Ætla Píratar að loka á opna umræðu ?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, telur þörf á nýjum og lokuðum umræðuvettvangi fyrir flokksbundna Pírata. Síðustu daga hefur mikil umræða skapast í opna hópnum Pírataspjallið á Facebook, en yfir 5.000 manns eru nú aðilar að hópnum. Hafa nokkrir hópmeðlima gert ritskoðun á ýmsum umræðuvettvangi Pírata að umtalsefni og aðrir lýst yfir óánægju með umræðuna innan hópsins.

__________________

Píratar hafa frá því þeir urðu til boðað opna og lýðræðislega umræðu.

Að þeir séu nú að boða lokað svæði fyrir " flokksbundna Pírata " kemur í sjálfu sér ekki á óvart.

Allir stjónmálaflokkar þurfa að þola óvægna umræðu og oft ekkert sérlega málefnalega.

Píratar eru kannski ekki vanir að þurfa að glíma við slíka umræðu, þeir hafa verið nokkuð stikkfrí og hreinar meyjar í pólitíkinni.

En niðurstaðan verður að mínu mati ekkert óvænt eða öðruvísi.

Ef Píratar verða áfram í pólitík munu þeir líkjast hinum " gömlu og hefðbundnu " stjórnmálaflokkum, sem er kannski ekki undarlegt í ljósi sögunnar.

Þurfa að loka á sumt og halda ýmsu fyrir sig.


mbl.is Illdeilur á hópspjalli Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband