Fullkomlega óhæfur forsætisráðherra.

Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala, segir starfsemi spítalans ekki þola nýja staðarvalsgreiningu eða frekari bið. Ummæli forsætisráðherra um að reisa eigi spítala við Vífilsstaði séu til þess fallin að skapa óöryggi og erfiðleika.

_______________

Það líður varla sú vika að forsætisráðherrann svokallaði varpi ekki fram einhverju rugli.

Það er hreinlega að verða áhyggjuefni að fylgjast með því sem vellur út um glugga og gáttir Stjórnarráðsins.

Það er stórmerkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera tilbúinn í að bakka upp SDG í embætti forsætisráðherra, eða kannski, hvað lætur maður sig ekki hafa fyrir völdin.

Sannarlega gerði forsætisráðherrann, svokallaði, sig sekan um að gera lítið úr K. Júl heilbrigðisráðherra með ummælum sínum um staðsetningu Landspítala.

En verra var að hann er að valda óöryggi og vandræðum á sjálfum spítalanum.

Forstjórinn skaut að vísu ráðherrann niður með föstum skotum.

Auðvitað á ekki að taka neitt mark á SDG, hann er ekki marktækur.

En hann er víst forsætisráðherra í umboði Sjálfstæðisflokksins, þannig að menn neyðast til að hlusta á bullið, sama hversu vitlaust það nú er.

En spurning dagins er.

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að halda áfram að styðja þennan mann í þetta hæsta enbætti þjóðarinnar.

Hann er þar á þeirra ábyrgð.

Þarna er hann að valda ómældu tjóni alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband