Ríkisstjórn þeirra ríku og valdamiklu.

Tekjur ríkisins af veiðigjöldum þessa árs eru áætluð 30% lægri en á síðasta ári. Í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna. Í fjárlögum síðasta árs 2019 voru tekjurnar áætlaðar 7 milljarðar króna. Lækkunin er um 30% milli ára.

Ríkisstjórn VG er skelfileg og áherslur hreinlega þjóðhættulegar.

Á meðan heilbrigðskerfið molnar niður lækka ráðamenn veiðigjöld.

Það er gert þegar milljarðar renna í vasa eigenda þessara fyrirtækja.

Það er skelfilegt að horfa á VG í þessari stöðu og heilbrigðisráðherrann getur ekkert gert í fjárskorti Landspítala.

Grátlegt að heyra vælið í henni í fréttum í gær.

Þessi ríkisstjórn skríður fyrir útgerðarmönnum, tilfinningin er að það eigi að jarða Samherjamálið og sjávarútvegsráðherra rífur kjaft. Allir sá hversu fullkomlega vanhæfur er í þessu starfi.

En þar situr hann keikur í umboði VG og Framsóknar og siðferði á þeim bænum er jarðað.

Það er hreinlega að verða þjóðarnauðsyn að þessi ríkisstjórn fari frá völdum og inn komi ríkisstjórn sem hugsar um þjóðarhag fyrst og síðast.

 


Bloggfærslur 7. janúar 2020

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband