Ég skammast mín.

2017 skammast sínÉg skammast mín fyrir útlendingastofnun.

Ég skammast mín fyrir dómsmálaráðherra.

Ég skammast mín fyrir alþingsmenn sem þegja þunnu hljóði.

Ég skammast mín fyrir að mannvonska sem þessi þrífist í okkar fagra landi.

Ég vona svo sannarlega að einhver kveiki á perunni og grípi í taumana.

Daufblindar stofnanir loka augum fyrir hinu mannlega og miskunsama.

Vöknum öll.


Möppudýrasamfélagið.

2017 broken heartEllefu ára gamalli stúlku og fötluðum afgönskum föður hennar, sem komu til Íslands fyrir níu mánuðum, verður vísað úr landi þrátt fyrir að stúlkan sýni alvarleg einkenni áfallastreituröskunar og geðlægðar eftir flóttann. Hún er ríkisfangslaus, því hún fæddist sem flóttamaður í Íran.

______________

Á Íslandi býr friðsæl þjóð í fögru landi.

Mannlíf og birta er yfir þessu samfélagi, smá þras um dægurmálin en annars gott samfélag ennþá.

En það ber skugga á þegar kemur að góðvild og manngæsku til handa fólki í nauðum statt.

Það á ekki við um almenna borgara, flestir vilja veita nauðstöddum aðstoð og hjálp.

En þá kemur að möppudýrasamfélaginu.

Það eru þeir sem draga fram möppur og lagagreinar og loka augum fyrir hinu mannlega.

Möppudýrasamfélagið kann ekki eða kannski má ekki meta hvert mál fyrir sig.

" The computer says no !! "

Er það sem við viljum ?

Viljum við sjá möppudýrasamfélagið vísa nauðstöddu barni úr landi og láta sem það sjái ekki fötlun og neyð föðurs.

Ég held ekki.

Þessu verður að hnekkja.... annars munum við skammast okkar um alla framtíð...nema kannski þeir sem grúfa sig yfir lagagreinar og tölvuskjái og sjá ekki hið mannlega.


Eigingirni og frekja.

1 Mývatn 2012-1253Það heyrast víða áhyggjuraddir á Íslandi að ferðaþjónustan sé að breytast í ok sem ógni lífi almennings. Víðs vegar um Evrópu er helsta ferðafrétt sumarsins mótmæli gegn áþján ferðaþjónustunnar. Það er því víða verið að leita lausna til að njóta afraksturs ferðaþjónustunnar án þess að drukkna í flaumi ferðamanna. Ábyrgin liggur hjá yfirvöld sem þurfa þá skapandi hugsun.

Það er örugglega meira upp úr því að hafa að fá nokkra tugi þúsunda eða hundruð þúsunda í Mývatnssveit en mig.

Ég er sennilega eigingjarn og frekur þegar ég segi að ég sakna Mývatnssveitar eins og hún var.

Kom þar oft á ári, oftast á sumrin og oft var ég í tjaldi þar dögum saman sem barn og unglingur.

En heimsóknum mínum í Mývatnssveit hefur fækkað, stundum bara ein á sumri og þá keyri ég í gegn og sleppi því að fara í Dimmuborgir, ( þar hef ég ekki komið í meira en fimm ár )að Hverfjalli eða í Grjótagjá svo eitthvað sé nefnt.

Ástæðan er, mér líður eins og ég sé staddur á yfirfullri járnbrautastöð, þar sem varla verður þverfótað fyrir manngrúa.

Það er ekki Mývatnssveitin sem mig langar að heimsækja, njóta friðsældar og náttúru og koma heim endurnærður.

Það er ekki hægt í dag, ég næ ekki að slaka á og njóta þegar þarf að troðast i gegnum mannfjölda og leggja á stæðum þar sem fyrir eru 15 risarútur.

Ég er eigingjarn og frekur.

Mig langar aftur í gömlu fallegu og friðsælu Mývatnssveit.

En það verður víst ekki, þetta er ferðamannastaður fyrst og síðast.


Lækkun frítekjumarksins skelfileg mistök Alþingis.

Lands­sam­band eldri borg­ara (LEB) tek­ur und­ir þá gagn­rýni sem snýr að lækk­un frí­tekju­marks­ins. „Auðvitað er það já­kvætt að ekki skipti máli leng­ur hver upp­runi tekn­anna er varðandi frí­tekju­markið en það er allsend­is óviðun­andi hvað það er lágt,“ seg­ir Hauk­ur Ingi­bergs­son, formaður LEB, en 25.000 kr. frí­tekju­mark á m.a. at­vinnu­tekj­ur sé ekki at­vinnu­hvetj­andi.

Árið 2014 réðist þáverandi félagsmálaráðherra gegn eldri borgurum með atvinnugetu með að nánast afnema frítekjumarkið.

Það var lækkað úr 105.000 í 25.000.

Þetta hefur orðið til að að flestir eldri borgara með atvinnugetu hafa horfið af vinnumarkaði.

Þvert á öll fínu áformin um aukna virkni eldri borgara.

Ferleg mistök og Eygló mun þurfa að bera þennan mistakakross lengi.

Framsókn og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hafa svikið flest sín loforð þegar kemur að réttindum og tekjum eldri borgara.

En nú hefur verið boðað að núverandi ríkisstjórn ætli að skila þessu þýfi til efirlaunamanna.

EN.... á mörgum árum og í stuttum skrefum.

Stundum hefur maður það á tilfinningunni að eldri borgarar og réttindi þeirra séu alþingismönnum einskis virði og þeim sé nokkuð sama þó þeir hafi það skítt.

Það er ekkert annað hægt en skora á þingmenn að sjá sóma sinn í að lagfæra þessa ósvinnu strax en ekki ætla sér að dreifa þessu á næstu árin.

 


Könnun Gallup. Margir tapa fylgi frá síðasta mánuði.

2017 galliFlokkur fólksins mælist með tæplega ellefu prósenta fylgi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Flokkurinn fengi samkvæmt því sjö þingmenn, en ríkisstjórnarflokkurinn Björt framtíð kæmi ekki manni að. Fyrir utan fylgisaukninguna hjá Flokki fólksins breytist fylgi flokka lítið og er innan skekkjumarka.

Mánaðarleg könnun Gallup er áhugaverð. Flokkur sem sumir telja að sé í ætt við Svíþjóðardemokrata og Frjálsa Finna tekur stökk og fer uppfyrir 11%.

Þróun sem margir furða sig á en ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til Evrópu. Það skilar nokkru fylgi að gera út á þær áherslur sem snúa að flóttamönnum og innflytjendum.

Sennilega ekkert öðruvísi hér en þar.

 

 

Að öðru leiti eru línurnar frá síðasta mánuði, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Viðreisn og Björt framtíð tapa fylgi.

Samfylking, Píratar og Flokkur fólkins bæta við sig.

Ríkisstjórnin kolfallinn.

 


Hvað í ósköpunum voru þingmenn að hugsa ?

Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. Áætlað sé að hækka markið í þrepum á næstu árum án þess að hafin sé formleg vinna í þeim efnum

____________________

Það var furðuleg ákvörðun þingmanna að lækka frítekjumarkið.

Hreinlega hægt að kalla það mannfjandsamlega aðgerð.

Ég trúi því ekki að þingmenn séu almennt dómgreindarlausir og held því að þetta hafi verið sett í þennan farveg af vanþekkingu og tómlæti.

Þetta hefur sett möguleika þúsunda eldri borgara út af vinnumarkaði og takmarkað möguleika þeirra á að bæta lífskjör sín.

Útskýrir hún að hún megi ekki vinna nema fyrir 25.000 krónur á mánuði án þess að lífeyrisgreiðslur hennar séu skertar, krónu á móti krónu. Harmar hún að eldri borgarar séu ekki hvattir til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og bendir á að hún borgi að sjálfsögðu tekjuskatt af launum sínum.

Viljum við trúa því að þingmenn búi til fátæktargildu fyrir eldri borgara viljandi ?

Held ekki.

En af hverju ætla þeir sér hálfan áratug til að vinda ofan af þessari ósvinnu sem var skellt á í skjóli myrkurs ?

Þess vegna hefur maður aðeins efasemdir um að þetta hafi verið gert óvart, heldur af kaldranalegri rökhyggju.

Þetta var ljótur blettur á þingmönnum sem fyrir þessu stóðu.


Svik og prettir í Sjálfstæðisflokknum.

Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.

( visir.is )

SUS-arar virðast vera sprenglærðir í svindi og prettum.

Hér tengi ég við góða grein sem dregur vel fram óheiðarleikann og svindlið sem viðgengst í stuttbuxnadeildinni.

Það varðar við lög að ljúga til um lögheimili en þeim er sennilega nokkuð sama.

Þetta virðist það útsmogið að þeir sem að þessu standa virðast hafa fengið góða tilsögn í Valhöll.

Hverskonar siðgæði er það að vilja vinna með svindli og prettum og svikum við félaga sína og samstarfsmenn.

Það greinilega lágt stillt siðgæðiskúrvan í Sjálfstæðisflokknum.

En þeir læra það sem fyrir þeim er haft.

 


Níðst á eldri borgurum á Íslandi !

2017 old peopleGuðmundur Gunnarsson skoðar hvernig það gat gerst og minnir á bréf frá formanni Sjálfstæðisflokksins sem sent var í síðustu kosningabaráttu til eldri borgara þar sem lofað var að flokkurinn myndi innleiða stefnu þar sem þeir njóta afraksturs erfiðis síns.

( Stundin )

Framkoma stjórnvalda og Alþingis á Íslandi er til skammar.

Tekjutengingar og skerðingar gera líf almennra eftirlaunaþega á Íslandi allt að því óbærilegt.

Gott dæmi er þegar skerðingar vegna vinnulauna hófust við 25.000 í stað rúmlega 100.000 áður.

Eins og kemur fram í grein Stundarinnar og víðar nema tekjuskerðingar eldri borgara allt að 80% sem er hreinlega mannfjandsamleg stefna og þingmönnum og ríkisstjórn til háborinnar skammar.

Fólkið sem mótaði það þjóðfélag sem þessir greifar lifa í dag, er sett niður fyrir fátækramörk og virðist án þess að nokkur þeirra skammist sín.

Dauðyflisháttur stjórnvalda kemur fram í ótal málum, og ekki síst afstöðu þeirra til öryrkja og eldri borgara.

Veit ekki hvort þetta er samviskuleysi eða aumingjaskapur, hallast frekar að því fyrra.

Það er hreinlega lífsnauðsyn að breyta þjóðfélaginu okkar úr þjóðfélagi kerfiskalla og dauðyfla í samfélag jöfnuðar og réttlætis.

En það gerist ekki nema kjósendur hætti að leiða til valda hægri öfl sem meta mannlíf og lífsgæði út frá exelskjölum og eigin stöðu.

Vonum að það gerist einhvertíman í náinni framtíð.

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818086

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband