Færsluflokkur: Bloggar

Trúnaðarbrestur forsætisráðherra.

Ef stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka verða ekki við tilmælum um laun æðstu stjórnenda er kominn upp trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnvalda, segir forsætisráðherra.

Forsætisráðherra talar um trúnaðarbrest.

Kannski er ráðherrann lýsandi dæmi um þann sem sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga.

Forsætisráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna sem tók við tuga prósenta launahækkun  þegar almennum launamönnum standa til boða 4%.

Trúnaðarbrestur hennar er líklega enn stærri en þeirra sem hún gagnrýnir.

Trúnaðarbrestur hennar og annarra stjórnmálamanna sem tóku við 45% launahækkun er mikill

Það hvarflar ekki að henni að segja sig frá því og skila til baka.

En tilbúinn að gagnrýna aðra fyrir sömu sakir.

Og svo talar hún um trúnaðarbrest, trúnaðarbrestur hennar er gagnvart almennu launafólki á Íslandi.


Tárvotur bankastjóri.

„Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur.

Bankastjóri Arionbanka var tárvotur og beygður í viðtali.

Engir bónusar hjá honum vegna lélegrar fjárfestingastefnu. Margar rangar ákvarðanir drógu úr hagnaði bankans sem þó var talinn í milljörðum.

Vesalings bankastjórinn sem er þó með 6,2 milljónir á mánuði í laun var samt ákaflega beygður yfir að fá ekki meira í eigin vasa.

Svo fannst honum ríkið ( fólkið í landinu ) frekt að heimta sífellt meira í skatta og skyldur.

Bankagreyjið hefur þó hangast um milljaratugi síðustu ár.

Gróði sem viskiptavinir þeirra skapa með þeim okurgjöldum sem bankinn innheimtir.

Það er ljóst að þessi ágæti bankastjóri er staddur langt utan þess veruleika sem almenningur þekkir.

Aurar skaða og byrgja sýn.


Bára dulbúin sem Gunnar Bragi ?

2019 klausturMeðal þess sem kem­ur fram í bréf­inu er að Bára hafi forðast að vekja at­hygli á sér og þannig hafi hún viljað viðhalda og styrkja vænt­ing­ar þing­mann­anna um að þeir ræddu sam­an í ein­rúmi. Þá hafi aðgerðir Báru staðið yfir í u.þ.b. fjór­ar klukku­stund­ir sem gefi til kynna að ásetn­ing­ur­inn hafi ekki aðeins verið styrk­ur held­ur hafi verið tek­inn frá tími til aðgerðanna á kostnað annarra hluta.

Allskonar sérkennilegar kenningar hafa vaðið uppi varðandi meintar hleranir Báru. Hún er sögð hafa hlustað á fyllerísraus nokkurra þingmanna klukkustundum saman og hefði skipulagt allt í þaula. Mætt dulbúin og virðist hafa komist yfir boðaða dagskrá þessa fundar sem fór fram í vinnutíma þingmanna þar sem þeir rausuðu dauðadrukknir á opinberum vettvangi.

Bjórkrá verður seint skilgreind sem lokað afmarkað einkasvæði.

Nú vilja þessir ágætu þingmenn fá upptökur úr myndavélum til að kanna hvernig Bára var klædd og hvernig hún yfirgaf fundinn.

Nýjasta og besta kenningin er að hún hafi dulbúið sig sem Gunnar Braga en eins og allir muna týndi hann fötunum sínum í "blackout" sem varði í 36 klukkustundir.

Það er æsileg kenning að Bára hafi setið við borðið hjá Klaustursrónum sem Gunnar Bragi og hafi þar af leiðandi haft greiðan aðgang að því að taka upp fundinn.

Skemmtileg kenning sem þó kallar á þá spurningu ?

Hvar var orginalinn ?

Líklega kemur það aldrei í ljós vegna þess óminnis sem varði í næstum tvo sólarhringa.


mbl.is Segja upptökurnar skipulagða aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttlæti fjármálaráðherra stutt af Vinstri grænum.

Það verður hins vegar að muna þegar við ræðum þá sérstöku framfærsluuppbót sem sú skerðingarregla á við um að sögulega var hún hugsuð sem framfærsluuppbót fyrir þá sem voru í verstu stöðunni. Þetta var á sínum tíma innspýting stjórnvalda sem átti að beina sérstaklega til þeirra sem voru í veikustu stöðunni. Til að hún myndi ekki dreifast til allra, líka til þeirra sem voru með atvinnutekjur eða aðra framfærslu, þurfti grimmar skerðingar og þær heita í daglegri umræðu króna á móti krónu skerðing. Ef við hefðum ekki haft krónu á móti krónu skerðingu þegar sérstaka framfærsluuppbótin var sköpuð á sínum tíma, það var löngu fyrir mína tíð í ríkisstjórn, hefðu fjármunirnir ekki nýst þeim sem voru í veikustu stöðunni. Þetta verða menn að muna.“

Blablabla

Ríkisstjórnin ætlar ekki að afnema krónu á móti krónuóréttlætinu.

Helsti vandi öryrkja og aldraðra er fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson.

Hann hefur meiri taugar til stórútgerðarmanna og þeirra ríku en þeirra sem minnst mega sín.

Það sér hver maður.

Króna á móti krónu verður ekki afnumið í tíð núverandi fjármálaráðherra sem er svo sannarlega vel studdur af fyrrum sósalistum í Vinstri grænum.

Óréttlætið verður áfram meðan núverandi stjórnarflokkar eru við völd.


Slímug skattakrumla Sjálfstæðisflokksins leitar í vasa almennings.

„Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón.

Sjálfstæðiflokkurinn þykist allaf vera að lækka skatta.

En það er spariumræðan.

Veruleikinn er annar.

Núna leggur undirokaður samgönguráðherra fram tillögu um veggjöld samkvæmt fyrirmælum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Var algjörlega á móti þessu fyrir fáeinum mánuðum.

VG dinglar með eins og vanalega, hafa ekkert að segja í þessu samkrulli.

Slímug skattakrumla fjármálaráðherra seilist nú ofan í vasa almennings og þaðan ætlar flokkurinn að draga 65 milljarða í viðbót.

Þessar tillögur mun lenda með mestum þunga á þeim sem minnst eiga og búa á SV horninu.

Furðulegt ef þetta nær samþykkt á Alþingi.

En kannski ekki, VG er undirokaður flokkur umskiptinga og forsætisráðherra brosmild upp á punt.

Það er hinn sári veruleiki á Íslandi.

 


Furðuskýrsla Sjálfstæðisflokksins.

Umhverfis- og auðlindaráðherra mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök í skýrslu Hagfræðistofnunnar um hvalveiðar Íslendinga. Þá segir hann að í skýrslunni sé ekki að finna útreikninga á því hvaða kostnaður muni hljótast af neikvæðum áhrifum á erlenda ferðamenn sem gætu fylgt stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur.

Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins pantaði skýrslu fyrir Hrein Loftsson.

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins var tryggur þeirri stefnu að fá góða Sjálfstæðismenn til að skrifa skýrsluna eins og tíðkast hefur.

Bjarni fékk Björn Bjarnason og flokkurinn hefur mikið dálæti á Hannesi Hólmsteini þurfi þeir góða skýrslu með réttri niðurstöðu.

Nú fer Kristján Þór sömu leið, fær fyrrum varaþingmann flokksins til að skrifa skýrslu með hagstæðri niðurstöðu fyrir Kristján Loftsson og Sjálfstæðisflokkinn.

Samráðherrar Sjálfstæðisflokksins botna hvorki upp né niður og nú reynir enn og aftur á VG, munu þeir kyngja niðurstöðu Kristjáns Þórs?

Því miður er ég hræddur um að svo verði og hætt við að umhverfisráðherra aðhafist ekkert nema blása aðeins fyrir fjölmiðla.

Nú bíða allir spenntir eftir því hvaða Sjálfstæðismann FLOKKURINN velur til að skrifa næstu skýrslu fyrir góðan pening.


Rugludallar í borgarstjórn Reykjavíkur ?

„Ég er ekki að af­saka fram­kvæmd, kostnað eða skipu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snú­ast um rétta hluti, hluti sem kosn­ir full­trú­ar hafa á und­an­förn­um mánuðum af­bakað og skælt og sér í lagi Vig­dís Hauks­dótt­ir,“ er á meðal þess sem seg­ir í pistl­in­um.

Mörgum er hreinlega nóg boðið að hluta á málflutning borgarfulltrúa úr minnihluta borgarstjórnar upp á síðkastið.

Líkir þeirri umræðu m.a. við leikskólabörn.

Að mínu mati er það móðgun við leikskólabörn að líkja umræðu og máflutningi Vigdísar og Eyþórs við þau.

Það er rétt hjá veitingamanninum hinsvegar að framganga þeirra er hreinlega til skammar og ekkert annað en pólitísk mykjudreifing.

Orðræða þeirra er ekki í neinu samræmi við veruleika þessa máls.

Ekkert annað en leðjuslagur af verstu gerð.

Kemur sannarlega ekkert á óvart með Vigdísi Hauksdóttur er er bara svona stjórnmálamaður, innhaldslaus og ósvífin.

Hélt satt að segja að Eyþór Arnalds væri heiðarlegri, en hann og Heiða hafa fallið í sama far og Vigdís sem veldur mörgum vonbrigðum.

Það er ákveðinn hópur í borgarstjórn Reykjavíkur sem hafa ákveðið að stunda pólitík á þann hátt að ekkert hægt að kalla það annað en rugludallamáflutning.

Vonandi fara þau að ástunda heiðarleg stjórnmál og tala málefnalega um borgarmál, til þessi voru þau örugglega kosin.

 


mbl.is Veitingamaður Braggans ósáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk í Sjávarútvegsráðuneytinu ?

Sjómannafélag Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skora á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni.

Ráðherra sjávarútvegsmála viðist ætla að skera Hafró niður við trog.

300 milljóna niðurskurðarkrafa er hreint brjálæði.

Hvað ráðherra gengur til er óskiljanlegt.

Fjölmiðlar hafa ekki staðið sig í að krefjast svara.

Öll spjót standa nú á ráðherranum.

Kannski svarar hann þó slíkt sé ekki almenn regla hjá núverandi ríkisstjórn.

 


Hvað er hægt að gera ?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur enn ekki kynnt Alþingi skýrslu um umfang skattaskjólseigna Íslendinga þrátt fyrir að hún hafi verið tilbúin tæpum mánuði fyrir kosningar meðan þing var enn að störfum. Bjarni kemur sjálfur fyrir í skattaskjólsgögnum.

(Stundin)

Hvað er hægt að gera ?

Geta spilltir stjórnmálamenn haldið mikilvægum upplýsingum fyrir sig og sleppt því að kynna þær Alþingi ?

Ég er ekki að halda því fram að BB sé spilltur stjórnmálamaður en óneitanlega gefur svona háttarlag þeirri orðræðu byr undir báða vængi.

Auðvitað á þingið að kalla eftir þessu stöðugt og leita úrræða til að þvinga ráðherrann til að gera grein fyrir málinu.

Ekki viljum við að lýðræðisríkið Ísland hafi þá ásýnd að hægt sé að leyna gögnum og draga lappirnar endalaust.

Kannski mætti reyna að höfða til skynsemi og heiðarleika ráðherrans ?

Gæti borið árangur ?


Galnar hugmyndir í boði Vinstri grænna.

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Vinstri grænna, tel­ur að kjötskatt­ur gæti verið rök­rétt skref, bæði til þess að bregðast við áhrif­um kjöt­neyslu á heilsu­far og sem liður í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta sagði þingmaður­inn á Face­book-síðu sinni á föstu­dag, en nán­ar var rætt við hann í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Eins og sumir vita þá eru flestir kjarasamningar í landinu lausir og viðræður ganga hægt eða ekkert. Framundan eru síðan tugir samninga lausir í mars.

Hvað aðhefst ríkisstjórnin til aðstoðar þess að leysa kjaradeilurnar ?

Nákvæmlega ekkert.

Þessi stað dynja ýmsar skattahugmyndir á landsmönnum þessa dagana.

Framsóknarsamgönguráðherrann boðar miklar álögur á vegfarendur á völdum svæðum, skattur sem mun leggjast þungt á þá sem lægstar hafa tekjurnar. Ljóst að ef þessar hugmyndir ná fram að ganga þá fara allar þær launahækkanir sem SA hefur tilkynnt að séu boði farnar í það skattabál og vel það.

Í kvöld hvað svo við vein úr herbúðum VG þaðan sem ekkert hljóð hefur borist lengi enda virðast þingmenn þess flokks falla eins og flís að rassi fjármálaráðherrans.

Nýr skattur í þágu loftlagsmála.

Kjötskattur, skatti sem er ætlað að draga úr neyslu á kjöti með því lagi að gera það dýrara þannig að sumir hafi ekki efni á kaupa og fara að borða annað, væntanlega rófur og blómkál.

Að svona skattahugmynd komi úr ranni VG er hreinlega galið. Forsjárhyggjan kemur kannski ekki á óvart en að enn sé verið að boða skattahækkanir sem leggjast með mestum þunga á heimilin og þá sem minnst hafa.

Kannski finnst þingmanninum í lagi að fátækt fólk geti ekki veitt sér sama munað og þeir sem meira hafa þá á hann að segja það beint út. Ekki fela það í óljósri hugmynd um innlegg í loftlagsmál.

En sannarlega er þetta það vitlausasta sem ég hef heyrt á þessu ári enda ekki nema 6. janúar.

Meðan þingmenn stjórnarinnar keppast við að lýsa nýjum álögum á landsmenn brosa útgerðarmenn hringinn eftir fjögurra milljarða gjöf valdhafanna í formi lækkunnar veiðigjalda.

Viss um að einhverjum stjórnarþingmanninum dettur eitthvað gáfulegt í hug til að toppa þessa vitleysu sem Andrés Ingi Jónsson ræddi í fréttum í kvöld.

 

 


mbl.is Viðrar hugmynd um kjötskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband