Árið 2016, ár misskiptingar og óréttlætis ?

Nú er árið 2015 horfið í aldanna skaut eins og það er orðað á hátíðastundum.

Þegar horft er til veðurfars og stjórnmála má sjá nokkra líkingu, árið það kaldasta frá aldamótum, veður válynd og stórviðri algeng.

Sama má segja um stjórnmálin og þá stjórnarstefnu sem rekin er í landinu.

Þjónusta við landsmenn er skorin niður, forréttindahópum hyglað og stjórnarstefnan er ómannleg og óréttlát.

Árið 2016 lofar sannarlega ekki góðu hvað þetta varðar, stjórnarherrarnir hafa forherts í afstöðu sinni og í reynd er rekin gengdarlaus og grímulaus niðurskurðarstefna á hendur samfélagsþjónustunni.

Viðskiptamenn handgengnir stjórnarflokkunum sölsa undir sig fjölmiðla í krafti dularfulls fjármagns sem enginn veit hvaða kemur.

Stjórnvöld ætla sér að ná stjórn á þeim fjölmiðlum sem mestu máli skipta, þar með töldu RÚV sem svelta á til hlýðni.

Þessa dagana blasir við gríðarlegt óréttlæti þar sem forréttinda og hátekjuhópum eru tryggðar margar hundruðir þúsunda í launahækkanir á mánuði.

Á meðan er öldruðum og öryrkjum neitað um kjaraleiðréttingar í sama takti og aðrir landsmenn hafa notið.

Stjórnarherrarnir eru pirraðir ef einhver vogar sé að finnast þetta óréttlæti og fjármálaráðherrann vogar sér að halda fram að aldrei hafi betur verið gert fyrir þá hópa.

Sorglegt sambandsleysi eða botnlaus ósvífni, dæmi hver fyrir sig.

Formaður fjárlaganefndar og forsætisráðherra eru sorgleg eintök, sem tala niður til þjóðarinnar og maka krókinn fyrir skjólstæðinga sína með þau standa fyrir niðurskurði og óréttlæti.

Árið 2016 er framundan.

Það eru blikur á lofti þrátt fyrir að stjórnarherrarnir reyni að fegra ástandið.

Í febrúar verða kjarasamningar opnaðir og lagt mat á stöðuna.

Þar munu margra tuga prósenda hátekjuhópa og einstakra embættismanna verða lögð á vogarskálarnar.

Launahækkanir dómara, bankastjóra og annarra hátekjuhópa ganga fram af réttlætiskennd venjulegs fólks í landinu.

Núverandi stjórnvöld reka grímulausa misréttisstefnu þar sem hátekjuhópum og vinum stjórnmálamannana er hyglað á kostnað hins almenna launamanns.

Það er sannarlega ekki það sem hinn almenni Íslendingur vill sjá.

Núverandi stjórnarflokkar hafa það að markmiði að gera Ísland að landi misskiptingar, óréttlætis og vinahygli.

Það styttist í kosningar og vonandi er þetta í síðasta sinn sem kjósendur færa núverandi stjórnarflokkum þau völd að Ísland sé land óréttlætis og misskiptingar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem hinn almenni Íslenski aumingi vill sjá er að þeir sem engu nenna og engan hafa metnað fái jafnt og hinir. Það sem hinn almenni Íslenski aumingi vill sjá er að þeir sem engu þora fái hlut í vinningum þeirra sem taka áhættuna. Það sem hinn almenni Íslenski aumingi vill sjá er að þeir sem ekkert hafa til þess unnið fái jafnt og þeir sem allan eiga heiðurinn. Það sem hinn almenni Íslenski aumingi vill sjá eru verðlaun fyrir aumingjaskap og hrós fyrir dugleysi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband