Ónýtur heilbrigðisráðherra - vond ríkisstjórn.

Alzheimersamtökin óskuðu fyrr á þessu ári eftir rekstrarleyfi fyrir 30 dagdvalarrými til viðbótar fyrir fólk með heilabilun. Heilbrigðisráðuneytið synjaði beiðninni þar sem hún rúmaðist ekki innan fjárlaga og þar sem nýr rammasamningur um þjónustuna milli sjúkratrygginga Íslands og fyrirtækja í velferðarþjónustu væri í bígerð. Formaður Alzheimersamtakanna segir að synjun frá ráðuneytinu sé mikil vonbrigði. Þörfin fyrir fleiri dagdvalarrými sé gríðarlega brýn.

Það er nokkuð sama hvert litið er á Íslandi, allstaðar er niðurskurður, skortur á fjárframlögum og gagnslaus ríkisstjórn.  Stofnar hverja nefndina á fætur annarri og síðan ekki söguna meir.

Löggæslan sker niður og glímur við fjárskort.

Heilbrigðiskerfið molnar niður og fjárframlög duga ekki fyrir nauðsynlegri þjónustu sbr þessa frétt sem vitnað er í hér fyrir ofan.

Vegirnir molna niður og nýframkvæmdir afar takmarkaðar.

Mikla fjármuni vantar í rekstur á vegum sveitarfélaga sem ríkið fjármagnar, sbr skort á rekstarfé til öldrunarheimila.

Framhaldsskólanir svelta.

Og margt margt fleira sem of langt mál er að telja upp.

Og hvað gerir ríkisstjórnin ?

Lækkar skatta um milljarða.

Lækkar veiðigjöld.

Stofnar nýjar nefndir.

Stofnar nefndir til að rýna niðurstöður fyrri nefnda.

Fjármálaráðherra talar til þjóðarinnar af hroka og yfirlæti.

Heilsbrigðisráðherrann er ráðalaus.

Forsætisráðherrann er eins og bergmál af fjármálaráðherra.

Einn ríkisstjórnarflokkurinn er horfinn.

Ríkisstjórnin er dauf og framkvæmir lítið.

Þessi ríkisstjórn er þjóðhættuleg og merkilegt hvað landsmenn eru daufir og láta lítið í sér heyra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband