Vinstri grænir á rauðu ljósi.

Úrslit kosninga um helgina hljóta að hreyfa við forustusveit Vinstri grænna.

Flokkurinn tapar illa á mörgum stöðum, tapar bæjarfulltrúum sínum í Kópavogi og Hafnarfirði og engu munaði að eins færi í Reykjavík.

Flokkurinn tapaði víða án þess þó að missa menn.

Eini ljósi punktur flokksins var í Skagafirði og þar nutu þeir góðs af miklu afhroði Framsóknar á Skagfirska efnahagssvæðinu sem er sérstakt.

Það er sótt að VG frá vinstri og Sósilalistaflokkurinn er í dauðfæri að reita af þeim fylgi.

Þar með fá harðir vinstri sinnar valkost eftir að VG gekk bótalaust inn í Valhöll.

Ríkisstjórnarsamstarfið á eftir að fara illa með VG, jafnvel gætu farið neðar og verr út úr þessu en Samfylkingin sem datt næstum af þingi 2016.

Ef forustan heldur áfram að kyssa á vönd hægri flokkanna gæti VG hreinlega horfið af þingi í næstu kosningum.

Síðasta könnun MMR sýndi VG í 12% og ríkisstjórnina neðan 50%.

VG stefnir lóðbeint í úrýmingarhættu af þingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 8.11.2017:

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kolféll fyrir tíu dögum og nú á það sem sagt að vera hlutverk Vinstri grænna að endurreisa þá ríkisstjórn, sem Björt framtíð og Viðreisn stórtöpuðu á að taka þátt í og Vinstri grænir hefðu að sjálfsögðu einnig gert.

Og ekki kemur heldur á óvart að Hjölli Gutt þykist geta verið aftursætisbílstjóri í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði langstærstur og stjórnaði því sem hann vildi stjórna eins og hann gerði í síðustu ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 28.5.2018 kl. 18:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 26.11.2017:

Katrínar og Bjarna barn,

bráðum kemur undir,
æði kalt þó undir hjarn,
engar grænar grundir.

Undir verður alltaf hjarn,
ekkert kemur vorið,
engra það er óskabarn,
út það verður borið.

Þorsteinn Briem, 28.5.2018 kl. 18:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 26.11.2017:

Ansi Katrín er nú stutt,

ekkert grey þó skarnið,
helvítið hann Hjölli Gutt,
hann á bara barnið.

Þorsteinn Briem, 28.5.2018 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband