Innirviðir landsins að bresta.

Flest bendir til að innviðir landsins séu að bresta. Markviss niðurskurður stjórnmálamanna er smátt og smátt að eyðileggja máttarstólpa þjóðarinnar.

Niðurskurðarkrafan er himinhrópandi meðan réttir góðvinir fá stórkotlegar skattalækkanir og milljarðar fljóta framhjá landinu í skattaskjól erlendis og stjórnmálin sofa.

Hvað er að hrynja saman.

Heilbrigðiskerfið. Milljarða niðurskurðarkrafa meðan biðlistar lengjast, atgerfisflótti úr stéttum sem þar vinna. Landspítalinn skorinn við trog og uppsagnir blasa við þrátt fyrir mannaflaskort og yfirfullar deildir. Í boði fjármála og heilbrigðisráðherra.

Löggæslan. Niðurskurður og sparnaður er boðskapurinn þar. Árangurinn slakari löggæsla, færri lögreglumenn, óánægðari starfsmenn.

Landhelgisgæslan. Hefur ekki fjármagn í að reka nema eitt skip, flugvél í leigu erlendis til að eiga fyrir rekstri þyrlusveitar. Landhelgisgæsla í skötulíki og hvenær var síðast tekinn landhelgisbrjótur.

Pósturinn. Niðurskurðarkrafa og slakari þjónusta,uppsagir og mikill titringur meðal starfsmanna. Hvert er pólitíkin að stefna með svona niðurskurði ? sumir nefna löngun ákveðinna stjórnmálaflokka að selja þjónustuna og einkavæða. Það á eftir að koma í ljós.

Hafró. Uppsagnir og stofnunin markvisst veikt og mikil ókyrrð hjá þeim sem eftir eru. Niðurskurðarkrafa ríkisstjórnarinnar.

Rarik og Landsnet. Eins og allir sjá eru öryggismál hjá þessum fyrirtækjum langt frá því að ráða við aðstæður eins og hér sköpuðust. Hér áður var varaafl tiltækt á flestum stöðum. Núna nánast hvergi. Öryggismál í uppnámi vegna niðurskurðar og sparnaðar.

Svona mætti lengi telja.

Flestum er ljós að innviðir landins eru að bresta. Gengdarlaus niðurskurður og fjárskortur er að ganga af flestu dauðu hér og geta þessara fyrirtækja og stofnana eru komin niður fyrir ásættanlegt lágmark

Á meðan rífast þingmenn um áfengi í búðir, orðalag í ræðupúlti og geðvondur þingforseti æpir á þingmenn í hliðarsölum.

Það er löngu kominn tími til að þingmenn þessa lands og ríkisstjórn fari að átta sig á þeirri hrikalegu stöðu innviðir landins eru.

En sennilega mega þeir ekki vera að því, það er alveg að koma jólafrí.


Sjálfstæðisflokkurinn reynir að toppa spillinguna.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé

Sjálfstæðisflokkurinn kaupir ríkislögreglustjórann úr embætti og ríkissjóður blæðir.

Nýr dómsmálaráðherra veldur vonbrigðum, sami gamaldags flokkshesturinn sem gætir hagsmuna gullkálfa flokksins.

Tuga milljóna framlag til manns sem hafði klúðrað flestu og fengið á sig vantraust félaga sinna.

Þessi gjörningur er fáránlegur og ráðherranum til skammar.

Grínið í þessu er svo að hann sé munstaður til ráðgjafastarfa, maður sem enginn treystir í grasrótinni.

Það líklega í eina skiptið í þessu sorglega máli sem ráðherrann er nett fyndinn.

Gott að grafist sé fyrir um þessi mál, enn einn anginn af spilltum Sjálfstæðisflokki birtist landsmönnum.

VG og Framsókn spila með enda ráða þeir flokkar engu.


Skipulagsstofnun hirtir bæjaryfirvöld á Akureyri.

 

 

Athugsemdir frá ýmsum aðilum.

 

 

Deilur um háhýsi á Oddeyri voru miklar og bæjaryfirvöldum bárust margar athugsemdir um ýmislegt.

Minjastofnun, Isavia, Vegagerðin, Hafnaryfirvöld, Hverfisnefnd Oddeyrar, Skipulagsstofnun og margir fleiri. Allt að því 40 aðilar í allt.

Það mætti fara mörgum orðum um efnisatriði þessara athugasemda en það væri að bera í bakkafullan lækinn.

Þó vil ég nefna hér og taka út fyrir sviga hluta úr athugsemd frá Skipulagsstofnun.

2019 kynning

Hér má sjá hluta athugsemda frá Skipulagsstofnum. Gangrýnt er samráðleysi enda fullkomlega réttmætt, engin kynning fór fram nema að verktakinn kynnti tillöguna fullbúna og enda fór allt upp í loft.

Hér er um gríðarlega breytingu á aðlaskipulagi að ræða, skipulagi sem var samþykkt 2018.

Það er vond vinnubrögð að setja tillögu af þessum toga í auglýsingu og ábyrgðin er bæjarstjórnar. Svona tillaga á ekki að fara hrá og órædd í auglýsingu enda gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugsemdir.

En hvað svo ?

Skipulagsstjóri brást við og sagði að nú yrði tillagan tekin heim og unnin að nýju.

Ekki orð um samráð eða að hann hefði áttað sig á alvöru málsins hvað varðar samráðsleysi við bæjarbúa.

Ljóst að bæjarfulltrúar þurfa að vakta skipulagsstjóra og passa að leikurinn endurtaki sig ekki. Samráðsleysi og reykfyllt bakherbergi eru ekki í boði hjá Skipulagsstofnun og bæjarbúum.

Mér sýnist að sátt verði um uppbyggingu samkvæmt nýja aðalskipulaginu en breytingar af þessum toga kosti deilur og læti.

Það er því alfarsælast að halda sig við núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag Oddeyrar.


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband