Færsluflokkur: Bloggar
9.6.2019 | 10:24
Milljarða niðurskurður á vakt Vinstri grænna.
Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin.
Þá hefur fjármálaráðherra lagt línurnar fyrir samstarfsflokka sína í ríkisstjórn.
Milljarða niðurskurður til innviða,velferðar og umhverfismála.
Skattalækkanir til auðmanna standa og jafnvel boðaðar fleiri slíkar.
Allt er þetta að gerast á vakt VG í forsætisráðuneytinu.
Það er sorglegt að sjá t.d. niðurskurð um 1,4 milljarða til umhverfismála á tímum loftlagshlýnunar.
Innviðir eins og löggæsla og samgöngumál fá blóðugan skell.
Velferðar og skólamál eru skorin niður um marga milljarða.
Hér ræður Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans för.
Vinstri grænna bíður það eitt að kvitta upp á áherslur Valhallar.
Aumt er hlutskipti Katrínar og meðreiðarsveina hennar.
Fastir í harðri hægri stefnu íhaldsflokkanna og líkar það vel
Aðeins spurning um hvað fólkinu í grasrót þessa fyrrum umhverfis og vinstri flokks finnst um þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2019 | 14:16
Olíufélögin og samkeppnin á höfuðborgarsvæðinu.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB telur að lækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti ætti að fara skila sér til Íslands. Hann segir að samkeppni sé að aukast á eldsneytismarkaði. Atlantsolía, Dælan, Orkan og ÓB hafa lækkað bensínverð á sumum stöðvum að undanförnu og fært það nær verðinu í Costco.
Allt í einu er hafi alvöru samkeppni milli olíufélaganna - á höfuðborgarsvæðinu.
Því miður sjást þess ekki merki að þessi ágætu félög hafi nokkurn áhuga á að bjóða upp á betri verð til almennings utan SV hornsins.
Íbúar landsbyggðarinnar virðast ekki vera í plönum þeirra.
Samkeppnin á að fara fram höfuðborgarsvæðinu, við hin getum bara horft á það úr fjarlægð hversu sjálhverf og sjálfmiðuð þessi félög eru.
Sorglegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2019 | 11:32
Sjálfstæðisflokkurinn í útrýmingarhættu.
Samkvæmt góðum og gegnum Sjálfstæðismönnum er flokkurinn þeirra kominn í útrýmingarhættu.
Fyrr um daga sást aldrei nein gagnrýni á forustu flokksins í fjölmiðlum. Ágreiningsefnin voru leyst í bakherbergjum flokksgæðinganna og allt virtis slétt og fellt á yfirborðinu.
Þá var flokkurinn venjulega með fylgi á bilinu 40% + upp rúmlega 60% í td Reykjavík.
Á níutíu ára afmælinu var grobbað af mikilli og samfelldri valdatíð flokkins á því tímabili.
Nú er öldinn önnur. Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með 20% + og hefur fyrir löngu tapað Reykjavík.
Flokksgæðingar rífast í fjölmiðlum, tvær fylkingar takast á og helsti gangrýnandi er fyrrum formaður Davíð Oddsson. Honum virðast fylgja helstu afturhaldöflin og greinar frá þeirri deild birtast næstum daglega í Mogga Davíðs Oddssonar.
Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd klofinn í tvær fylkingar, Davíðsarminn og forustuarminn undir stjórn Bjarna Benedikssonar sem burðast með þungan spillingapoka á bakinu.
Bjargaði valdalífi flokksins með aðstoð VG eftir síðustu kosningar.
Deilurnar virðast magnast og ekki líklegt að BB verði áfram formaður eftir næsta flokksþing. Líklegir eftirmenn hans hafa ekki mikinn pólitískan þunga.
Það verður fróðlegt að sjá hvort afturhaldsarmur flokksins velur að gera atlögu á núverandi forustu eða gengur til liðs við afturhaldsflokkinn hjá Sigmundi. Reynar virðast smellpassa þar með sínar fortíðarhyggju.
En rétt er það sem fyrrum flokksgæðingar halda fram. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki svipur hjá sjón með helming af því fylgi sem hann "átti" fast.
Líklega er hann í útrýmingarhættu með það litla fylgi sem hann hefur dag.
Samkvæmt kenningum þar innanhúss nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki 100 ára aldri í núverandi mynd.
Innri deilur og ósamlyndi er að drepa flokkinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2019 | 09:30
Fáránleikinn við Austurvöll
Skrípaleikurinn við Austurvöll heldur áfram. Líklega hefur aldrei orðið til jafn fáránlegur þingflokkur í allri þingsögunni.
Hafa flutt fáránleika og ábyrgðarleysi Klausturfundar inn í þingsali og ofbjóða þjóðinni með bulli og vitleysu.
Virðing Alþingis setur enn niður og má ekki við slíku.
Kominn tími til að þingforseti stöðvi þessa ósvinnu, láti greiða atkvæði um málið og sendi Miðaldaflokkinn heim í hvíld.
Er sannarlega til efs að Sigmundur Davíð hafi nokkru sinni tollað jafn lengi í vinnunni og núna.
Mál að linni, ruglið og bullið í þingsölum verður að hætta.
Hér er lýðræðið fótum troðið í beinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2019 | 11:53
Miðflokkurinn og lýðræðið.
Virðingaleysi Klausturflokksins er algjört.
Þeir halda Alþingi í gíslingu og fótum troða lýðræðið.
Ég ætla ekki að kalla þá bjána, það er ljótt, en umræðan í þjóðfélaginu er sannarlega þeim ekki í hag.
Tilgangsleysi þessara umræðna við sjálfa sig dylst engum.
En sannarlega eru þeir sér til háborinnar skammar og varla á það bætandi.
Vel á annað hundrað mál í biðstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2019 | 18:37
Ósvífnir atvinnurekendur.
Kjarasamningar eru í gangi á Íslandi.
Verið að greiða atkvæði um þá fyrstu og tugir verkalýðsfélaga eiga eftir að semja.
Í miðri atvæðagreiðslu spretta fram fyrirtæki sem eiga aðild að SA sem var að skrifa undir samninga sem eiga að byggja á gangkvæmu trausti, hógværar kjarabætur, engar verðhækkanir.
Auðvitað er þetta alvarlegur trúnaðarbrestur og lýsir óheiðarleika og dómgreindarleysi stjórnenda þessara fyrirtækja.
Það verður ekki auðvelt að fá launamenn til að samþykkja samninga þegar svona er staðið að málum.
Ljóst er að mikil herferð í gangi þar sem á að sniðganga þessi fyrirtæki.
Framkvæmdastjóri SA er hissa en auðvitað ræður hann ekki því sem skjólstæðingar hans eru að gera þessa dagana.
Hvort samningar þeir sem verið er að greiða atkvæði um falla vegna þessa er ekki gott að segja en þeir sem ekki hafa þegar gert samninga eru á varðbergi því þeir vita sem er, það verður ekki auðvelt að fá félagana til að samþykkja samning sem eru um 5,7%, þegar fyrirtæki lýsa yfir 6,2% hækkun.
Til hvers er að semja af hófsemd við SA með hægri þegar sú vinstri kemur og tekur og rúmlega það.
Leitt að sjá svona vinnubrögð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2019 | 17:16
Ríkisstjórnin drepur flutning málefna fatlaðra.
Svona fór um sjóferð þá.
Frekari flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga virðist úr sögunni nema ríkisstjórninn hverfi frá villu síns vegar.
Auðvitað eru forsendur brostnar á þeim flutningi þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur slík skref þvert á alla umræðu.
Auðvitað er það Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar þessu og ber ábyrgð á tekjurýrnun ríkissjóðs. Lækkar skatta á ríka og gjöld á stöndug fyrirtæki.
Ráðast enn á garðinn þar sem hann er lægstur. Vaninn á þeim bænum og gott að hafa daufgerða, viljalausa flokka með sér í gjörningnum.
Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn kvitta upp á gjörninginn, auðvitað viljalaus verkfæri í höndum fjármálaráðherra.
Ekki sérlega undarlegt með sveitastjórnarmálaráðherra Framsóknar en staðfestir það sem flestir sjá, formaður Vinstri grænna er hreinlega viljalaust verkfæri í höndum BB.
Hvar er grasrótin spyr maður enn og aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2019 | 12:55
Ruglið í stjórnarráðinu.
En bætir í ruglið hjá þessar ógæfulegu ríkisstjórn.
Nú á að skera niður framlög til jöfnunarsjóð um þrjá milljarða.
Þá er bara um tvennt að velja, skila einhverjum þáttum aftur til ríkisins sem er auðvitað raunhæfasti kosturinn eða skera niður þjónustu í félagslegum þáttum.
Ríkisstjórnin lækkaði tekjur ríkissjóðs um milljarða með því að afhenda ríkum stórar upphæðir.
Og nú á að láta sveitarfélögin taka á sig hluta af þeirri tekjuskerðingu.
Það sér hver maður að þessi ríkisstjórn er ömurleg og forgangsraðar ríkum og betur stöddum fremst.
Er grasrót VG hreinlega dáin pólitískt ?
Láta gömlu freku karlana í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum ráða stefnu og för.
Það er sorglegt að horfa á hrun þessa fyrrum félagshyggjuflokks.
Ljóst að formanni hans er stjórnað af formönnum frekjuflokkanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2019 | 16:16
20% starf ráðherra virðist hæfilegt.
Það virðist heldur léttvægt starf að vera ráðherra á Íslandi.
20% starf er nærri lagi.
Kannski er mannval Sjálfstæðisflokksins ekki beysið og þetta nauðsyn.
Það virðist ekki vera neitt mál fyrir Þórdísi að bæta við sig einu litlu dómsmálaráðuneyti til viðbótar við þingmannsstörf og annað ráðherraembætti.
Ef það er hægt væri ráð að meta launaþátt ráðherraembætta.
Það virðist heldur léttvægt og klént ef hægt er að gegna mörgum slíkum í einu.
Væri nærri að meta slíkt starf til 20% af eðlilegu fullu starfi.
Ef til vill mætti fækka ráðherrum í þrjá í framtíðinni.
Það virðist vera þokkalegt verkefni og mundi spara mikið
Nokkuð ljóst að þetta er lítið mál.
Þórdís tekur við dómsmálunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2019 | 17:14
Þegar ráðherrar gera upp á bak hætta þeir.
Þá liggur það fyrir.
Sigríður Andersen braut Mannréttindasáttmála SÞ.
Búið var að vara hana við en hún veit allt best og mest.
Hætt er við að þessi stórkostlegu mistök ráðherrans eigi eftir að kosta mikil vandræði og mikla fjármuni.
Ráherrar sem kunna ekki betur til verka og eru jafn dómgreindarsnauðir eru til vansa fyrir Alþingi og þjóðína alla.
Ráðherrar sem gera upp á bak hætta.
Nú er að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn og sérstaklega VG verji þennan vanhæfa ráðherra.
Er Katrín maður eða mús ?
Ekki skilur ráðherrann stöðu sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar