Ríkisstjórnin á leiðinni í stríð á vinnumarkaði.

jarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýnir verkalýðshreyfinguna harðlega í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir margar af kröfugerðum verkalýðsforingja ekki eiga heima í kjaraviðræðum. „Menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Fæstar af þessum yfirlýsingum snúa að því sem á að ræða við samningaborðið,“ er haft eftir Bjarna. „Kjaraviðræður á almenna markaðnum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld.“

Bjarni Benediktsson lætur glamra í vopnum, hann er á leiðinni í stríð við verkalýðshreyfinguna.

Hann og félagar hans í elítunni eru búnir með allt svigrúm til launahækkanna, ekkert eftir handa þeim óbreyttu á gólfinu.

Persónlega fékk hann 45% hækkun og boðar að nú sé ekkert eftir handa verkafólki með 300.000 á mánuði.

Hækkuninn hans persónulega var hærri en þau heildarlaun.

Það er ljóst að þessi ríkisstjórn á sér ekki langra lífdaga auðið ef ríkisstjórnin þar með taldir VG liðar eru sama sinnis.

Bjarni getur ekki unnið stríð við verkalýðshreyfinguna með hroka og stærilæti.

Líklega væri skynsamlegt að slíta þessari ríkisstjórn og mynda nýja sem hefur aðrar og betri áherslun en hinn hrokafulli fjármálaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband