Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2016 | 15:26
Rugludellan í Stjórnarráðinu.
___________
Núverandi stjórnvöld eru með allt niður um sig í heilbrigðismálum.
Heilbrigðiskerfið er að falla á hliðina vegna getu og tómlætis stjórnvalda og stjórnmálamanna.
Það hefur dregist úr hömlu að hefa uppbyggingu Landspítalans með tilheyrandi áföllum og skaða.
Og nú vellur enn ein rugludellan úr Stjórnarráðinu og upphafsmaður sá sami og venjulega.
Það er álit sérfræðinga að kúvenda hugmyndum um byggingu spítalanum seinki uppbyggingu um fjölda ára.
Það veit forsætisráðherra.
Samt er hann tilbúinn að setja fram ábyrðgarlausar hugmyndir.
Poppulismi er sérgrein þessa manns.
Sem betur fer er aðeins eitt ár eftir af veru núverandi forsætisráðherra í þessu embætti.
Það veður léttir fyrir þjóðina.
![]() |
Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.3.2016 | 10:51
100 manns undir feldi ?
____________
Löngu búinn að missa töluna á þeim sem hafa kúldrast undir feldinum góða síðustu vikur og mánuði.
Sennilega er búið að telja upp nokkra tugi manna sem eru að spá og spekulera og slatti hefur þegar lýst yfir framboði.
Þetta er fínt jobb, frekar rólegt, menn geta dálítið baðað sig í sviðsljósinu og svo fær forsetinn stundum að skreppa til útlanda.
Ekki skaðar að þetta er frekar vel launað miðað við fyrirhöfn.
Einhversstaðar sá ég tölu sem er það hámark sem hægt er að hafa í framboði þannig að allir nái þeim 1500 sem þarf til að komast í framboð. Gæti verið að nálgast þau mörk miðað við áhuga.
Satt að segja finnst mér þessi umræða orðin frekar þreytt og við þetta bætist síðan að fjölmiðlar keppast við að troða hinum og þessum í meint framboð hvort sem þeir vilja eða ekki.
Lauslega áætlað eru núna tæplega 100 manns undir feldi að hugsa og væntalega enn aðrir þarna úti sem fjölmiðlar hafa ekki frétt af.
Ég held að ég sitji bara heima þegar þar að kemur, hver verður forseti er í sjálfu sér lítið mál.
![]() |
Guðrún Nordal íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2016 | 12:23
Sjálfskaparvíti Rio Tinto Alcan á Íslandi.
____________
Álitishnekkkir stjórnenda Rio Tinto á Íslandi er algjör.
Þeir hafa níðst á starfsmönnum sínum mánuðum saman og þurfa ekki að vera hissa þó fjari undan starfsseminni.
Framkoma stjórnenda félagins mun sennilega drepa þetta fyrirtæki á Íslandi.
Kannski er það meininginn, hver veit.
Þeir þurfa ekki að undrast að samkeppnisaðilar herji á viðskiptavini þeirra.
Hverjir vilja versla við fyrirtæki sem sýnir slíka framkomu ?
Ætli stjórnendur á Íslandi séu persónulega sáttir við þau fyrirmæli sem þeir fá frá yfirstjórninni í útlöndum ?
Kannski ? varla ?
![]() |
Stela viðskiptum vegna verkfalls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2016 | 12:14
Ferðaþjónusta í hættu á upphafsreit.
Spurning hvort augu okkar munu opnast.
Það er algjör ófremdarástand í ferðamannabransanum.
Okur, óheiðarleiki og græðgi gæti rústað þessari grein á fáeinum árum.
Við eru enn og aftur að gera okkur sek um skammsýni og heimsku eins og í svo mörgu.
Við okrum á ferðamönnum, við látum það viðgangast að þeir geti lagt líf sitt í hættu á hverjum degi, sérstaklega að vetrarlagi.
Bláa lónið er dæmi um skelfilega nálgun að ferðamönnum.
Í sjálfu sér er Ísland ekki tilbúið sem ferðamannaland yfir vetrarmánuðina.
Svæði eru lokuð og hættuleg en samt flytum við ferðmenn á þá staði í þúsundatali.
Allt of margir ferðamenn hafa látið lífið á skömmum tíma.
Það fréttist og þeir hætta að mæta.
Í þessari grein sem linkað er við hvernig við fórum með síldina.
Þannig erum við að vinna í þessari grein líka.
Okur, græðgi og óheiðarleiki svo það sé endurtekið.
![]() |
Rústum ferðaþjónustu líkt og síldinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2016 | 15:54
Helmingaskipti íhaldsflokkanna að opinberast.
____________
Nú líður að lokum þessa kjörtímabils og íhaldsflokkunum liggur á að koma málum í farveg.
Nýr búvörusamningur Framsóknar er vafalaust hluti af þessu " díl " sem er í smíðum þessa dagana.
Framsóknarflokkurinn hefur örugglega tryggt sér samþykki Sjálfstæðisflokksins fyrir þeim 170 milljörðum sem á að færa frá landsmönnum í valdar greinar landbúnaðarins.
Framundan er að selja ríkiseignir og áreiðanlega verður sala ríkisins á hlut þess í bönkunum sett á þessa vogarskál
Sennilega hefur Sjálfstæðisflokkurinn tryggt sér stefnumótun í þeim gjörningi.
Væntalega munum við sjá svipaða hluti og sjá mátti í Borgunarmálinu.
Vildarvinir munu sitja fyrir í hrossakaupum íhaldsflokkanna.
Smátt og smátt munu þetta birtast landsmönnum og þetta félag sem nú er stofnað mun væntanlega gegna mikilvægu hlutverki í þessum helmingaskiptum.
Við höfum þegar séð hvernig Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa ráðstafað fjármunum skattgreiðenda til annarsvegar sjávarútvegsgreifanna og nú hvernig Framsóknarflokkurinn ráðstafar eigum okkar til vildarvina sinna í landbúnaðinum.
Það hefur nákvæmlega ekkert breyst og atburðarásin núna er nákvæmlega eins og þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu með sér á árunum frá 1995 - 2007.
Sama spillingin, sömu vinnubrögðin.
![]() |
Stöðugleikaeignir verði undir ráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2016 | 15:16
Stoltur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ?
(mbl.is)
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er örugglega stoltur af slíkri ákveðni og stefnufestu sem umræddur þingmaður sýnir með þessum yfirlýsingum.
Reyndar er nýbúið að stofna flokk sem ætlar að hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi og hægri mennirnir í Sjálfstæðisflokkum hafa væntalega áhyggjur af að skoðanabræður úr flokkum fari þangað
Ekkert um þetta að segja en að víða leynast öfgamennirnir.
Þeir eru nú að skríða upp úr holum sínum og væntanlega hafa trú á að það sé vænlegt til árangurs í kosningum að hampa slíkum skoðunum.
![]() |
Snúi hælisleitendum við á flugvellinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2016 | 11:38
Framsóknarelítan framlengir fortíðina.
Nýjir búvörusamingar hafa verið til umræðu að undanförnu.
Ljóst er að Framsóknarelítan hefur smíðað þessa samninga í reykfylltum bakherbergum í samvinnu við hagsmunaaðila, m.a. eftirlifandi kaupfélög og hagsmunaöfl í mjólkuriðnaði.
Það á eftir að koma í ljós hvort Sjálfstæðisflokkurinn kaupir þennan óskapnað fyrir völdin.
Það er nokkuð sama hverjir aðrir fjalla um þetta og rýna samningana, þeir fá hreina falleinkun.
Það er verið að misnota milljarða af skattfé landsmanna í eitthvað sem breytir engu til framtíðar.
Eini tilgangurinn virðist að gera vel við vildarvini flokksins og stuðningsmenn og halda þeim góðum.
Svínabændur eru lítt hrifnir og gekk fulltrúi þeirra af fundi í gær eftir að hafa látið bændaforustuna heyra það.
Kannski er þessi samingur í rökréttu samhengi við Framsóknarflokkinn.
Hægfara, gamaldags og án framtíðarsýnar og tilbúnir að misfara með skattfé landsmanna.
![]() |
Landbúnaðarkerfið eins og röð plástra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2016 | 15:57
Aumasta ríkisstjórn allra tíma ?
( Kjarninn )
Í Kjarnanum er fjalla um verkleysi núverandi ríkisstjórnar.
Fá frumvörp og stuttur viðverutími þingsins vekur athygli.
Forsætisráðherrann hefur aðallega áhuga á miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir að hann búi í Garðabæ og eigi lögheimili á eyðibýli fyrir austan.
Verkstjórnarhæfileikar hans eru engir og skiljanlegt að hann reyni að dreifa athygli landsmanna frá þeirri staðreynd.
En tölurnar ljúga ekki.
Núverandi ríkisstjórn er sú daufasta og verklausasta í mjög lengi.
Ekki er hægt að hrósa stjórnarandstöðunni fyrir dugnað, þar virðist andleysi svífa yfir vötnunum.
Sennilega er landið langt í það að vera stjórnlaust, slík er deyfðin og drunginn á þingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2016 | 13:05
Píratar ætla ekki að axla ábyrgð.
____________
35% kjósenda ætlar að kjósa Pírata samvæmt könnunum.
Samkvæmt yfirlýsingum þeirra, t.d. þingmannanna ætla þeir ekki að axla ábyrgð.
Einn þeirra er þegar hættur og hinir tveir dingla með til að sýna lágmarksmeðvirki eins og þeir kalla það.
Kjósendur sem setja atkvæði sitt á flokkinn er sem sagt ekki að kjósa þennan hóp til áhrifa.
Þeir líta bara á þetta sem sandkassaleik og ætla ekki að axla neina ábyrgð á landsstjórninni.
Einhver mundi kalla að að kasta atkvæði sínu á glæ.
Verðum við ekki að taka mark á þeirra eigin yfirlýsingum ?
Af hverju ætlar hugsanlegur 35% flokkur að melda PASS ?
Áhugvert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2016 | 16:11
Gagnrýni bönnuð og hana nú !
________________
Þá vitum við það.
Svanur Kristjánsson er með það á hreinu að gagrýni er bönnuð í Píratahópnum.
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir segir gamli kosningastjóri Pírata í Reykjavík.
Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.
Það er boðskapur prófessorsins.
![]() |
Ráðist á þingmann með svikabrigslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 820356
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar