanum neð gríðarlegum pólistískum afslætti á veiðigjöldum.

Stóriðjan er á gefins raforku og greiðir lítið sem ekkert til samneyslunar með bókhaldstrixum.

Það kemur því ekki á óvart að ferðaþjónustan sem blómstar sem aldrei fyrr sé einnig á ríkisframlögum í gegnum vsk. kerfið.

Það er ekki undarlegt þó erfiðlega gangi að ná niður skuldum ríkissjóðs og afla tekna fyrir samneysluna.

Erum við alveg í lagi verður manni á að spyrja.


mbl.is Hagnast á ólíkum skattþrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Framsókn úr EES ? Stórhættulegur núningur við útlendinga.

Niðurstaðan fel­ur í sér að fram­lög til upp­bygg­inga­sjóðsins hækka um 11,3% sem er í takt við verðlags­breyt­ing­ar frá ár­inu 2009.

________________

Það er rándýrt fyrir Ísland að eiga aðild að ESS samningum.

Framlög til fyrirbærisins hækka stórlega.

Það er líka alltaf verið að kæra okkur fyrir slugs og seinagang við að taka upp reglugerðir í samræmi við lög ESB og fleira.

Þetta felur einnig í sér stórhættulegan núning við útlendinga.

Það gæti jafnvel farið þannig að við verðum neydd til að taka við allskonar matvælum sem enginn veit hvað gæti þýtt.

Gunnar Bragi hlýtur að fara átta sig á í hverskonar ógöngum við erum sem aðili að EES.

Heimsksýn fer örugglega að rumska og ekki vantar sérfræðingana á þann bæinn.

Það styttist því væntanlega í tilögur að segja sig frá EES.

Þetta er bara hættulegt og rándýrt.

 


mbl.is Framlög í uppbyggingasjóð EES aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossfarinn og Hvalur hf.

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., sagði tollaf­greiðslu í Jap­an vera tíma­freka venju sam­kvæmt. „Þeir rann­saka þetta allt upp á nýtt og nota aðferðir sem eng­inn ann­ar not­ar. Þetta tek­ur óra­tíma og er ekk­ert nýtt,“ sagði Kristján. „Við vær­um ekk­ert að senda þetta út ef eng­inn vildi sjá þetta. Þú þarft alltaf að hafa lag­er því versl­un með tóm­ar hill­ur hef­ur ekki mik­inn bísn­iss.“

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að Hvalur hf og Kristján Loftsson væru í hlutverki krossfara.

Það vantar kjöt í Japan og auðvitað verður að redda því.

Það skiptir engu mál þótt ekkert sé upp úr þessu að hafa, orðspori Íslands spillt á alþjóðavettvangi og tómt vesen að flytja þetta og koma til neytenda.

Krossfarinn kvartar að vísu undan tollayfirvöldum í Japan og einhverjir eru að gera honum lífið leitt með fluttninginn.

En auðvitað skiptir þetta engu máli.

Japan verður að fá sitt kjöt og Kristján Loftsson hefur fengið þá köllun að það sé hans hlutverk að sjá til þess.

Krossfarinn Kristján hefur hlutverk.

Krossfarahugsjónin var fögur á sínum tíma þó niðurstaðan væri hörmuleg.

Eins er það með krossfara hvalkjötsins.

Niðurstaðan er hörmuleg.


mbl.is Japana vantar hvalkjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útmigin fjallkona. Óboðlegur sóðaskapur.

 

2015 kamrar„Þetta er bara dá­lítið ógeðslegt ef ég á að vera hrein­skil­in,“ seg­ir Katrín Ósk Ásgeirs­dótt­ir hjá Jök­uls­ár­lóni ehf, en hún seg­ir ferðamenn á svæðinu gjarn­an sinna kalli nátt­úr­unn­ar víða um svæðið.

_________________

Eftir lýsingum að dæma er ástand í hreinlætismálum ferðamanna í hreinu rugli. Ísland er greinilega ekki í stakk búið að taka við 1,2 milljónum ferðamanna á ári.

Fjallkonan virðist útmigin og klósettpappír og fleira gleðja augað.

Það fer nú ekki framhjá þeim sem voga sér að heimsækja perlurnar okkar, þar eru ferðamenn eins og maurar um holt og hæðir, rútuflotar bíða á bílastæðunum og friður og ró horfin út í buskann.

Bak við steina og í lautum glittir í hvíta rassa ferðamanna sem ekki fundu salerni eða vildu ekki borga smáaura fyrir að gera þarfir sínar á réttum stöðum.

Í reynd er ástand í salernismálum fyrir ferðamenn í hreinum ólestri.

Í reynd ættu heilbrigðisyfirvöld að bregðast við og krefjast lágmarksaðstöðu á öllum viðurkenndum ferðamannastöðum.

Kamrar, plasthús eða móarnir eru ekki boðleg aðstaða og heimamenn vilja ekki ferðamennsku sem skilur eftir sig ferðamannaúrgang í öllum móum, kirkjugörðum og hvar sem skjól er að finna.

Manni bregður við, nýkominn frá að vera túristi í Austurríki þar sem allir ferðamannastaðir voru með fullkominni aðstöðu til þessara verka.

Það kostaði víða en það var bara í góðu lagi.

Hvergi sá ég hvítan rass bak við bensínstöð eða í kirkjugarði.

 


mbl.is „Fríar hægðir betri en borgaðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturhaldsöm og stefnulaus stjórnvöld hrekja unga fólkið burtu.

Mun fleiri íslenskir unglingar en áður vilja búa í útlöndum í framtíðinni. Mun fleiri búast við því að sú verði raunin. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri, sem er hluti af evrópsku ESPAD rannsókninni, en greint er frá málinu á vefsíðu Akureyri vikublaðs.

____________________

Akureyri.net

 

Unga fólkið okkar vill flytja af landi brott í stórum stíl.

Það er í sjálfu sér eðlilegt þegar stefna eða öllu heldur stefnuleysi, afturhald og dómgreindarleysi stjórnvalda á Íslandi er á vogarskálinni.

Hver vill búa á landi þar sem lofað er óbreyttu ástandi og aðgerðarleysi næstu áratugi fái stjórnarflokkarnir því ráðið.

Þeir lofa.

  • Að færa þeim ríkari meira á silfurfati.
  • Lofa að lækka skatta stórlega á stóreignafólki
  • Þeir vilja tryggja stórum og ríkum útgerðarmönnum stærri hlut í þjóðarkökunni.
  • Heilbrigðiskerfið er að hruni komið undir þeirra stjórn. Lofa engum breytingum á þeirri stefnu.
  • Félagslega netið sveltur og þeir sem á því þurfa halda eru undir fátæktarmörkum. Lofa að þannig verði það áfram.
  • Lofa að halda vöxtum hærri en víðast hvar á byggðu bóli.
  • Lofa að halda í ónýtan gjaldmiðil sem hvergi er gjaldgengur.
  • Lofa að halda Íslandi einangruðu og lágmarka samskipti við útlönd.
  • Lofa að halda efnahaglífinu á sama stað og fyrr.
  • Lofa því að stéttarfélög verði svipt rétti sínum til frjálsra samninga.
  • Lofa því að stórbreyta skólakerfinu og skera niður fjármuni til menntunar.
  • Lofa að setja sem minnsta fjármuni í samgöngukerfi landins.
  • Lofa því að koma í veg fyrir að neytendur geti fengið ódýrari matvæli með ofurtollum á innflutt matvæli.
  • Lofa að koma böndum á fjölmiðla og blaðamenn sem segja óþægilegar fréttir.

Svona mætti halda áfram um sinn en þetta er ágætt í bili.

Væntalega munu stefnuskrár stjórnarflokkanna 2017 líta einhvernvegin svona út auk myndskreytinga þar sem FÁNINN og ÞJÓðERNIÐ VERÐA Í AÐALHLUTVERKI.

Er einhver hissa á að unga fólki vilji annað ??

Guð blessi Ísland.


Vigdís Hauksdóttir kann ekki mannasiði.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er ósátt með að Ríkiskaup skuli hafa frestað útboði á farmiðakaupum ríkisins til haustsins. Hún segir þetta allt stíl „enda vilji embættismenn helst ferðast með Icelandair til að fá vildarpunkta fyrir fjölskylduna!!!“

__________________

Það virðist vanta verulega upp á dómgreind formanns fjárlaganefndar.

Hún gerir sig ítreka seka um dónaskap í skrifum sínum og ummælum.

Að vega órökstutt og nafnlaust að heilli stétt starfsmanna ríkisins sýnir að formaðurinn hefur ekki minnsta sans fyrir mannasiðum og því sem siðlegt má kallast.

Væntalega áttar hún sig ekki á því hvað hún má leyfa sér sem þingmaður.

En líklega verða allir að sætta sig við að þola þessa framkomu næstu tæpu tvö árin.

Varla verður slíkur þingmaður endurkjörinn og enn minni líkur á að hún átti sig á siðleysinu.

 


Að mergsjúga aldraða foreldra er lausn Framsóknarflokkins, eða hvað ?

ygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hvetur ungmenni til að spara og búa lengur í foreldrahúsum. Þetta kemur fram í bloggpistli sem hún birti á Eyjunni í gær. Þar tekur hún dæmi af gömlum vinum „sem settu alltaf 10 til 20% af launum sínum um hver mánaðarmót inn á bankabók áður en nokkuð annað var borgað [...] fóru hægar í gegnum háskólanámið til að þurfa ekki að taka námslán, bjuggu lengur heima til að geta sparað fyrir húsnæði eða tóku strætó í vinnuna til að geta borgað hraðar niður íbúðalánið“.

_________________

Húsnæðisráðherra er með þetta.

Lausn á húsnæðisvanda ungs fólks er að búa lengur heima hjá mömmu og pabba.

Ég fór úr foreldrahúsum 22 ára, það þótti nú frekar seint á þeim árum.

En framtíðin verður síðan kannski sú að maður býr heima hjá mömmu og pabba eins lengi og stætt er.

Kannski fær maður að flytja með þeim í íbúðir aldraðra ef maður lætur lítið fyrir sér fara.

Gömlu hjónin sjá síðan um að greiða fyrir allt sem þarf að greiða til reksturs heimilsins en unglingurinn, kannski 50-60 ára safnar á bók.

Frábærar lausnir sem verða til í húsnæðsmálaráðuneytinu.


Nýr útvarpsstjóri að rústa RÚV.

lísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarkona, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu.

Það hriktir í innviðum RÚV.

Reynsluboltum er sparkað, aðrir hætta vegna óánægju.

Nýr útvarpsstjóri virðist hafa fengið þau fyrirmæli að lama Rás 1.

Eftir stórkallalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna undanfarna mánuði virðist sem nýr útvarpsstjóri hafi verið ráðinn sérstaklega til að ganga frá stofnuninni.

Sorglegt að horfa á þessa atburðarás.

Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að áform stjórnvalda er að leggja niður stóran hluta af starfssemi RÚV og koma stærstum bita kökunnar til einkaaðila.

Reyndar mun það ekki virka þannig, það sem eftir mun standa er fátækara þjóðfélag með einsleita fjölmiðla.

Hið talaða orð mun víkja fyrir síbylju og innhaldsleysi eins og sjá má um alla fjölmiðlaflóruna utan RÚV.

 


Hans klaufi í utanríkisráðuneytinu ?

hans klaufiForystumenn Sjálfstæðisflokksins geta ekki firrt sig ábyrgð á hinu ótrúlega klúðri við afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Þó Framsóknarflokkurinn beri formlega pólitíska ábyrgð á málinu, með því að utanríkisráðuneytið er í þeirra höndum, dugar Sjálfstæðisflokknum ekki að benda bara á Framsóknarmenn. Hvernig má það vera að Sjálfstæðisflokkurinn, sem á aðild að ríkisstjórn meðFramsóknarflokknum sitji þegjandi og horfi á klúðrið við afturköllun aðildarumsóknarinnar að ESB, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar?

Þannig skrifar einn helsti andstæðingur aðildar að ESB Styrmir Gunnarsson.

Og hvað þýðir það þegar sá maður skifar með þessum hætti ?

Það ætti að vekja fólk til umhugsunar um það tjón sem Framsóknarflokkurinn og öfgamaðurinn úr Skagafirði hafa valdið þjóðinni með flumbrugangi og öfgum.

Það er ljóst að Styrmir tekur Framsóknarflokkinn og valdamenn hans vandamál og skaða þjóðarhag.

Það væri fróðlegt að fá nánar að heyra hvað það er við gjörðir Framsóknar sem gæti valdið þessu stórtjóni og meira að segja Styrmir sér.

Flestir landsmenn vilja hafa um það að segja hvort Ísland verður aðili að ESB eða ekki.

Hún vill ekki að Hans í utanríkisráðuneytinu klúðri því máli út af borðinu.


Tvöfaldi forsætisráðherrann Sigmundur Davíð.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að jafn­vel þó svo að Ísland sé ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu, þá sé sam­bandið á milli lands­ins og ESB sterkt. Áfram verði byggt á því.

______________

Nú er forsætisráðherra kominn til Brussell og smjaðrar þar fyrir ráðamönnum ESB.

Heima talar hann þá niður, úthúðar sambandinu og rægir á alla lund.

Forsætisráðherra eru tveir menn.

Sá heima á Íslandi talar hann ESB og flest þar niður.

Í Brussell smaðrar hann og talar um vináttu og traust.

Manni verður hreinlega bumbult af þessari tvöfeldni.


mbl.is Sterkt samband milli Íslands og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband