Færsluflokkur: Bloggar

Stórfurðuleg ákvörðun lögreglustjóra.

„Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina.

Ákvörðun lögreglustjóra í Vestamannaeyjum að fyrirskipa þögn um kynferðisbrot á þjóðhátíð vekur mikla undrun og jafnvel reiði.

Þessi ákvörðun er enn furðulegri því örstutt er síðan mikil umræða fór fram um þöggun í þessum málaflokki.

Ég heyrði umræddan lögreglustjóra reyna að rökstyðja ákvörðun sína.

Satt að segja fundust mér þær útskýringar þunnar í ljósi þess sem flestir þeirra sem hafa tjáð sig og lent í svona hörmungum hafa lýst þöggun og umræðuleysi hluta vandans .

Það hvarflar að manni að lögreglustjórinn hafi það að leiðarljósi að bæta ímynd þjóðhátíðar með að láta enga umræðu koma fram þessa daga.

En ég held að það sé ekki málið.

Þetta eru einfaldlega mistök embættismanns sem hugsar málið ekki alla leið.


Utanríkisráðherra spekúlerar.

„Ég kveð ekkert upp úr um það hvort að við eigum að gera það eða ekki. Ég reyndar ítreka í viðtalinu að við megum aldrei gefa eftir rétt okkar til að veiða hvali. Ég vil líka taka það fram að hrefnan er undanskilin við þetta. Ég held að við eigum að veiða hrefnuna sem aldrei fyrr,“ segir Gunnar.

_______________

Utanríkisráðherra átti skemmtilega innkomu fyrir skömmu.

Velti því upp hvort ekki væri skynsamlegt að velta fyrir sér hvalveiðum og meta meiri eða minni hagsmuni af þeim.

Merkilegt frumkvæði og augnablik hélt maður að utanríkisráðherra hefði komist að yfirvegaðri og skynsamlegri niðurstöðu.

En auðvitað ekki. !

Ráðherrann birtist í fjölmiðlum og dró í land, allt færið.

Greinilega búið að skamma hann og hann hopað með skottið milli fótanna.

Formaður atvinnuveganefndar hefur greinilega skammað kallinn blóðgum skömmum.

Það sést best að utanríkisráðherra nefnir hrefnuna sérstaklega á undanhaldinu og segir að hrefnu eigi að veiða sem aldrei fyrr.

Sérstaklega ætlað að róa fjölskylduhagsmuni atvinnuvegnanefndarformannsins.

En manni léttir aðeins, utanríkisráðherra er ekki nein hetja, honum varð bara á að átta sig ekki á því hvað hann var að segja.

 

 

 

 


Loftárásir hafnar innan Framsóknar.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Flugvallavina, gagnrýnir flokkssystur sína, Eygló Harðardóttur, harðlega á Facebook í dag. Þar skrifar Guðfinna meðal annars að Eygló sé „ömurlegur“ velferðaráðherra.

SDG forsætisráðherra hefur orðið tíðrætt um loftárásir.

Nú eru flugvallarvinir komnir í hóp þeirra sem gera loftárásir á Framóknarforustuna.

"Ömurlegur ráðherra" eru nokkuð harkaleg ummæli um flokkssystur sína.

Húsnæðisráðherra er örugglega brugðið.

En þegar rýnt er í textann hjá flugvallarvininum má glöggt sjá að hér er einhverskonar móðgun á ferð.

Flugvallarvinurinn var víst margbúinn að bjóða ráðherranum aðstoð sína en ráðherrann ekki viljað nein ráð.

Það er greinilegt að flugvallarvinurinn telur sig mikinn sérfræðing og hér má glöggt sjá að ráðherrann hefur misboðið flokkssystur sinni með að þiggja ekki ráðgjöfina.

Svona árás á flokkssystur sína er ekki hægt að kalla skynsamlega.

Það leitar á hugann að umræddur flugvallarvinur ætli sér meiri og stærri embætti innan Framsóknar og þurfi því að fækka væntanlegum andstæðingum og samkeppnisaðilum með öllum ráðum. 

 


Skítalykt í fjölmiðaheiminum.

Kaupin á útgáfufélaginu Fótspor eru fjármögnuð með seljandaláni og úr „okkar eigin rekstri,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar. Hann segir kaupin á útgáfunni ekki hafa átt að koma neinum á óvart - fyrrverandi eigandi hafi lýst því yfir að hún hafi verið til sölu í tvö ár.

_________________

Ósóminn í íslenskum fjölmiðaheimi nær nú nýjum hæðum.

Fótgönguliði Framsóknarflokksins kaupir hvern fjölmiðilinn af öðrum og breytir þeim í marklausa sneppla sem hafa ekkert traust.

Hvaða milljónirnar koma veit enginn en umræddur fjárfestir á sögu hvað að varðar og ekkert sérlega fallega.

Væntalega mun það aldrei upplýsast hver á þessa aura en flestir hafa um það ákveðnar hugmyndir.

Það verður furðulegt ef þessi samruni og samþjöppun verður samþykkt, slíkt væri óhugsandi í öllum siðuðum löndum.

En er Ísland siðað land ?

Það er ekki boðlegt að eignarhald fjölmiða færist á fárra hendur, hvað þá þegar þeir sömu fjárfestar lýsa því yfir að þeir ætli að ráða ritstjórnarstefnunni og efnistökum.

Allir vita að viðkomandi er handbendi stjórnmálaflokks.

Siðleysið er slíkt að viðkomandi áttar sig ekki á fáránleikanum.


Framsóknardindlar að kaupa þöggun á fjölmiðlamarkaði ?

Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“

______________

Gangrýnir fjölmiðar fara rosalega í taugarnar á Framsóknarforustunni.

Forsætisráðherra hefur marglýst því yfir að þeir séu ósanngjarnir og vondir við Framsóknarflokkinn.

Allir muna formann fjárlaganefndar og RÚV.

Björn Ingi Hrafnsson framsóknarviðhengi keypti hið gangrýna blað DV og breytti því í nokkurskonar Séð og heyrt á þessum markaði. Öll gangrýnin hugsun og alvöru fréttamennska horfin af þeim vettvangi.

Dv er litlaus silkibrók.

Þá er komið að litlu gangrýnu héraðsblöðunum sem hafa haldið úti gagnrýninni fréttamennsku í heimabyggðum.  Vafalaust misgóð og örugglega umdeild því við íslendingar þolum illa gagnrýni í nærumhverfinu.

Nú hefur hinn endurreisti Björn Ingi fengið nægilegt fjármagn einhversstaðar frá og ætlar að þagga niður í þessum blöðum.

Væntalega ætlar hann að halda úti einhversskonar séð og heyrt umfjöllun í heimabyggð með restinni af þessum blöðum.

Kannski hefur fjölmiðanefnd skoðun á því.

Það vekur sértaka furðu mína að Ámundi Ámundason skuli munstra sig á skútu framsóknarfjölmiðlaendurreista fjölmiðlaspekingsins.

Nú er það hreinlega lífsnauðsynlegt að bregast við þessari Framsóknarárás og koma í veg fyrir þöggun í heimabyggðum.

Það verður vafalaust gaman fyrir fólk í kaupstöðum og landhlutum að lesa kökuuppskriftir og æviágríp í nýju Binga fjölmiðlunum. En hver nennir því til lengdar ?

En það þarf alvöru fjölmiðla sem vinna á svipaðan hátt og svæðisblöðin hafa gert fram að þessu, við viljum alvöru nærfjölmiðlum um allt land.

Ég trúi ekki öðru en einhverjir nýti sér það svigrúm sem nú hefur opnast á fjölmiðamarkaði á Íslandi.

 


Sambandslaus stjórnmálamaður.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuvegarnefndar, telur rétt að auka hvalveiðar við Ísland. Hann segir hrakspár um áhrif veiðanna á ferðaþjónustu og útflutningsgreinar ekki hafa gengið eftir.

Formaður atvinnuveganefndar er gott dæmi um stjórnmálamann sem er úti á túni í flestum málum.

Hann vill taka flest fallvötn á Íslandi og virkja þau fyrir stóriðjuna.

Nú vill hann auka hvalveiðar og nefnir sérstaklega til hnúfubak.

Veit ekki af hverju hnúfubakur er fyrir formanninum en hann er mér óskiljanlegur þannig að það er sennilega bara mitt vandamál.

En í ljósi allrar umræðu á Íslandi, vöxtinn í ferðamannaþjónustunni og fyrir hvað Ísland stendur í augum ferðamannsins er ljóst að Jón Gunnarsson er fullkomlega sambandslaus við atburðarás nútímans.

Hvað hann ætlar síðan að gera við hnúfubakskjötið sem hann ætlar að ná í veit ég ekki.

Kannski er það kjörið fóður fyrir ferðamanninn.

Jón Gunnarsson er mikill hugmyndafræðingur, hvar værum við stödd ef við hefðum ekki svona frumkvöðla á Íslandi ?


Bláa lónið - hvað borgar það til samneyslunar ?

2015 Bláa lónið

  Forvitni.

 Hvað greiðir gróðafyrirtækið Bláa lónið til samneyslunnar í formi skatta og gjalda ?

Einhver sem veit það ?

Fyrirtæki sem er að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar til tekjuöflunar.

Það er ekki hægt að halda því fram að aðgangur sé ódýr á þessum stað.

Reyndar hægt að kalla þetta okur  með góðum rökum.

 


Eru bankastjórnendur að tapa sér - aftur ?

Lykilstjórnendur og stjórnarmenn Íslandsbanka hafa farið fram á kaupauka hafa farið fram á að fá kaupauka í tenglsum við gerð nauðasamnings þrotabús Glitnis og mögulega sölu Íslandsbanka. Hópurinn hefur gert tillögu að því að fá í sinn hlut allt að 1 prósent hlut í bankanum, sem gæti numið um 1,8 milljarði króna sé miðað við bókfært eigið fé bankans í lok síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir því í tillögunni að almennir starfsmenn fá hlutdeild í kaupaukanum.

 

Það er nú varla að maður trúi þessari frétt, og þó.

Landsbankinn, banki allra landsmanna hyggur á milljarðabyggingu á dýrustu lóð landins, þeim finnst það skynsamlegt, flestum öðrum ekki.

Fréttin um stjórendur Íslandsbanka er alveg á pari við ástandið hjá bankamönnum fyrir hrun, krafa um milljarða í eigin vasa.

Sumir þeirra sem voru í þessum gírnum fyrir hrun eru nú á framfæri skattborgaranna um sinn.

Allir muna tillögur fjármálaráðherra um 25% bankabónusa sem féllu að vísu í grýttan jarðveg á þinginu.

En því miður virðist sem bankadraugurinn sísvangi, þessi sem étur milljarða í vasa stjórnenda virðist hafa vaknað á ný.

En stjórnarformaðurinn hafði ekkert heyrt um  þetta þannig að það er best að hafa fyrirvara á að trúa þessum ótíðindum.

Kannski er það bara þannig að það styttist í næsta hrun eins og sumir hafa verið að spá, ekki slá fréttir úr bankakerfinu á þær áhyggjur í það minnsta.

Við lærum aldrei af reynslunni, það einhvernvegin liggur djúpt í þjóðarsálinni.


Leifsstöð - fyrir hverja ?

Nýlokið er mikilli auglýsingaherferð Leifsstöðvar þar sem stöðin dásamaði sjálfa sig út í eitt og lofaði aldeilis frábærum nýjungum fyrir ferðalanga sem þar þurfa að bíða eftir flugi og dreymir um að versla.

_______________

Mikil umræða hefur skapast um Leifsstöð og ástandið þar eftir breytingar.

Ég kom þarna í fyrsta sinn eftir breytingar í júní. Ég verð að viðurkenna að mér var nokkuð brugðið.

Ástandið þarna var hreinlega ekki boðlegt og til að geta farið í flug til útlanda er eiginlega nauðsynlegt að vera í mjög góðu standi líkamlega og ekki sakar að vera jafnlyndur og rólegur að eðlisfari.

Það er gríðarlegt verkefni að komast inn í stöðina og í fríhöfnina.

Fyrst stendur maður í röð innritunarkassa og innritar sig og merkir töskur. Aðstaðan engin og aðbúnaður til skammar. Það bjargaði að alúðlegur starfsmaður hljóp á milli kassa og leiðbeindi.

Næst tók við klukkustundar staða upp á endann við að losna við töskur við innritunarborðin. Af hverju maður þurfti að standa í fyrstu röðinni var eiginlega óskiljanlegt.

Þar næst fór maður sveittur og þreyttur í næstu röð til að fá öryggistékk. Það tók hálftíma sem er víst vel sloppið. Þá voru komnar 2 og hálf frá því mætt var á svæðið.

Það var voða fallegt þarna uppi, nýr arkitektúr, ný fyrirtæki, fullt af samlokustöðum.

En það voru nánast engin sæti fyrir þá sem ekki vildu fara og kaupa sér eitthvað í gogginn eða eitthvað að drekka. Tveir steinbekkir ( sennilega flottur arkitektúr) fann ég í almenningnum. Þar komast fyrir fáeinar hræður, restin verður að standa.

Ég hélt nú satt að segja að nú væri þetta komið og þægilegt flug framundan.

Ekki aldeilis, þegar kallið kom og gengið var að brottfararhliði hófst enn ein biðin, 50 metra löng röð eftir ganginum miðjum.  Í þessari röð þurfu hundruð farþega að bíða ( þrjár raðir hlið við hlið ) í 40 mínútur, standandi upp á endann í hitasvækju og loftleysi.

Það var hreinlega dásamlegt að fara síðan til landsins eftir 10 daga veru í útlöndum og fara í huggulegu og notalegu flugstöðina í Munchen.

Fullt af sætum fyrir brottfararfarþega, enginn íburður, bara það sem þurfti til að farþegar hefðu það sem best og nóg af sætum.

Flott þýðir ekki endilega gott og það á svo sannarlega við Leifsstöð.

Það er ekki verra að vera þjálfaður íþróttamaður hyggist maður fara til útlanda um háannatímann.

Maður spyr sig bara  - Leifsstöð fyrir hverja ?

Biðtími, standandi upp á endan í þrjár og hálfa klukkustund er ekki fyrir alla.


Styrmir Gunnarsson og lýðræðið.

Með því að afturkalla umsóknina með formlegum hætti sé komið í veg fyrir að „ný aðildarsinnuð ríkisstjórn gæti ekki með nokkrum hætti tekið þráðinn upp á ný eins og ekkert hafi í skorizt, jafnvel þótt Brussel væri tilbúin í þann leik“, skrifar Styrmir og bætir við:

______________

Styrmir Gunnarsson er fullorðinn maður, næstum gamall maður.

Það er því eðlilegt að mörgu leitI að hann tali í gömlum gildum og hafi gamaldags viðhorf gagnvart lýðræði og nútímalegri hugsun.

Hann ólst upp við að stjórnmálamenn og flokkar tækju allar ákvarðanir, kjósendur, fólkið í landinu og skoðanir þess skiptu engu máli, nema á fjögurra ára fresti þegar gömlu pólitíkusarnir þurftu á kjósendum að halda til að halda völdum og vinnu.

Það er því honum fullkomlega framandi að skoðanir kjósenda á ESB málum, séu að þeir vilji taka ákvarðanir fyrir sig og sína í þjóðaratkvæði.

Mikill meirihluti vill fá að kjósa um þessi mál.

En það skilur Styrmir ekki ( er fyrirgefið það því hann þekkir þetta ekki) og vill loka öllum dyrum til framtíðar þannig að komandi kynslóðir geti ekki haft áhrif á líf sitt og umhverfi.

Hann vill að Sjálfstæðisflokkurinn ráði því, og valdahafar þar.

Auðvitað eru svona viðhorf að hverfa með hverfandi kynslóð.

En nokkrar risaeðlur eru enn að reyna að halda í gömul gildi og viðhorf og satt að segja eru þær langt yfir landsmeðaltali í Heimssýn og í kringum Styrmi Gunnarsson.

Auðvitað þýðir ekkert að koma mönnum að þessari kynslóð í skilning um að það eru breyttir tímar.

Fólk vill aukið lýðræði og vald til að ákveða sína framtíð í stórum málum.

En Styrmir og félagar eru bara þarna og andlýðræðisleg sjónarmið þeirra eru víkjandi og eiga sér færri og færri talsmenn.

Þeir tímar eru vonandi liðnir sem Styrmir talar fyrir...

FLOKKURINN ALLT !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband