Tvöfaldi forsætisráðherrann Sigmundur Davíð.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að jafn­vel þó svo að Ísland sé ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu, þá sé sam­bandið á milli lands­ins og ESB sterkt. Áfram verði byggt á því.

______________

Nú er forsætisráðherra kominn til Brussell og smjaðrar þar fyrir ráðamönnum ESB.

Heima talar hann þá niður, úthúðar sambandinu og rægir á alla lund.

Forsætisráðherra eru tveir menn.

Sá heima á Íslandi talar hann ESB og flest þar niður.

Í Brussell smaðrar hann og talar um vináttu og traust.

Manni verður hreinlega bumbult af þessari tvöfeldni.


mbl.is Sterkt samband milli Íslands og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sigmundur var flottur í Brussel og hann stóð miklu framar okkar þjóðarleiðtogi en hinn sífulli sófakommi og koníaksfyllibytta J.C. Juncker sem er svokallaður forseti ESB ! Sjáðu fyllibyttuna hér Herr Juncker:  https://www.youtube.com/watch?v=XPgiI46FCDU

Ég held að ykkur krötum væri nær að líta í eigin barm og skoða af alvöru afhverju flokkurinn ykkar er enn og aftur hruninn í fylgi, var ekki nóg afhroðið í síðustu kosningum, nei þið eruð komnir enn neðar eða niður fyrir 10%.

Fylgisleysi ykkar er í réttu hlutfalii við ESB ruglið í ykkur, farið þið nú að fatta það og hættið þessu endemis ESB rugli og þá er kannski möguleiki að byggja á ný upp fylgi við alvöru og sanntrúaða jafnaaðarmennsku !

Gunnlaugur I., 9.7.2015 kl. 22:49

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það rétt að Jóka Sig er flutt til ESB? (Svíþjóð).

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.7.2015 kl. 01:50

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Alltaf jafn barnalegar athugasemdir hjá þér Gunnlaugur. 

Jónas Ómar Snorrason, 10.7.2015 kl. 08:02

4 identicon

Nei, Jónas, athugasemd Gunnlaugs er hnitmiðuð og hittir í mark. Hins vegar er færsla Jóns Inga í meira lagi vandræðaleg. Þar fer maður sem hefur séð allar sínar tálsýnir um þúsundáraríkið hrynja, en vill ekki viðurkenna það og klórar í bakkann. Það er afar barnalegt að halda því fram að við getum ekki átt góð samskipti við ríkasamband, hvort sem um ESB eða Bandaríkin sé að ræða, nema að vera innlimuð sjálf.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 09:58

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I. Þú átt þá við Sigmund Davíð, vegna þess að það er orðið ágætlega þekkt að sá maður getur ekki haldið áfengi frekar en margir aðrir þingmenn og ráðherrar.

Jón Frímann Jónsson, 10.7.2015 kl. 21:30

6 identicon

Auðvitað fer trúðurinn Sigmundur Davíð til að skemmta í Brussel enda BESTI uppistandari Íslands, BESTI GUÐ allra GUÐA að mati Stjórnarsmjaðrara hér á blogginu. Halelúja og AMEN eftir efninu.

Margret (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 21:30

7 identicon

Ætli Guðlaugur I sé í glasi ?

Kristinn (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 21:53

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Pétur D. Ekki ætla ég að eyða orum mínum frekar varðandi hann Gunnlaug við þig, en þú mátt líka taka þau til þín!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 10.7.2015 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband