Ráðherra úti í mýri - úti ævintýri.

Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.

Svandís Svavarsdóttir er komin í alvarlegar ógöngur. Hún talar niður til starfsmanna heilbrigðiskerfisins, fólks sem er að bugast undan álagi í starfi og endalauss niðurskurðar og niðurrifstals ráðamanna.

Það er stutt síðan Villum Þór sem er í fjárlaganefnd taldi það bestu lausn að endurskipuleggja og skera niður fjármuni til Landspítala.

Hroki ráðamanna er orðinn áhyggjuefni og á meðan molnar heilbrigðiskerfið niður.

Heilbrigðisráðherra hefur nú endanlega tapað öllum trúverðugleika og hroki hennar og blinda gengur nú fram af flestum.

Það hefur oft verið talið pólitískt sjálfsmorð að vera í heilbrigðisráðuneyti.

Það hefur sannarlega raungerst í núverandi ráðherra sem staddur er langt út í mýri rúinn öllu trausti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband