Svikulir fjármálaráðherrar síðustu ára.

„Það er rétt að við erum á eft­ir áætl­un­um sem hafa verið gerðar varðandi upp­bygg­ing­una,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is spurður um stöðu fram­kvæmda við snjóflóðavarn­ir og gagn­rýni á að fjár­mun­ir sem inn­heimt­ir hafa verið á liðnum árum vegna mála­flokks­ins hafi ekki verið nýtt­ir til að sinna hon­um.

Stjórnmálmenn svíkja þjóð sína. Allir muna óveður í desember þar sem kom sannarlega í ljós að innviðir og öryggismál voru í ólestri. Stjórnmálamenn stukku til og viðurkenndu og lofuðu bót og betran. Líklega var það bara augnabliksviðbragð til að mæta gagnrýni og harkalegri umræðu. Flestir hafa enga trú á efndum og þrátt fyrir loforðaflaum fjármála og forsætisráðherra. Umræðan hætt og hægt að leggja sig á koddann að nýju.

Nú eru það snjóflóðin. Þá kemur í ljós að stjórnvöld hafa stolið því fé sem ætlað var í ofanflóðasjóð og áætlanir um öryggismál borgaranna á ís til áratuga. Enn á ný stökkva ráðmenn fram og auðvitað trúir enginn fjármálaráðherranum þegar hann fer að tala um að gera betur.

Áherslur á þeim bænum er að hygla vinum sínum með lækkun veiðigjalda og mæta því með að stela eyrnamerktu fé í það, td. framlögum í ofanflóðasjóð.

Því miður sitjum við uppi með svikula stjórnmálamenn sem forgangsraða fjármunum í eigin þágu og sinna en svíkur þjóðina um forgangsmál eins og öryggis borgaranna og uppbyggingu innviða.

Kominn tími til að skipta út og fá heiðarlega stjórnmálamenn í vinnu í stjórnarmeirihluta.

 

 


Bloggfærslur 16. janúar 2020

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband