Færsluflokkur: Bloggar
14.12.2015 | 17:38
Forsætisráðherra staðráðinn í að gera ekkert fyrir þá verst settu.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er staðráðin í að níðast á öldruðum og öryrkjum.
Það er óþægileg tilfinning að finnast stjórnmálamenn illa innrættir.
Það er tilfinning sem leitar sterkt á mann þegar maður hlustar á forsætisráðherra og formann fjárlaganefndar.
En væntanlega munu kjósendur refsa þeim innan tveggja ára og sparka þeim út í hafsauga og sjá til þess að þau skaði ekki íslensk stjórnmál aftur.
Sorglegt að hlusta á þessa svokölluðu stjórnmálamenn sem kosnir voru í góðri trú en reyndust svo vera ómerkingar orða sinna.
![]() |
Við ætlum ekki að bjóða neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2015 | 11:45
Álitshrun innanríkisráðherra.
________________
300 manns hafa skrifað undir segir Mogginn.
Rétt er það, það eru fáeinar mínútur frá því þetta hófst.
En þetta er sorglegt og sækja fjölskyldu með lögregluvaldi um miðja nótt er til háborinnar skammar.
Innanríkisráðherra hefur fram að þessi verið besti ráðherra þessarar ríkisstjórnar.
Ljóst er að álitshrun blasir við ráðherranum geri hún ekkert í málinu.
Svona óþverrahátt líður þjóðin ekki, sama hvað léleg lög segja.
Ólöf...ef þú ert maður en ekki mús þá breytir þú þessu af mannúðarástæðum.
![]() |
Krefjast afsagnar Ólafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2015 | 14:38
Hjarðhegðun á þingi, fjármálaráðherra skrökvar ?
Það ríkir mikil reiði í þjóðfélaginu.
Alþingismenn stjórnarinnar sem nýverið fengu miklar fjárhæðir í eftirágreiðslur höfnuðu því að aldraðir og öryrkjar fengju sömu greiðslur.
Óskiljanlegt.
Þessu tengt gerði fjármálaráðherra grein fyrir atkvæði sínu og í blogginu sem hér er hlekkjað við eru orð hans hrakin.
En látum það vera að tveir auðmannasynir skilji ekki almenning og þarfir hans.
Mér finnst hreinlega óskiljanlegt að þingmenn þessara flokka, sérstaklega þó Framsóknarflokksins skuli sýna þvílíka harðhegðun og þeir urðu uppvísir af í gær.
Hver af öðrum sögðu þeir NEI við sanngjörnum leiðréttingum til þeirra sem minna mega sín.
Sjálfstæðisflokksþingmenn koma minna á óvart, Sjálfstæðisflokkurinn er bara svona.
En einn af öðrum beygðu stjórnarþingmenn sig undir flokksvaldið og greiddu atkvæði eins og þeim var skipað.
Að vísu lét forsætisráðherra sig hverfa eins og vanalega þegar þarf að taka ákvarðanir.
En mikil er skömm þessara þingmanna, þjóðfélagið ólgar af reiði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2015 | 16:22
Þingmenn stjórnarflokkanna níðast á öldruðum og öryrkjum
Þingmenn stjórnarflokkanna felldu í dag tillögu um kjarabætur til aldraðra og öryrkja.
Þessar kjarbætur áttu að byggja á sömu grunnreglu um afturvirkni sem þingmenn og ýmsir aðrir fengu.
En viti menn.
Stjórnarþingmenn fella svo sjálfsagða tillögu og hún nú er.
Ég veit ekki hvort þetta er illt innræti eða hjarðhegðun og hlýðni við flokksræðið í íhaldsflokkunum.
Þar er línan að hygla ríkum og þeim sem meira eiga en láta hina róa.
Ætli þessi þingmenn geti virkilega horft í eigin barm og réttlætt þennan gjörning yfir jólamatnum, sem vafalaust verður vel útilátinn eftir allar kjarabæturnar sem þeir sjálfir fengu.
Þetta er ljótt.
Svona greiddu þingmenn atkvæði... nei-menn vilja ekki láta aldraða og öryrkja njóta sömu kjara og aðrir landsmenn njóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2015 | 11:22
Valdníðsla og misnotkun í boði Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
Í þessari grein talar mannréttingalögfræðingur tæpitungulaust um hagsmunavörslu Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
Hægri íhaldsflokkanir nota vald sitt til að verja hagsmuni útgerðarmanna, stóriðjunnar og eigið vald.
Það er hreinlega með ólíkindum að þriðjungur þjóðarinnar sé því samþykk að stjórnmálaflokkar misnoti vald sitt í þágu fárra á kostnað fólksins í landinu.
Valdamisnotkun Sjálfstæðis og Framsóknarflokks er subbuleg misnotkun á pólitísku valdi.
Þessir flokkar koma í veg fyrir að fólkið í landinu ráði framtíð sinni.
Þeir koma í veg fyrir að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá.
Þeir koma í veg fyrir að þjóðin ráði framtíð sinni í utanríkismálum.
Valdníðsla þeirra er svo augljós og opinber að furðulegt má tela að stór hluti almennings kjósi svona flokka.
Því miður eru mjög margir þingmanna þessara flokka beintengdir þessum hagmunum og vinna þar í eigin þágu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2015 | 15:43
SDG kennir öðrum um eigið getuleysi.
________________
Það hefur aldrei þótt sérstaklega stórmannlegt að kenna öðrum um eigin aumingjaskap.
Allir vita að forsætisráðherra er enginn verkstjóri og mál koma seint, illa eða aldrei frá ráðherrum og ríkisstjórn til umræðu í hinu háa Alþingi.
Það er afar bagalegt og flumbrugangur og reddingar endalaust kalla á mistök og óvönduð vinnubrögð.
Þannig hefur þetta verið frá því SDG verð forsætis og versnar enn.
Og forsætisráðherra er svo agnar lítill kall að hann kennir stjórnarandstöðunni um eigið getuleysi.
En kannski er þetta bara einn heljarstór misskilningur eins og vanalega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2015 | 10:24
Blekkingaleikur ríkisstjórnarinnar.
_____________
Hvernig nær ríkisstjórn og fjárlaganefnd fram þeirri tölu að enn sé afgangur af ríkisrekstri.
Það er með því að svelta lögboðna starfssemi ríkisins.
Ísland er í raun ekki sjálfbært lengur.
Íslendingar njóta lélegri þjónustu en allir sem við viljum bera okkur saman við.
Það er skorið niður og starfssemi svelt í....
Heilbrigðiskerfi - Landspítala.
Ríkisútvarpi
Löggæslu.
Landhelgisgæslu.
Vegamálum.
Fangelsissmálum.
Svona mætti lengi telja.
Ríkisstjórnin og fjárlaganefnd hunsa allar ábendingar og jafnvel ráðast að stjórnendum þessara stofnana með svívirðingum og dónaskap.
Hægri íhaldsstjórnin er að brjóta niður innviði Íslands meðan útgerðarmönnum og skjólstæðingum ríkisstjórnarflokkanna er hyglað.
Við völd á Íslandi er stórhættuleg ríkisstjórn með fólk í störfum sem svífst einskis.
Er fólk virkilega ekki farið að átta sig á þessu ?
Enn er þessi hræðilega ríkisstjórn með rúmlega þriðjungs fylgi hjá landsmönnum.
Er það ekki merkilegt ?
![]() |
Enn afgangur í ríkisrekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2015 | 20:57
Skemmdarverkhópur sækir að Landspítala.
Formaður fjárlaganefndar mætti í fréttastofu Rúv.
Þar kenndi hún Kristjáni Þór um að Landspítali er fjársveltur í nýju fjárlagafrumvarpi.
Ekki er nokkur möguleiki að hægt verði að reka spítalann á ásættanlegan hátt og öll skilaboð stjórnenda hunsuð.
Formaður fjárveitinganefndar var lítill " kall " og ásakaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðsráðherra um þessa atlögu að starfssemi spítalans.
En kannski er þetta bara rétt og sögusagnir um að heilbrigðisráðherra hefði staðfasta áætlun um að færa stóra hluta heilbrigðskerfis í einkavætt einkavinaumhverfi.
Nú er það bara stóra spurninginn.
Hvort þeirra stjórnar þessari umbúðalausu atlögu að lykisstað í heilbrigðiskerfi landsmanna ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2015 | 20:07
Formaður fjárlaganefndar er algjörlega vanhæfur.
Formaður fjárlaganefndar vekur furðu landsmanna aftur og aftur.
Það er fullkomlega óskiljanlegt að stjórnmálaflokkur skuli velja jafn vanhæfan stjórnmálamann til forustu í mikilvægri nefnd.
En maður er hreinlega hættur að verða hissa á VH.
Flest ef ekki allt sem frá henni kemur lýsir vanhæfni og getuleysi.
Framsókn vill víst hafa þetta svona.
![]() |
Líkir gagnrýni við andlegt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2015 | 16:02
Koma böndum á Fallorku og fleiri. Skynsamir Eyfirðingar.
_____________
Sannarlega er það skynsamleg og ánægjuleg niðurstaða Eyjafjarðarsveitar að hafna vindorkugörðum í þröngum Eyjafirðinum.
Því miður höfðu sveitarstjórnarmenn á Akureyri ekki það bein í nefinu að hafna smávirkjun Fallorku í Glerárdal, þar sem meiri hagsmunir framtíðarkynslóðanna viku fyrir skammtímasjónarmiðum sjálfhverfs smáfyrirtækis.
Það er þó bakkað upp af Norðurorku sem er í 100% eigu Akureyrarbæjar.
Þetta sama fyrirtæki á virkjun í Glerárgili neðra og í allt sumar hefur vatn runnið hjá þeirri virkjun án nokkurrar raforkuframleiðslu.
Þeir eru nú varla í miklu spreng vegna orkuskorts eins og þeir gjarnan halda fram ef þarf að selja sveitarstjórarmönnum hugmyndir úr þeirra ranni.
Hugmyndir um 120 metra á vindorkumöstur í Eyjafirði, tala nú ekki um Eyjafjarðarsveit, eru fullkomlega galnar þegar horft er til hagsmuna íbúa og byggðarinnar í Eyjafirði.
Að fyrirtæki hafi yfir höfuð látið sér detta þetta í hug lýsir því vel hversu þröngsýn og sjálfhverf þau eru.
En Eyfirðingar hafa nú stöðvað þessa gölnu hugmyndir.
Heill sé þeim og til hamingju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 820360
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar