Eru skipulagsyfirvöld á Akureyri gengin af göflunum ?

0 2018 sept 2-0094Unnið hefur verið að undirbúningi að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri og á fundi skipulagsráðs þann 26. júní sl. voru kynntar nokkrar útfærslur að mögulegri uppbyggingu á svæðinu. Nú er lögð fram tillaga þróunaraðila að uppbyggingu sem nær eingöngu yfir svæði sem nær að Kaldbaksgötu en ekki austur að Laufásgötu. Er í tillögunni gert ráð fyrir að á þessu svæði verði byggð allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi ásamt bílastæðahúsi á neðstu hæð.

( úr nýjustu bókun skipulagsráðs )

Draumur Oddeyringa og Akureyringa er að Oddeyrin fengi fyrri sess, byggt á auðum lóðum og svæði á Tanganum fengju upplyftinu og íbúabyggð tæki yfir skúrasvæðin neðan Hjalteyrargötu.

Hverfisnefndin hefur margoft kallað eftir endurreisn Oddeyrar. Gott mál og styrkir svæðið mikið.

Nú virðist sem einhver öfl önnur en þau sem vinna með hagsmuni Oddeyrar hafa tekið völdin og skipulagsráð stekkur af stað og gerir málið að sínu.

Það sér hver maður að 6 - 11 hæða hús á Oddeyri eru úr öllum takti við allt á þessu svæði og hreinlega brjálæðislegar.

Þarna er verið að tala um svæðið norðan við Gránufélagshúsin og þarf ekki mikið ímyndunarafl að sjá að slík ósköp myndu rústa ásýnd þessa svæðis. Hugmyndir um hóflega íbúðabyggð er greinilega ekki á dagskrá hjá skipulagsráði lengur.

Ég reikna nú frekar með að bæjarfulltrúar stöðvi svona hugmyndir á upphafsreit. Reikna ekki með að þá langi að taka slaginn við íbúa á Oddeyri.

Skora á alla að kynna sér málið og hafa á því skoðun.

Gott að kíkja á myndina sem fylgir og máta inn á hana 6 - 11 hæða hús aftan við Gránufélagshúsin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

https://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1376144/

Lítið blogg og slóð á skýrslu um uppbyggingu Oddeyrar frá 2010

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2019 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband