Svikulir fjármálaráðherrar síðustu ára.

„Það er rétt að við erum á eft­ir áætl­un­um sem hafa verið gerðar varðandi upp­bygg­ing­una,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is spurður um stöðu fram­kvæmda við snjóflóðavarn­ir og gagn­rýni á að fjár­mun­ir sem inn­heimt­ir hafa verið á liðnum árum vegna mála­flokks­ins hafi ekki verið nýtt­ir til að sinna hon­um.

Stjórnmálmenn svíkja þjóð sína. Allir muna óveður í desember þar sem kom sannarlega í ljós að innviðir og öryggismál voru í ólestri. Stjórnmálamenn stukku til og viðurkenndu og lofuðu bót og betran. Líklega var það bara augnabliksviðbragð til að mæta gagnrýni og harkalegri umræðu. Flestir hafa enga trú á efndum og þrátt fyrir loforðaflaum fjármála og forsætisráðherra. Umræðan hætt og hægt að leggja sig á koddann að nýju.

Nú eru það snjóflóðin. Þá kemur í ljós að stjórnvöld hafa stolið því fé sem ætlað var í ofanflóðasjóð og áætlanir um öryggismál borgaranna á ís til áratuga. Enn á ný stökkva ráðmenn fram og auðvitað trúir enginn fjármálaráðherranum þegar hann fer að tala um að gera betur.

Áherslur á þeim bænum er að hygla vinum sínum með lækkun veiðigjalda og mæta því með að stela eyrnamerktu fé í það, td. framlögum í ofanflóðasjóð.

Því miður sitjum við uppi með svikula stjórnmálamenn sem forgangsraða fjármunum í eigin þágu og sinna en svíkur þjóðina um forgangsmál eins og öryggis borgaranna og uppbyggingu innviða.

Kominn tími til að skipta út og fá heiðarlega stjórnmálamenn í vinnu í stjórnarmeirihluta.

 

 


Ráðherra úti í mýri - úti ævintýri.

Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.

Svandís Svavarsdóttir er komin í alvarlegar ógöngur. Hún talar niður til starfsmanna heilbrigðiskerfisins, fólks sem er að bugast undan álagi í starfi og endalauss niðurskurðar og niðurrifstals ráðamanna.

Það er stutt síðan Villum Þór sem er í fjárlaganefnd taldi það bestu lausn að endurskipuleggja og skera niður fjármuni til Landspítala.

Hroki ráðamanna er orðinn áhyggjuefni og á meðan molnar heilbrigðiskerfið niður.

Heilbrigðisráðherra hefur nú endanlega tapað öllum trúverðugleika og hroki hennar og blinda gengur nú fram af flestum.

Það hefur oft verið talið pólitískt sjálfsmorð að vera í heilbrigðisráðuneyti.

Það hefur sannarlega raungerst í núverandi ráðherra sem staddur er langt út í mýri rúinn öllu trausti.


Ríkisstjórn þeirra ríku og valdamiklu.

Tekjur ríkisins af veiðigjöldum þessa árs eru áætluð 30% lægri en á síðasta ári. Í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna. Í fjárlögum síðasta árs 2019 voru tekjurnar áætlaðar 7 milljarðar króna. Lækkunin er um 30% milli ára.

Ríkisstjórn VG er skelfileg og áherslur hreinlega þjóðhættulegar.

Á meðan heilbrigðskerfið molnar niður lækka ráðamenn veiðigjöld.

Það er gert þegar milljarðar renna í vasa eigenda þessara fyrirtækja.

Það er skelfilegt að horfa á VG í þessari stöðu og heilbrigðisráðherrann getur ekkert gert í fjárskorti Landspítala.

Grátlegt að heyra vælið í henni í fréttum í gær.

Þessi ríkisstjórn skríður fyrir útgerðarmönnum, tilfinningin er að það eigi að jarða Samherjamálið og sjávarútvegsráðherra rífur kjaft. Allir sá hversu fullkomlega vanhæfur er í þessu starfi.

En þar situr hann keikur í umboði VG og Framsóknar og siðferði á þeim bænum er jarðað.

Það er hreinlega að verða þjóðarnauðsyn að þessi ríkisstjórn fari frá völdum og inn komi ríkisstjórn sem hugsar um þjóðarhag fyrst og síðast.

 


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband