Færsluflokkur: Bloggar

Naustaborgir - grafreitir í bland við útivist.

Naustaborgir júlí 2010-2345Í nýju aðalskipulagi Akureyrararbæjar er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði í Naustaborgum. Þar eiga að vera fjögur aðskild greftrunarsvæði en klappsvæði milli þeirra tengjast opnum svæðum í nágrenninu og geta nýst til útivistar. Eins og Vikudagur greindi frá í haust höfðu Kirkjugarðar Akureyrar óskað eftir því við bæjaryfirvöld að útbúa nýjan kirkjugarð í Naustaborgum og að þar verði framtíðarsvæði garðsins. Plássið á Naustahöfðanum minnkar hratt og verður orðið fullt eftir um 20 ár.

( vikudagur )

Þegar undirritaður var í skipulagsnefnd fyrir margt löngu komu fram hugmyndir frá ráðamönnum í kirkjugarðageiranum að setja niður grafreiti í Naustaborgum. Þetta var árið 2007 skömmu eftir að aðalskipulagið var samþykkt 2006.

Í því skipulagi var gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði á landamerkum Akureyrar og Hörgársveitar, sem væri alveg úr tengslum við núverandi aðstöðu á Höfðanum en þó nær Lögmannshlíðargarði.

Persónulega var ég langt frá því að vera sáttur við þá staðsetningu en fékk strax áhuga á hugmyndinni sem sett var fram í tillögum Kirkjugarða Akureyrar. Að mínu viti færi bara vel á slíkri lausn í Naustaborgum sem eru á hentugra svæði og hugmyndin spennandi. Kirkjugarðar eru fjölsóttustu útivistarsvæði landins, hvar sem er.

Settar voru fram hugmyndir þar sem grafreitir yrðu á nokkrum afmörkuðum svæðum en þó í góðum tengslum við almenna göngustíga og aðra útivist.

En svo þagnaði umræðan, margir fulltrúar samtíða mér í bæjarmálum féllu ekki fyrir þessari nýstárlegu hugmynd.

Nú er hún sett fram í nýrri tillögu að aðalskipulagi og reitur á landamerkjum í norðri felldur út.

Ég fagna því. Framkvæmd í þessa veru mundi auka veg Naustaborga sem útivitarsvæðis og afmarkaðir grafreitir, vel hirtir og fjölsóttir bættu í mikilvægi þessa svæðis.

En auðvitað þarf að vanda sig og vanda sig mikið. Vanda þarf staðsetningu reitanna, vanda þarf alla vinnu á undirbúningstíma og skapa þarf sátt um hugmyndina sem óneitanlega er sérstök og afar frumleg.

Vona sannarlega að þetta verði lausnin og kannski fær maður bara lóð þarna í fyllingu tímans ef heppnin er með.

 


Fjárlagafrumvarp Sjálfstæðisflokksins.

Þar seg­ir enn frem­ur að eng­in merki sé um stefnu­breyt­ingu eða sér­stak­ar til­lög­ur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa vel­ferðarflokks inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Inn­koma VG í rík­is­stjórn og þeirra áhrif á rík­is­fjár­mál­in séu því afar tak­mörkuð.

_____________________

Flest bendir til að framlagt fjárlagafrumvarp sé alfarið á vegum Sjálfstæðisflokksins.

Nokkrar upphæðir eru hækkaðar, flestar lítilega frá frumvarpinu frá í haust.

Það dylst engum að Vinstri grænir eru áhrifalausir áhorfendur, Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar þessu ferli fá A til Ö

Gert er lítið úr varaformanni Framsóknarflokksins, hennar eina mál sett út fyrir sviga, engin lækkun á vsk á bækur.

Í reynd kemur þetta fáum á óvart, VG var ekki ætlað að hafa nein áhrif í þessari ríkisstjórn.

Þeir fengu blúnduembætti og eiga að láta það duga.


mbl.is Telur almenning illa svikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur heiður Lilju Alfreðsdóttur farinn.

Þeir sem starfa í bókageiranum eru ákaflega vonsviknir vegna tíðinda sem finna má í nýjum fjárlögum, þess efnis að fresta eigi afnámi virðisaukaskatts á bækur. En, segja má að Félag íslenskra bókaútgefenda hafi lagt allt í að berjast fyrir þessu máli. Og hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og nýr menntamálaráðherra, verið lofuð og prísuð í þeim ranni vegna framsögu sinnar í því máli.

Og þá ekki síður neytendur sem trúðu Framsóknarflokknum og Lilju Alfreðsdóttur.

Það er svo sem engin nýlunda að kosningaloforð Framsóknarflokksins séu lítils virði.

Lilja Alfreðsdóttir flaug hátt og boðaði þetta bæði á síðast þingi, í kosningabaráttunni og í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Auðvitað var það svo allt í plati því BB ræður þessu og allir muna hver réði þegar skatturinn var settur á.

Sem sagt, allt í plati hjá ríkisstjórninni í þessu máli og mörgum öðrum.

Verst er þetta fyrir Lilju Alfreðsdóttur sem lagði stjórnmálalegan heiður sinn undir í þessu máli.

Nú er trúverðugleiki hennar horfinn eins og glöggt má sjá á umræðu dagins.


Hernaðaruppbyggin hafin í Keflavík á vakt Vinstri grænna.

2017 herstöðÍsland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.

Þá vitum við það fyrir víst.

Hernaðaruppbyggin hafi á Íslandi á ný, nú á vakt Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna.

Hefðu þótt nokkur tíðindi hér áður fyrr.

En auðvitað verður þetta, VG hefur ekkert um þetta að segja og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn hafa alltaf verið mjög áfram um að hafa herstöð á Íslandi.

Það hefur ekkert breyst.

En núna verður það tekið í nokkrum skrefum svo almennir flokksmenn VG taki ekki eftir því.  cool


Að svíkja land og þjóð og jörðina sjálfa.

2017 stubbarÁkveðið hefur verið að loka gróðrarstöð Barra á Fljótsdalshéraði. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa gefist upp á sviknum loforðum um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Helmingi færri tré eru gróðursett nú en fyrir tíu árum.

Loforð og umræða í loftlagsmálum á Íslandi er innantómt kjaftæði.

Kolefnisbinding og annað fínt í tali stjórnmálamanna á Íslandi er til heimabrúks á 17. júní og öðrum tyllidögum.

Raunveruleikinn er allt annar.

Skógrækt sem var á mikilli uppleið fyrir áratug er svipur hjá sjón og ekkert sem bendir til að umræða stjórnmálamanna sé annað en innantómur vaðall ætlur til þess að blekkja umheiminn og landsmenn.

Skógrækt á Íslandi er nánast hrunin og fyrirtækin sem að henni standa að gefast upp og loka.

Á meðan situr forsætisráðherra á loftslagsráðstefnu í París og skrökvar í heimsbyggðina.

Ísland er því miður ekki að standa við neitt í loftslagsmálum.

Erum við með handónýt stjórnvöld sem bara blaðra og tuða út í bláinn án þess að gera nokkuð í málum ?

Flest sem bendir til þess.


Alvarlegur ímyndarvandi sjávarútvegsráðherra.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ætla að meta hæfi sitt ef mál komi upp í hans starfi sem snerta Samherja sérstaklega. Hann sat í stjórn Samherja í fjögur ár, þar af eitt og hálft sem stjórnarformaður, og fyrirtækið hefur tvisvar styrkt prófkjörsbaráttu hans.

(ruv.is)

Sjávarútvegsráðherra á við alvarlegan ímyndarvanda að glíma.

Reynir að verja sig í löngum pistli enda mun trúverðugleiki hans í þessu embætti verða dreginn í efa.

Ímyndarvandinn er ekki bundinn við Samherja einan, í ljósi stærðar og áhrifa þess félags í samtökum sjávarútvegsins nær vandinn langt út fyrir fyrirtækið Samherja eitt og sér.

Vestfirðingar muna vafalaust árin sem núverandi ráðherra var bæjarstjóri á Ísafirði og jafnframt innherji í Samherja.

Kannski hafa Vestfirðingar fyrirgefið það, veit það ekki.

En hvort sem það verður með réttu eða röngu, trúverðugleiki ráðherrans verður endalaust í umræðunni og baggi sem hann losnar ekki við sama hvað.

Reyndar sérkennilegt að flokkurinn og ráðherrann skuli ekki hafa séð þetta fyrir, reyndar ætti að skrifa þessa skipan á dómgreindarleysi formanns flokksins.


Plottið hjá VG gekk upp af því allir treystu Kötu.

Ég tók eftir því að karlgreyið varð heldur lúpulegur við þetta ákall. Hann líkt og fraus þarna upp við vegginn, báðar hendur niður með síðum, sú vinstri kreppt utan um dreifimiðana.

( Stundin grein eftir Þórarinn Leifsson )

Upplýsandi grein á Stundinni.

Þórarinn Leifsson nær að ramma inn það sem margir halda og sumir vita.

VG var á leið í stjórn með stóru strákunum löngu fyrir kosningar, hversu löngu vita þau ein.

Þetta plott gekk upp af því enginn vildi trúa því að Katrín Jakobsdóttir skrökvaði eða væri í baktjaldaplotti.

Steingrímur talaði af sér í flugvél en allir vildu trúa því að Katrín væri svo engilhrein að ekkert svona gæti gerst.

Svo komu viðræður til vinstri, sem allir vita í dag að var plat og sýndarmennska.

En svo gerðist það, eins og sumir höfðu spáð.

Það var meira gaman í sandkassanum hjá spilltu stóru strákunum.

Það gekk upp af því flestir treystu Kötu.

Nú er spurt, var hún traustsins verð ?


Mengaður Eyjafjörður - girðum okkur í brók.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2571Fyrir rúmum 20 árum var Pollurinn og innanverður Eyjafjörður mjög mengaður af skolpi.

Holræsi í tugatali fluttu gríðarlegt magn úrgangs beint úr salernum bæjarbúa í Polinn. Æskuminningar okkar krakkanna á Oddeyri litast nokkuð af þeim óþverra og mengun sem voru sýnilegar á fjörum á sunnanverðri Eyrinni alla daga, allan ársins hring.

Upp úr 1990 var farið að huga að því að koma skolpinu burtu frá Pollinum og leiða það á einn stað norðan Sandgerðisbótar, sunnan Krossaness.

Þetta hefur tekist og mengun í Pollinum og við strendur sunnan Oddeyrar er hverfandi þó fullnaðarsigur hafi ekki unnist.

Kræklingur sést á ný og greinilegt að vel hefur tekist til.

En lokahnykkinn vantar og það hefur dregist úr hömlu að ljúka þessu verki.

Það vantar að hreinsa, allt skolp og úrgangur fer algjörlega óhreinsaður í Eyjafjörðinn út af Sandgerðisbótinni.

Mælingar sýna að sjór er mjög mengaður saurgerlum sunnan Krossaness, að Glerárósum enda er þarna innstraumur og mælingar sýna þarna mjög há gildi.

Heilbrigðisfulltrúi tilkynnti þess vegna Akureyrarbæ að hann legðist gegn bráðabirgðahúsnæði velferðarráðs við Glerárósa.

Þar eru gildi allt of há allan ársins hring til að þar sé í boði að koma fyrir íbúðarhúsnæði af einhverjum toga.

Sú tímabundna mengun sú sem við höfum séð höfðuðborgarbúa hafa stórkostlegar áhyggjur af búa íbúar við Eyjafjörð við alla daga, allan ársins hring.

En af hverju dregst svona úr hömlu að gera eitthvað í málum ?

Þetta er dýr framkvæmd og einhvernvegin er svona málum oftast forgangsraðað aftast í framkvæmdaröðina, kannski ekki nægilega sýnilegt þeim sem ráða.

Það var því jákvætt þegar Norðurorka tók yfir málið og maður reiknaði nú með að eitthvað gerðist.

En viti menn, það gerðist ekki neitt nema þetta var boðið út, ekkert tilboð kom og þá var bara hætt og nú hafa engar framkvæmdir verið á þessu svæði í meira en eitt ár og styttist í tvö árin.

Það er algjörlega óásættanlegt að íbúar á svæðinu þurfi að búa við þetta ástand ár eftir ár eftir ár vegna þessa og hins.

Bæjaryfirvöld og Noðurorka verða að girða sig í brók og halda þessu áfram, svona gengur þetta ekki lengur.

Ef enginn innlendur verktaki vill taka þetta að sér verður að leita annarra leiða, þær eru til.    

Formaður Heilbrigðisnefndar NA.    

 

Útrásin við Sandgerðisbót.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2569


Linur forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, sé vonbrigði.

Mest allur heimurinn fordæmir Trump forseta Bandaríkjanna fyrir aðgerðir í málefnum Jerúsalem.

En fyrir forsætisráðherra Íslands eru þetta aðeins " vonbrigði "

Ekki annað hægt að segja um þessa linku, þau eru " vonbrigði "

Það verður að gera þá kröfu til ráðamanna á Íslandi að þeir taki af sér flókaskóna og fordæmi svona rugl

En kannski á þetta bara að vera mjúkt og sætt hjá nýrri ríkisstjórn ?


Svandís í gær - Svandís í dag.

2017 svandosSvandís Svavarsdóttir hefur alltaf haft það orð á sér að vera stefnuföst og ákveðin.

Svandís fyrir einu ári og Svandís í dag eru tvær ólíkar manneskjur.

Orðspor um stefnufestu og heiðarleika endist stundum stutt þegar borin eru saman orðræður og fullyrðingar í gær og horft upp á annað í dag.

Satt að segja kom þetta mér mikið á óvart með þennan ágæta þingmann en nú erum við upplýstari um stefnufestuna og heiðarleikann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband