Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2019 | 12:04
Krúttin á Eyrinni.
Oddeyrin er fallegt hverfi, fjölbreytileg húsagerð, rólegt mannlíf og mikið um söguleg hús og staðir.
Árið 1927 vildi arkitekt Íslands að Eyrinni yrði þéttbýlt svæði með allt að 30.000 íbúa. Hugsun hans var að rífa stóran hluta gömlu húsanna og reisa önnur og hærri í stað þeirra. Það gekk eftir á þremur stöðum, Sambyggingin og Vopnahúsið risu við Gránufélagsgötu ( Vopnahúsið er einn stigagangur af þremur ) og miklu síðar reis eitt hús við Strandgötu 37. Meira varð það ekki en við Norðurgötu eru auðar lóðir þar sem hús voru flutt á brott og til stóð að reisa önnur og hærri.
Það varð ekki.
Bæjarfulltrúi nokkur kallaði Eyrina krúttbyggð sem þyrfti ekkert endilega að vera þannig áfram. Kannski var þetta sett fram Eyrarpúkum til minnkunar, veit það ekki, en þessi orð bæjarfulltrúans vöktu marga til umhugsunar. Kannski var það bara málið að Eyrarpúkar vildu bara halda áfram að vera krútt í krútthverrfi. Fullgilt sjónarmið og sannarlega er það notalegt umhverfi að búa við þannig aðstæður.
Hverfið þarf á endurreisn að halda, bæði á eldri svæðum íbúðabyggðar þar sem þarf að taka til hendinni víða, byggja upp á auðum lóðum þar sem hús hafa horfið og síðast en ekki síst að bæjaryfirvöld girði sig í brók og skipuleggi endurnýjun gatna og annarra innviða hverfisins til framtíðar. Þar vantar mikið á og draumur Eyrarpúka ( krúttanna á Eyrinni ) að Eyrin gangi í endurnýjun lífdaga í sama takti og Innbærinn.
Og að lokum að við sjáum Keldurhverfið byggjast upp með húsum og mannlífi sem rímar við annað á Oddeyri.
Þá verðum við alvöru krútt í alvöru krútthverfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2019 | 17:01
Vondar hugmyndir fyrir Oddeyri og Akureyri.
Nýtt aðalskipulag tók gildi fyrir Akureyri fyrir skömmu. Jafnframt var unnið rammakipulag fyrir Oddeyri. Vinna við þetta tvennt tók nokkuð langan tíma en var unnin í mikilli sátt við bæjarbúa.
Oddeyringar hafa beðið lengi eftir að rýnt yrði til framtíðar á Eyrinni og þar mundi hefjast uppbygging og hverfinu gefið nýtt líf. Innbærinn hefur þegar gengið í gegnum þetta ferli og allir eru sammála því að þar hafi tekist vel til. Innbærinn var skipulagður og uppbygging og endurnýjun þar var með því fororði að andi og umhverfi hverfisins yrði varðveitt.
Allir trúðu því að nú væri komið að Oddeyri, auðum lóðum úthlutað og Kelduhvefið yrði skipulagt sem íbúða og uppbyggingarhverfi. Hæð húsa var skilgreind með anda og umhverfi hverfisins í huga.
En svo var friðurinn rofinn.
Stórtækur verktaki fær arkitekta í Reykjavík til að búa til fyrir sig hugmynd og bæjarapparatið stekkur til og lýsir sig tilbúið að rjúfa nýgerða sátt um nýtt skipulag. Ljóst að deilur um áform á þessu svæði gætu leitt til að ekkert gerist þarna næstu árin eins og Miðbænum. Skynsamlegast er að byggja upp í í sátt og samlyndi við íbúa og bæjarbúa alla eins og nýgert aðalskipulag gerði ráð fyrir. Efna til ófriðar lýsir hugsunarleysi og vanmats á viðbrögðum íbúa.
Óskiljanlegt.
Ljóst er að mjög margir hafa á þessu skoðun. Ég hef ekki heyrt í mörgum sem eru sáttir við þessar hugmyndir en þeir þó eru til, flestir ekki Eyrarpúkar.
En af hverju finnst mörgum þetta algjörlega ómögulegt og af hverju eru svona gríðarlega margir ósáttir?
Nokkur dæmi.
- Tillögurnar eru algjörlega úr takti við anda hverfisins hvað varðar hæð húsa.
- Hæð húsa er við að rjúfa hæðarmörk að og frá Akureyrarflugvelli.
- Hæð húsanna eyðileggur að mestu uppbyggingarmöguleika á reitum austan og norðan við vegna skuggavarps og hæðar.
- Þessi staðreynd setur uppbyggingarhugmyndir á reitum næst í uppnám.
- Gránufélagshúsunum er sýnd fullkomin vanvirða.
- Blekkingum er beitt með að setja inn myndir af stórum skemmtiferðaskipum til að draga úr áhrifum mynda.
- Öðrum eigendum eigna á reitnum sýnt virðingarleysi með þessari framsetningu.
- Ekkert hefur verið skoðað með umferðamál á Eyrinni í tengslum við þessa uppbyggingu.
- Burðarþol lands hefur ekkert verið kannað en þekkt eru vandmál vegna Sigöldu sem er þarna næst.
- Mengun frá skemmtiferðaskipum er mikil en ókönnuð rétt við húsin.
- Mikil óánægja með þessi áform hjá íbúum og hana þarf að rannsaka með skoðanakönnun.
Fleira mætti telja til en ég læt þetta duga í bili. Ég trúi því að Hverfisnefnd Oddeyrar kalli til fundar þar sem íbúum verði gert kleyft að ræða málin.
Fundurinn í gær var kynningarfundur þar sem gestum var ekki ætlaður tími til skoðanaskipta enda gríðarlegur fjöldi sem mætti og 20 mínútur voru ætlaðar fyrir fyrirspurnir.. Þessi fundur var kynningarfundur fyrir verktakann.
Vonandi heldur þessi umræða áfram og skipulagyfirvöldum send skýr skilaboð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2019 | 18:46
Vond stjórnsýsla bæjarráðs Akureyrar.
Umhverfisstofnun óskaði þá eftir umsögn bæjarráðs Akureyrar sem samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemd við umsóknina. Þyrluferðirnar eru áætlaðar frá og með morgundeginum og fram á sunnudag og svo aftur 1. til 4. ágúst.
Glerárdalur er fólkvangur í umsjá Umhverfisstofnunar.
Þyrluflug er bannað nema með þeirra leyfi.
Það leyfi hefur ekki verið veitt enn sem komið er.
Umhverfisstofnun leitar umsagnar stjórnkerfis um leyfisumsókn þar sem óskað er eftir þyrluflugi á Glerárdal.
Í stað þess að vísa málinu til nefndar sem fer með umhverfismál á Akureyri ákveður bæjarráð að gera ekki athugsemdir.
Slík ákvörðun er ófagleg og óvönduð, auðvitað er það nefnd um umhverfismál sem slíka umsögn á að veita samkvæmt náttúruverndarlögum.
Umsög bæjarráðs er markleysa og málaflokkurinn ekki á könnu þess nema að fenginni umsögn rétt til bærra yfirvalda umhverfismála á Akureyri.
Umhverfisstofnun getur því varla tekið mark á þessum vinnubrögðum og hlýtur að kalla eftir faglegri afgreiðslu málsins og að fengnu áliti þeirra sem fara með umhverfismál á Akureyri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2019 | 09:07
Eru skipulagsyfirvöld á Akureyri gengin af göflunum ?
Unnið hefur verið að undirbúningi að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri og á fundi skipulagsráðs þann 26. júní sl. voru kynntar nokkrar útfærslur að mögulegri uppbyggingu á svæðinu. Nú er lögð fram tillaga þróunaraðila að uppbyggingu sem nær eingöngu yfir svæði sem nær að Kaldbaksgötu en ekki austur að Laufásgötu. Er í tillögunni gert ráð fyrir að á þessu svæði verði byggð allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi ásamt bílastæðahúsi á neðstu hæð.
( úr nýjustu bókun skipulagsráðs )
Draumur Oddeyringa og Akureyringa er að Oddeyrin fengi fyrri sess, byggt á auðum lóðum og svæði á Tanganum fengju upplyftinu og íbúabyggð tæki yfir skúrasvæðin neðan Hjalteyrargötu.
Hverfisnefndin hefur margoft kallað eftir endurreisn Oddeyrar. Gott mál og styrkir svæðið mikið.
Nú virðist sem einhver öfl önnur en þau sem vinna með hagsmuni Oddeyrar hafa tekið völdin og skipulagsráð stekkur af stað og gerir málið að sínu.
Það sér hver maður að 6 - 11 hæða hús á Oddeyri eru úr öllum takti við allt á þessu svæði og hreinlega brjálæðislegar.
Þarna er verið að tala um svæðið norðan við Gránufélagshúsin og þarf ekki mikið ímyndunarafl að sjá að slík ósköp myndu rústa ásýnd þessa svæðis. Hugmyndir um hóflega íbúðabyggð er greinilega ekki á dagskrá hjá skipulagsráði lengur.
Ég reikna nú frekar með að bæjarfulltrúar stöðvi svona hugmyndir á upphafsreit. Reikna ekki með að þá langi að taka slaginn við íbúa á Oddeyri.
Skora á alla að kynna sér málið og hafa á því skoðun.
Gott að kíkja á myndina sem fylgir og máta inn á hana 6 - 11 hæða hús aftan við Gránufélagshúsin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2019 | 10:26
" Slow city Akureyri " ? Metnaðarleysi eða ákvarðanafælni ?
Lagt fram minnisblað formanns skipulagsráðs og sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett í júní 2019 um skipulag miðbæjar Akureyrar. Er þar lagt til að hafinn verði vinna við endurskoðun deiliskipulagsins.
Sagan endalausa.
Nú er að hefjast enn ein endurskoðun Miðbæjarskipulags.
Sagan sem hófst 2004, fyrir 15 árum stendur enn.
Nú á að hugleiða að fjarlægja úr skipulaginu eina af meginforsendum verðlaunaskipulags Massey.
Það var lykilatriði að Glerárgatan yrði tónuð niður í tvær akreinar úr fjórum og tengja Torfunefið og Hof menningarhús miðbænum.
En nú virðist sem enn eitt ákvarðanafælnikast bæjarfulltrúa og skipulagsráðs sé í uppsiglingu.
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í meirihluta þegar þetta skipulag var samþykkt og starfshópur á vegum bæjarstjórnar var að störfum 2010 þegar L-listinn komst til valda.
Þá hætti öll vinna við þetta upphaflega skipulag og málið fór á ís, kannski að hluta til vegna hrunsins.
En svo kom nýtt uppfært skipulag og enn var Glerárgatan inni sem tvær akreinar.
Saga Miðbæjarskipulagins er orðin hálfgerð sorgarsaga, vörðuð ákvarðanafælni og þröngsýni.
Það þarf stórhuga fólk til að breyta stórt.
Annars gerist lítið og ég vona sannarlega að núverandi meirihluti hafi bein í nefinu og metnað til að klára mál með sóma á miðbæjarsvæðinu en verði ekki minnisvarði um ákvarnafælni og þröngsýni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2019 | 16:18
Gönuhlaup fjármálaráðherra.
(ruv.is)
Fjármálaráðherra lagði af stað í skríta ferð í Fréttablaðinu.
Taldi tímabært að einkavæða og selja Íslandspóst.
Þekkt aðferð nýfrjálshyggumanna að nota sér erfiða stöðu ríkifyrirtæka til að einkavæða og selja það síðan góðkunningum eða ættingjum
En fjármálaráðherra var greinilega aleinn í þessu ferðalagi, samráðherrar hans í ríkisstjórn hafa afneitað fjármálaráðherra með afgerandi hætti.
Forstjóri Póstins hafði ekkert heyrt af þessu.
Fjármálaráðherra hefur því greinilega misreiknað stöðuna og stendur einn úti á túni með allt niður um sig. Skoðanir hans eiga ekkert bakland nema kannski í harðkjarna Sjálfstæðisflokksins.
Það hefur komi frá hjá mjög mörgum að póstþjónusta er samfélasgmál en ekki leikfang auðamanna.
BSRB hefur þegar sent ráðherra bréf þar sem þessum hugleiðingum er afdráttarlaust mótmælt.
Stjórn Póstmannafélags Íslands mun vafnalaust senda fjármálaráðherra skilaboð fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2019 | 11:46
Deyjandi Sjálfstæðisflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn deyjandi.
Gamlir sjálfstæðismenn eru alveg að tapa sér og þekktir einstaklingar úr elítu flokksins eru að fara úr flokknum.
Spáð er að flokkurinn muni fara í 15% í næstu kosningum.
Traust til formannsins hefur hrunið og hann kallaður öllum illum nöfnum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ríkt yfir Íslandi eins og mafía og ráðið öllu sem hann hefur viljað ráða.
Spilling og fyrirgreiðsla hefur verið hans ær og kýr.
Formaðurinn er flæktur í net sem hefið orðið öllum stjórnmálamönnum utan Íslands ofviða, þeir hefðu sagt af sér.
VG munstaði sig til aðstoðar eftir síðustu kosningar og eru vafalaust upp með sér að fá að halda þeim við völd.
En nú er þessi langlífi spillingarflokkur að rotna innan frá og virðist vera að liðast í sundur.
Enginn leiðtogi er í augsýn þegar Bjarni hrökklast frá síðar á þessu ári.
Íslensk stjórnmál eru á krossgötum að Sjálfstæðisflokknum gengnum.
Söknuður gömlu Sjálfstæðismannanna byggist á eftirsjá eftir 40% og völdum.
Dýpra ristir það nú ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2019 | 16:58
Poppulismi og froðusnakk.
SDG er endalaust að reyna að toppa sig í froðusnakkinu.
Hver trúir því að hann mundi setja fram svona tillögu ef hann væri ráðherra ?
Nákvæmlega enginn.
Honum virðst ganga það eitt til að vera í fjölmiðlum og nokkuð sama hvað bull hann ber á borð til að ná því.
Og auðvitað stökkva fjölmiðarnir á bullið, það er vaninn og það veit SDG.
Reyndar haggast fylgið ekki hjá Miðflokknum þrátt fyrir leikþætti SDG og meðreiðarsveina hans af Klausturbar.
Fyrst og fremst er leitt að horfa upp á jafn ófaglega og ómálefnalega umræðu sem þessi undarlegi stjórnmálamaður ber á borð á nánast hverjum degi.
Virðing Alþingis er við alkul og þar á Miðflokkurinn stóran hlut að máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2019 | 11:28
VG, Framsókn og ríkisstjórnin tapa
Þá féll fylgi Vinstri grænna um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist 11,3%. Miðflokkurinn kemur í humátt á eftir með 10,6% fylgi.
Undirsátar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur tapa fylgi.
Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur úr 45% í 40%.
Kjósendur ákveða að refsa undirlægjum Bjarna Ben, VG nokkuð hressilega.
Verstu útreiðina fær ríkisstjórnin sem tapar verulega.
Kannski ekki undarlegt, fer ekki framhjá nokkrum manni að hún hefur misst tökin og stjórnleysi ríkir.
Bakvið tjöldin er væntanlega átök en þau sjást ekki mikið, ef til vill eru undirlægjurnar ekkert að gera og kyssa á vönd Bjarna Ben.
Breytingar á fjármálaáætlunar virðast frostnar í bakherbergjum.
Hvað ætli þessi stjórn endist ? kannski alla leið ef VG og Framsókn eru sátt við að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða, annars stutt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2019 | 13:05
Skemmdu eplin á þingi.
Alþingi er undarleg stofnun.
Síðustu ár hefur traust til þess verið nærri alkuli.
Því miður hefur það ekki lagast að neinu marki.
Nú er ljóst að að mun ekki gerast.
Það berast fáar fréttir þaðan aðrar en neikvæðar.
Góðu fréttirnar falla í skuggann.
Skemmdu eplin á þingi munu sjá til þess að virðing þingsins verði ofan í kjallara.
Á þetta horfa síðan landsmenn með sorg í hjarta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar