Færsluflokkur: Bloggar
26.3.2016 | 18:19
Hirðin þorir ekki að segja keisaranum að hann sé allsber.
___________________
Þingflokkur Framsóknarflokksins er í sömu stöðu og hirðin í ævintýrinu Nýju fötin keisarans.
Enginn hirðmanna þorði að segja keisaranum að hann væri nakinn.
Meðvirkni og undirlægjuháttur af bestu gerð.
Það er með flest ævintýri þessa höfundar, þau áttu sér sterka þjóðfélagslega ádeilu.
Sjaldan hefur þetta ævintýri fallið betur að raunveruleikanum hér á landi.
Þar eru forsætisráðherra og þingflokkur Framsóknarflokksins í aðalhlutverkum.
Nokkuð ljóst að þingflokkurinn þekkir ekki til máltækisins.
Vinur er sá til vamms segir.
Frekar verja þeir málstað sem er í besta falli siðlaus og dómgreindarlaus.
En sagan mun dæma í þessu máli sem öðrum þegar frá líður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2016 | 12:47
Mun Sjálfstæðisflokkurinn verja forsætisráðherra vantrausti ?
____________
Það kemur ekkert á óvart í þessu viðtali við SDG.
Hann hefur annað siðferðismat en meirihluti landsmanna, það var vitað.
Hann mun gera frekari grein fyrir þessu í viðtali á ÚTVARPI SÖGU.
Fjölmiðill við hæfi.
En stóra spurningin er í framhaldinu.
Mun Sjálfstæðsflokkurinn verja forsætisráðherra vantrausti ?
Vitað er að tveir þingmenn þeirra eru ekki sáttir en hinir steinþegja.
Það væri góður mælikvarði á siðferði Sjálfstæðisflokksins að sjá þá niðurstöðu.
Þjóðin bíður væntalega í ofvæni eftir þeirri siðferðismælingu.
![]() |
Bar ekki skylda að segja frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2016 | 17:56
Eignir hjóna eða ekki eignir hjóna.
________________
Öll Framsóknarelítan hefur lagst í vörn og réttlætingu fyrir forsætisráðherra sem hefur gert sig sekan um fádæma dómgreindarleysi í þessu máli.
Það liggur fyrir og hefur ekki verið mótmælt að.
- Sigmundur Davíð átti þetta félag til helminga við konu sína en því var breytt snarlega þegar hann færði sig í stjórnmálin.
- SDG hefur aldrei gert grein fyrir þessu milljarðafyrirtæki þeirra hjóna.
- SDG mótmælir því að honum komi þetta mál nokkuð við og þetta félag sé alfarið á ábyrgð eiginkonunnar. Samt eru þau væntalega samsköttuð sem hjón og ekki hefur verið haldið fram að þau hafi gert með sér kaupmála.
- Aðstoðarmaður forsætisráðherra, á launum hjá þjóðinni var samt sem áður kallaður til leiks og látinn verja þennan gjörning. ( Jóhannes útskýrari )
- SDG svarar engum fyrirspurnum fjölmiðla þrátt fyrir að honum beri skylda til þess sem forsætisráðherra.
- SDG neitar að koma fyrir Alþingi og gera grein fyrir málum sínum.
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er með allt niður um sig í þessu máli og í öllum siðmenntuðum ríkjum heims væri hann farinn frá.
En hann ætlar að taka þetta með þögninni, hóp að meðvirkum Framsóknarmönnum í kringum sig og Sjálfstæðisflokk sem þegir og er þar með samsekur.
Það er ekki burðugt lýðræðið á Íslandi.
![]() |
Forsætisráðherra tók þátt í því að rýra eignir eiginkonu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2016 | 16:38
Forsætisráðherra á flótta.
________________________
SDG lætur ekki ná í sig.
Hann svarar ekki fyrirspurnum og vill ekki mæta í viðtöl fjölmiðla.
Hann vildi ekki standa fyrir framan Alþingi og svara sjálfsögðum spurningum.
Þetta er nú svo sem ekkert nýtt.
SDG kann best við sig við lyklaborð í lokuðum hergbergjum og dæla frá sér speki um málefni, sem ekki eru á hans könnu.
Að vera forsætisráðherra virðist utan hans nennu.
En nú er kallinn í djúpum.........
Hann á enga leið færa nema segja sig frá embætti.
Bara spurning um hvar af hans samherjum hefur þor til að segja keisarnanum að hann er á klæða.
Kannski þarf saklaust barn til eins og í ævintýrinu.
![]() |
Fólkið vill frekari svör frá Sigmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2016 | 10:14
Hraðlyginn utanríkisráðherra.
Það er ljóst að utanríkisráðherra hefur farið á taugum við að frétta af Tortóluævintýri forsætisráðherra.
Það er ekki undarlegt, margir eru afar undrandi.
En að ráðherra fari svo hrikalega á taugum að hann grípi til þess að ljúga upp á samþingmann er full langt gengið.
Hvað honum gengur til er ekki gott að segja.
En reikna má með að hann sé maður til að biðjast afsökunar á ruglinu, öllum getur orðið á í messunni.
![]() |
Hefur aldrei átt né selt kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2016 | 17:24
Víða leynast hrægammarnir.
Núverandi forsætisráðherra fann það snjallræði að kalla kröfuhafa í föllnu bankanna hrægamma.
Það þótti gott innlegg og skilaði Framsóknarflokknum vafalaust atkvæðum, í það minnsta athygli.
Nú réttum þremur árum síðar að víða leynast þessir svokölluðu hrægammar formanns Framsóknarflokksins.
![]() |
Skattar greiddir frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2016 | 08:42
Bitinn og klóraður Bjarni - gengur ljómandi vel.
____________
Það er mikill ágreiningur milli stjórnarflokkanna og þessi ágreiningur dylst engum - nema Bjarna Ben.
Stjórnarsamstarfið gengur ágætlega að hans mati og hann gerir greinilega ekkert með uppistandið hjá forsætisráðherra.
Bitinn og kljóraður formaður Sjálfstæðisflokksins velur að láta sem ekkert sé.
En auðvitað er þetta stjórnarsamstarf að liðast í sundur.
Mál eru strand, ekkert gengur eða rekur í mikilvægum málum.
Það ríkti mikið stjórlneysi síðasta árið hjá fyrrum ríkisstjórn. Það vissu allir og menn viðurkenndu það.
Munurinn núna er að þrátt fyrir mikið sundurlyndi og ágreining ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að láta það hafa áhrif á sig.
Þessi stjórn mun lafa út kjörtímabilið en uppákomur að undanförnu sýna að hún verður lítið stjórnhæf síðustu mánuðina.
Hvað lætur maður sig ekki hafa fyrir völdin.
Verkstjórinn er þegar hættur störfum og farinn í poppulismann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2016 | 20:29
Verr settar í íslenska kerfinu en hjá mannsalsmönnum.
Mann setur hljóðan.
Þegar þessar vesalings konur komust í hendur íslensku stjórnsýslunnar varð staða þeirra verri en í höndum mannsals, lokaðar í kjallara í Vík.
Þetta mál er til háborinnar skammar fyrir Innanríkisráðuneytið og alla stjórnsýslu hér á landi sem snýr að rétti fólks til málsmeðferðar.
Ég vona svo sannarlega að möppudýrin í ráðuneytinu taki þetta til sín og bæti ráð sitt.
Eftirfylgni ráðherrans hefur enginn verið, þó þetta mál hafi verið í öllum fjölmiðlum þessa lands í langan tíma.
Ömurlegt.
![]() |
Farið úr öskunni í eldinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2016 | 14:07
Fullkomlega óhæfur forsætisráðherra.
_______________
Það líður varla sú vika að forsætisráðherrann svokallaði varpi ekki fram einhverju rugli.
Það er hreinlega að verða áhyggjuefni að fylgjast með því sem vellur út um glugga og gáttir Stjórnarráðsins.
Það er stórmerkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera tilbúinn í að bakka upp SDG í embætti forsætisráðherra, eða kannski, hvað lætur maður sig ekki hafa fyrir völdin.
Sannarlega gerði forsætisráðherrann, svokallaði, sig sekan um að gera lítið úr K. Júl heilbrigðisráðherra með ummælum sínum um staðsetningu Landspítala.
En verra var að hann er að valda óöryggi og vandræðum á sjálfum spítalanum.
Forstjórinn skaut að vísu ráðherrann niður með föstum skotum.
Auðvitað á ekki að taka neitt mark á SDG, hann er ekki marktækur.
En hann er víst forsætisráðherra í umboði Sjálfstæðisflokksins, þannig að menn neyðast til að hlusta á bullið, sama hversu vitlaust það nú er.
En spurning dagins er.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að halda áfram að styðja þennan mann í þetta hæsta enbætti þjóðarinnar.
Hann er þar á þeirra ábyrgð.
Þarna er hann að valda ómældu tjóni alla daga.
Bloggar | Breytt 15.3.2016 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2016 | 19:21
Hverjir greiða framlög Sjálfstæðisflokksins til ríkra og útgerðar ?
Sjálfstæðisflokkurinn legst gegn framlögum til aldraðra og öryrkja.
Varaformaður fjárlaganefndar legst alfarið gegn lengingu fæðingarorlofs.
Sjálfstæðisflokkurinn sker framlög til heilbrigðismála við nögl.
Þetta er nauðsyn fyrir flokkinn því einhverjir verða að greiða fyrir lækkun veiðigjalda og lækkun skatta á ríka og fyrirtæki.
Þeir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið til að bera þessar byrðar eru.
Fátækt fólk sem greiða þar hærra hlutfall tekna sinna í matvæli vegna hækkunar virðisaukans.
Sjúklingar sem þurfa að greiða hærra hlutfall heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa.
Aldraðir sem ekki fá hækkun eftirlauna.
Barnafólk sem ekki fær hækkun barnabóta og lengingu þess.
Varaformaður fjárlaganefndar, Guðlaugur Þór er orðinn leiður á þessu rausi.
Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf fundvís á breiðu bökin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 820355
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar