Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2016 | 08:16
Blekkingar gærdagsins - nýr forsætisráðherra er plat
Hráskinnaleikur gærdagsins var blekkingafarsi.
Sigmundur er ekki að fara neitt, hann er í tímabundnu leyfi frá stólnum.
Það er freistandi að láta sér detta í hug að forsetinn hafi verið með í þessum leik.
Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn léku þennan leik af snilld í gær.
Bjarni og Ólöf ætla ekki að taka neitt til sín og sitja sem fastast.
Sigmundur áfram formaður Framsóknar með allt á hælunum.
Auðvitað vissu þeir að þeir voru ekkert að fara úr ríkisstjórn.
Þetta drama í gær er ætlað til að slá ryki í augu landsmanna.
Það á að bíða af sér storminn og halda síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Íhaldsflokkarnir ætla sér að halda völdum sama hvað.
![]() |
Píratar með 43% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2016 | 16:50
Siðleysi Sjálfstæðisflokksins staðfest.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur greinilega ekki skilið skilaboð 20000 manns á Austurvelli í gær....eða...
Sjálfstæðisflokkurinn er fullkomlega siðlaust fyrirbæri.
Það er sennilega skýringin og alltaf var hætt við að löngun í völd héldi þeim þarna...sama hvað.
![]() |
Ekki búið við óbreytt ástand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2016 | 16:38
Sjálfstæðisflokkurinn sýnir þjóðinni löngutöng.
______________________
Aflandsdrengirnir ætla að halda stjórnarsamstarfinu áfram.
Nýr forsætisráðherra hefur stutt SDG í einu og öllu síðustu daga.
Fræg eru ummælin " einversstaðar verða peningarnir að vera "
Hér lýsir tilvonandi forsætisráðherra skoðun sinni á þessum málum.
Í afar stuttu máli.
Auðmennirnir í ríkisstjórninni sýna þjóðinni putta.
Ekki víst að þeim 20.000 sem mættu á Austurvöll í gær líki þessar aðfarir stjórnarherranna.
En hvað með það.
Þeim kemur ekkert við hvað þjóðinni finnst.
Allt fyrir eigin völd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 15:46
Strengjabrúða í forsætisráðherrann - sá gamli í aftursætinu.
_____________________
Þjóðin er ekki að biðja um að skipta út og setja setja strengjabrúðu í sætið.
Þjóðin er að biðja um að ríkisstjórnin fari frá.
Undarlegt hvað Framsóknarmenn eru skilningsvana.
Fáránleg tillaga.
En nú er að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að gera fyrir völdin.
Um þetta verður engin sátt í þjóðfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 09:20
Afneitun eða veit hann að Sjallar bakka hann upp ?
________________
SDG er borubrattur.
Annað hvort er hann í fullkominni afneitun eða hann veit að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bakka hann upp og halda honum við völd.
Hvort skyldi það vera ?
Ekkert að marka þessa Framsóknarmenn á Akureyri, þeir hafa hvort sem er alltaf verið andstæðingar hans.
Veit ekki hvað hægt er að kalla svona, er ekki lærður í faginu.
Það mun koma í ljós á næstu klukkustundum eða dögum hvort Sjálfstæðisflokkurinn styður aflandsfurstann til áframhaldandi valdasetu.
Líklegra en ekki, leiðtogar hins stjórnarflokksins eru í sömu súpu og hugnast ekki kosningar á næstunni.
![]() |
Samstarfið ekki á bláþræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 08:17
Sambandsleysi stjórnarherranna við veruleikann.
Atburðarás síðustu daga ætti ekki að koma á óvart.
Frá stofnun þessarar ríkisstjórnar var almenningi í landinu ögrað.
Ríkisbubbarnir við stjórnvölinn fór beint í að færa auð þjóðarinnar til góðvina sinna.
Veiðgjöld, hátekjuskattur og fleira voru lækkuð og afnumin og dekrið við þá ríku í þessu landi fór ekki framhjá nokkrum manni.
Lýðræðið var afnumið og kosnningaloforðin svikin.
Stjórnarherrarnir töluðu niður til þjóðarinnar með hroka og lítilsvirðingu.
Og landsmenn eins og oft áður seinþreyttir til vandræða.
En nú gekk loksins framaf fólki og þúsundir mættu á Austurvöll og hentu ríkisstjórninni út.
OG svei mér þá, enn var forsætisráðherra fullkomlega ómeðvitaður um stöðu sína.
Ætlar ekki að segja af sér og ætlar að vera í pólitík.
Nú blasir við sá vandi að báðir leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru rúnir trausti og hvorugur þeirra getur haldið áfram.
Aflandsdraugurinn tók þá báða af pólitísku lífi.
Óvissutímar framundan, en þó skynjar maður að fólk vill heiðarlega stjórnmálamenn til valda, stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að breyta þjóðfélaginu í átt til réttlætis og jöfnuðar.
![]() |
Nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2016 | 13:04
Virkjanavaldið kveikir ekki á nútíma veruleika.
_____________
Talandi um áfall.
Það er manni nokkuð áfall að sjá að forsvarsmenn virkjanabráðlæðisins skulu telja það áfall fyrir Norðurland að Aldeyjarfossi og Hrafnabjargafossi skuli vera hlíft við eyðileggingu.
Að eyðileggja það svæði hefði verið ígildi þess að eyðileggja Dettifoss og Gullfoss.
Þeir hafa enn ekki áttað sig á að verðmæti sé í fleiru en orkuöflun og raflínum ættu að skoða hvað er að gerast á Íslandi.
Svæðið við Skjálfandafljót er framtíðarperla ferðamála á Íslandi.
En það sjá virkjanafurstar flestir ekki, þeir eru enn staddir á síðustu öld þegar virkjanamenn réðu ferðinni og virkjuðu það sem þeim sýndist.
En sá tími er liðinn og gott að þeir sjá það svart á hvítu.
Kominn tími til að aðlaga sig nútímanum.
Héraðsvatnafriðun er síðan áfall fyrir Kaupfélag Skagfirðinga sem hefur fjárfest í samræmi við gömlu hugmyndafræðina.
Þingmaður Framsóknar botnaði það svo skemmtilega í viðtali.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2016 | 09:48
Stíflað fréttanef Moggans ? Aumur fréttaflutningur.
Óttalega er nú Mogginn hallærislegur.
Fyrrum gjaldkeri Samfó sem er ekki kjörinn fulltrúi á þingi eða sveitastjórn er aðalmálið hjá Íhaldssneplinum.
Einhver hefði nú ályktað að það væri áhugaverðara að fjalla um aflandsfélög Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra auk aflandfélaga formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
En þar sem MOGGGINN er pólítískur flokksnepill stjórnarflokkanna er ekki á það minnst nema í smáaletursgreinum á blaðsíðu innarlega.
Þetta er ákaflega ófagleg vinnubrögð.
Svo mætti þá kannski nefna að þetta er eini maður sem hefur þó tekið það alvarlega og axlað ábyrgð á meintu óhæfi.
Það dettur íhaldselítunni ekki í hug.
![]() |
Á þremur aflandseyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2016 | 20:57
Búttaðir ríkisbubbar stjórna Íslandi.
_____________
Formenn stjórnarflokkanna eiga félög í útlöndum og áttu og eiga þar peningaupphæðir sem venjulegir íslendingar krónuhagkerfi SDG og BB þekkja ekki.
Þetta eru mennirnir sem stjórna Íslandi og ekkert er þeim eins fjarlægt og að deila kjörum með óbreyttum íslendingum.
Reyndar er furðulegt að menn af þessari gerð skuli kosnir til forustu.
En þeim finnast þetta ekkert mál, annar vissi þetta ekki og hinn rífur kjaft og svarar með hroka.
Þarf nokkuð að spyrja um siðlegu hlið þessa máls ?
Held ekki.
Það er kominn tími til að skipta þeim útaf.
Þeir hafa enga þekkingu eða skilning á lífi almennra borgara.
Milljarðamæringar eiga ekki að halda um stjórnartauma í siðmenntuðum ríkjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2016 | 19:12
14 blaðsíðna viðtal við sjálfan sig.
______________
Merkilegt viðtal SDG við sjálfan sig og konu sína birtist á bloggsíðu viðkomandi.
Auðvitað er best að eiga viðtal við sjálfan sig og fá réttu spurningarnar til að geta gefið réttu svörin.
Reyndar er þetta viðtal SDG við SDG svo langt og þvælukennt að það er erfitt að halda athygli.
En niðurstaðan er einföld.
Hann gerði allt rétt og Ísland á honum allt að þakka.
Síðast og ekki síst er hann enn og aftur fórnarlamb leiðinlegra andstæðinga.
Gott að fá einfalda og sannfærandi niðurstöðu í mati á eigin stöðu.
Frábært mál.
Bloggar | Breytt 28.3.2016 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 820354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar