Og þá brast á harðæri og kreppa.

Það hefur verið áhugaverð umræða í landinu að undanförnu.

Það styttist í að kjarasamningar renni sitt skeið á enda hjá stórum hluta verkalýðshreyfingar. Mjög margir samningar eru lausir um áramót og þá þarf að bretta upp ermar og semja.

Fram að þessu hefur ríkt gríðarlegt góðæri samkvæmt umræðu stjórnmálamannanna.

Útgerðir hafa grætt á tá og fingri, glæný glæsiskip birtast í röðum og arðgreiðslur fyrirtækjanna til eigenda sinna hafa verið stjarnfræðilegar.

Bankar og fjármálafyrirtæki græða á tá og fingri og hagnaður þeirra skiptir milljörðum, jafnvel tugum milljarða.

Ástandið í þjóðfélaginu var með þvílíkum ágætum að stjórnmálamenn skömmtuðu sér tugi prósenta í launahækkanir, forstjórar og bæjarstjórar rökuðu til sín launahækkunum, allt að 50%.

En svo var komið fram á mitt ár 2018.

Skyndilega dró ský fyrir sólu,ekkert eftir til skiptanna, útgerðin þurfti miklar veiðigjaldalækkanir og harmagrátur vinnuveitanda hófst.

Nú var nefnilega komið að hinum almenna launamanni í landinu. Nú var komið að því að semja á vinnumarkaði við hinn óbreytta pöpul sem hafði borið heldur skarðan hlut frá borði miðað við þann dans sem leikinn var í efri lögum þjóðfélagins þar sem sjálftökuliðið skammtaði sér launahækkanir að vild og milljarðar voru greiddir í arð út úr félögum og fyrirtækjum.

Og eins og oft áður brast á með harðæri, kreppu og hættu á hruni á vinnumarkaði vegna gríðarlega hárra krafna verkalýðsfélaga fyrir hönd sinna félagsmanna.

Nú var komið að því að semja í vinnumarkaði.

Engar kröfugerðir hafa litið dagsins ljós enn sem komið er en vinnuveitendum og stjórnmámamönnum í meirihlutaflokkunum þykir vissara að láta lýðinn vita að nú sé allt búið.

Uppétið af þeim sem skammta sér sjálfir.

Kjaraviðræður sem eru framundan verða áreiðanlega þungar og erfiðar.

Allt búið eins og fjármálaráðherrann tilkynnir og forsætisráðherrann bergmálar.

Framundan er þungur vetur og barátta framundan.

Ekkert eftir til skiptanna, en við vitum betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband