Virkjanavaldið kveikir ekki á nútíma veruleika.

Ákvörðun verkefnastjórnar rammaáætlunar um að setja Héraðsvötn og Skjálfandafljót í verndarflokk er áfall fyrir Norðlendinga að mati stjórnarformanns Hrafnabjargarvirkjunar. Formaður umhverfisnefndar Alþingis segir að verðmæti vatnsfalla á Norðurlandi felist ekki í að virkja þau.

_____________

Talandi um áfall.

Það er manni nokkuð áfall að sjá að forsvarsmenn virkjanabráðlæðisins skulu telja það áfall fyrir Norðurland að Aldeyjarfossi og Hrafnabjargafossi skuli vera hlíft við eyðileggingu.

Að eyðileggja það svæði hefði verið ígildi þess að eyðileggja Dettifoss og Gullfoss.

Þeir hafa enn ekki áttað sig á að verðmæti sé í fleiru en orkuöflun og raflínum ættu að skoða hvað er að gerast á Íslandi.

Svæðið við Skjálfandafljót er framtíðarperla ferðamála á Íslandi.

En það sjá virkjanafurstar flestir ekki, þeir eru enn staddir á síðustu öld þegar virkjanamenn réðu ferðinni og virkjuðu það sem þeim sýndist.

En sá tími er liðinn og gott að þeir sjá það svart á hvítu.

Kominn tími til að aðlaga sig nútímanum.

Héraðsvatnafriðun er síðan áfall fyrir Kaupfélag Skagfirðinga sem hefur fjárfest í samræmi við gömlu hugmyndafræðina.

Þingmaður Framsóknar botnaði það svo skemmtilega í viðtali.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband