Færsluflokkur: Bloggar

Allt í plati hjá Framsókn.

2016 Allt í platiÞingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi.

Þá liggur það fyrir.

Lofoðið sem skilaði Framsókn miklu fylgi 2013 var bara í plati.

Varaformaðurinn var nógu heiðarlegur að segja það hreint út, eitthvað sem aðalformaðurinn treysti sér ekki til.

 Þá vita kjósendur það í haust hvað er að marka kosningaloforðin á þessum bænum.

Það virðist þessar stjórn meira að segja ofviða að koma frá sér þingmálalista. Kannski verður hann bera klár í haust.

Vonandi fer það ekki eins og oft áður, gullfiskaminni kjósenda er viðbrugðið.

Íslendingar sitja því uppi með verðtrygginguna eins og allt hitt, höftin, tollaverndina og allt sem þessu fylgir fyrir kjósendur.

Vonandi kjósum við til valda öfl sem þora að breyta og koma okkur inn í framtíðina.

Tími moldarkofanna líður undir lok með Framsókn.


Að tala um framtíðina.

Hús­fyll­ir var í Iðnó í dag þegar fund­ur und­ir yf­ir­skrift­inni „Eig­um við að vinna sam­an?“ fór fram. Fund­ur­inn var hald­inn að frum­kvæði Magnús­ar Orra Schram, en var ekki hluti af fram­boði hans til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

________________

Loksins koma einhverjir og vilja tala um annað en fortíðina.

Undafarin misseri hafa flestir stjórnmálamenn verið fastir í neikvæðri um ræðu og rifrildi um fortíðina.

Það því ánægjulegur vorblær að blásið sé til ráðstefnu um framtíðina.

Fortíðin er merkilegt fyrirbæri sem á sannarlega að skrá í sögubækurnar og allir eiga að læra af því sem þar gerðist.

En það sem skiptir mig, börnin mín og barnabörnin er framtíðin.

Við erum nefnilega á leiðinni inn í framtíðina og það er þar sem leynist það sem skiptir máli fyrir okkur öll.

Orka allt of margra er að hamast í fortíðarumræðu og kenna öllum um hitt og þetta  sem illa gekk og þakka sjálfum sér það sem gott var.

Það er því verulega ánægjulegt að sjá hóp fólks koma saman og pæla í framtíðinni.

Hefði gjarnan vilja vera á staðnum.


mbl.is Vilja reka heiðarleg stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbabrellur heilbrigðisráðherra.

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, staðfesti á Alþingi í dag að með nýju frumvarpi til laga um sjúkratryggingar sem nú liggur fyrir þinginu sé ekki ráð fyrir því gert að dregið verði úr heildarkostnaðarþátttöku sjúkra. Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu, spurði ráðherrann beint um þetta eftir að Kristján Þór lagði fram frumvarp um sjúkratryggingar. Greiðslur færast frá einum hópi sjúkra yfir til annarra en heildarhlutdeild sjúkra í kostnaði við heilbrigðiskerfið mun ekki lækka og verða áfram 20%. Veikir munu áfram greiða um fimmtung þjónustunnar sem er mun hærri hlutdeild en þekktist fyrir nokkrum áratugum þegar skattfé fjármagnaði félagslegt heilbrigðiskerfi að mestu. Þátttaka sjúkra í kostnaði hefur tvöfaldast á tveimur áratugum.

( Hringbraut )

Heibrigðsráðherra mætti í fjölmiða og kynnti með miklum bravör að hann væri að beita sér fyrir umralsverðri breytingu á kostnaðarþátttöku sjúklinga.

Margir glöddust og töldu að ráðherra hefði orðið fyrir yfirnáttúrlegum sinnaskiptum.

En nú er það ljóst.

Þetta var barbabrella heilbrigðisráðherra.

Sjúklingar halda áfram að greiða jafn mikið og áður, breytingin er því að sumir borga meira en aðrir minna.

Réttlátt í sjálfu sér en breytir engu hvað varðar hugarfar ríkisstjórnarinnar.

Hún og heilbrigðisráðherra ætla engu að breyta og kostnaðarþátttaka veikra verður sú sama og áður.

Auðvitað því það þarf að ráðstafa þessum aurum til að lækka veiðigjöld og lækka skatta á hátekjufólk.

Það er réttlætismál að koma þessari ríkisstjórn frá völdum.

Við viljum samfélag jöfnuðar og réttlætis en ekki kokkeríið frá K.Júl og co.


Hægri íhaldsflokkarnir að drepa framhaldsskólana.

For­dæma­laus staða er kom­in upp í rekstri Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri að sögn Sig­ríðar Huld­ar Jóns­dótt­ur skóla­meist­ara. Þetta kem­ur fram í frétt á vef skól­ans þar sem fram kem­ur að ríkið greiði ekki rekstr­ar­fé til skól­ans fyrr en upp­safnaður halli síðustu tveggja ára hafi verið end­ur­greidd­ur rík­is­sjóð. Því hafi skól­inn lítið eða ekk­ert getað greitt fyr­ir nauðsyn­leg aðföng til skól­ans, reikn­ing­ar hrann­ist upp og á þá eru komn­ir drátt­ar­vext­ir.

__________________

Grunnstoðir þjóðfélagsins eru í uppnámi vegna óstjórnar hægri íhaldsflokkanna.

Framhaldsskólanir eru fjársveltir og rekstur þeirra jafnvel að stöðvast.

Allir vita hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfinu, þar hriktir í hverri stoð.

Landhelgisgæslan er rekin á lyginni og löggæslan er undirmönnuð og fjársvelt.

Svona mætti lengi telja.

En þeir sem ekki þurfa að hafa áhyggjur af stöðu mála undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins eru ríkari lög þjóðfélagins.

Peningar eru fluttir í milljarðavís til stórútgerða, stóreignamanna og þeirra sem eiga skjól í velviljum íhaldsflokkum.

Niðurstaðan er hreinlega sú að það er orðið forgangsmál og lífsnauðsynlegt að losna við þessa flokka frá völdum.

Það verður að stjórna þessu landi með jöfnuð og heiðarleika að leiðarljósi.

Annars mun illa fara.


mbl.is Fordæmalaus staða í sögu skólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta með Framsóknarmenn ?

Dag­inn eft­ir að ljóst var að hann yrði sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sendi hann til­mæli til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um að veita fjór­um aðilum styrki af skúffu­fé hans sem ut­an­rík­is­ráðherra, að því er Frétta­blaðið grein­ir frá.

__________________

Einhvervegin er maður hættur að verða hissa þegar sambærlegar fréttir berast af stjórnmálamönnum í Framsóknarflokknum.

Af hverju er maður ekki hissa þegar þessi ráðherra á í hlut ?

Ráðherrar Framsóknarflokksins geta ekki áttað sig á hvað er við hæfi og hvað ekki.

Þessi gjörningur á síðasta degi í embætti dregur fram það versta í stjórnmálamönnum.

Að misnota aðstöðu sína er til skammar.

Að deila út almannafé úr skúffum á síðasta degi í embætti segir meira en nokkur orð um siðferði viðkomandi.

Maður hefði nú haldið að ráherrar Framsóknarflokksins myndu passa sig, en svo var alls ekki.

Ég er næstum viss um að GBS finnst þetta bara í fína lagi.

Ekki alveg viss um að landsmenn upp til hópa séu sammála honum þar.


mbl.is Tæp milljón í styrki á lokadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn - ekkert traust.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að áhrifa­menn í Sjálf­stæðis­flokkn­um hefðu reynt að nýta sér póli­tísk­an glundroða vik­unn­ar á þágu eig­in hags­muna. Þetta sagði hann í sam­tali við Ísland í dag nú fyr­ir stundu.

____________________

Það er öllum ljóst að traust milli þessara flokka er lítið sem ekkert.

Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar mættu til leiks með hundshaus og í fýlu.

Nú stíga fram þingmenn Sjálfstæðisflokksins og lýsa því yfir að þeir hefðu viljað kosningar strax.

SDG er reiður Sjálfstæðisflokknum, það er öllum ljóst, væntalega telur hann að þeir hafi svikið sig.

Ekki má gleyma að hann er formaður Framsóknarflokksins.

Það er ekki gæfuleg staða að hann tali eins og hann gerði í kvöld og sagt er frá í MBL greininni sem þetta blogg er hlekkjað við.

Það dylst engum að þessi svokallaða ríkisstjórn er á brauðfótum, nýtur ekki trausts í þjóðfélaginu og er með reiði og tortryggni í farteskinu.

Hvað BB og Sigurði Inga gengur til að framlegja svona ruslahaug veit enginn, sennilega til að hafa svigrúm til að undirbúa kosningar.

Þessa niðurstöðu hafa þeir þvingað fram í þingflokkunum því hægt og bítandi er fýlan innan úr þeim að leka í fjölmiðla.

En þessi ríkisstjórn er ekki að fara að klára nein mál, til þess er hún allt of veik og trúverðugleikinn enginn.

 


mbl.is Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins um eiginhagsmunasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben í rusli.

Stjórn­ar­andstaðan er í rusli líka,“ svaraði Bjarni spurður að því hvort þeir treystu sér í kosn­ing­ar. Hann sagði alla flokk­ana hafa fengið að finna á því, nema Pírat­ar sem hefðu „skriðið inn á þing“.

Þá vitum við það.

Stjórnarandstaðan LÍKA í rusli.

Bjarni Ben er í rusli.

Það skýrir af hverju hann var svona reiður og pirraður.

Það var svolítið skrítið að sjá hann svona pirraðan.

Hefði átt að brosa hringinn eftir myndun TORTÓLASTJÓRNARINNAR.

Eitthvað var þetta erfitt hjá köllunum.


mbl.is „Stjórnarandstaðan er í rusli líka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefa Sjálfstæðismenn Sigurði Inga fyrir völdin ?

Sig­urður Ingi er í hópi þeirra þing­manna sem á sín­um tíma samþykkti að Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, yrði dreg­inn fyr­ir Lands­dóm. Spurður hvort það kann að hafa áhrif á gang mála nú svar­ar Vil­hjálm­ur:

_________________

Sjálfstæðismenn hafa haft þá grundvallarsýn að þeir sem sendu Geir Haarde í Landsdóm eigi ekki upp á pallborðið.

Að vísu tóku þeir Sigurði Inga og Eygló í sátt vegna myndunar ríkisstjórnar enda völdin dýrmæt.

En nú á eftir að reyna á hvort fyrirgefningin nær það langt að þeir verði tilbúnir að láti slíkan syndahafur stjórna sér í ríkisstjórn.

Það væru í reynd stórtíðindi og sýndu svart á hvítu hvað völdin eru flokknum nauðsynleg.


mbl.is Þátttaka í Landsdómi gleymist seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 820353

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband