20.000 kallinn.

mynd„Það munar auðvitað mjög miklu fyrir einstakling sem er ekki með nema 280 þúsund krónur á mánuði að fá 20 þúsund krónur í viðbót,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld aðspurður um hækkun á lífeyri til fólks sem býr eitt upp í 300 þúsund krónur. „Það er enginn sem telur að það séu einhverjir smápeningar ef menn eru ekki með meira heldur en þetta, þannig að við verðum að horfa á þetta í því samhengi. Sem betur fer er stærstur hluti með stærri fjárhæðir."

( ruv.is )

Fjármálaráðherra átti stórleik í Ruv í gærkvöldi.

Fátæka fólkið fékk 20.000 krónu hækkun ( brúttó ) og auðvitað munaði það heilmikið um þetta rausnarlega framlag frá ríkisstjórn auðmannanna.

Maðurinn með tvær milljónir ( ráðherrann ) var að útskýra það fyrir láglaunafólkinu að í þessu 20.000 krónu framlagi væri heilmikil kjarabót.

Í augum þeirra sem eru með 280 þúsund á mánuði var þetta auðvitað stórkostleg upphæð.

Fjármálaráðherra gerir sig sekan um fáránlegan málflutning.

Ráðherrann með tvær milljónir á mánuði var að réttlæta lúsarframlag til þeirra sem minnst mega sín.

Sannarlega varð hann sér til skammar og sýnir fordæmalaust dómgreindarleysi með þessháttar rugli.

Svona mönnum ætti að vera hægt að refsa með að þeim væri gert að vinna nokkra mánuði á lægstu launum og með því væri kannski hægt að vonast að þeir áttuðu sig á stöðunni hjá þessum hópum.

 

 


Skattmann tekur flugið. - Sjálfstæðisflokkurinn sigar.

Í gær kynnti Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra að rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar ætlaði að hækka olíu- og bens­íngjald. Run­ólf­ur bend­ir á að að viðbætt­um virðis­auka­skatti nemi hækk­un­in á dísi­lol­íu 21 krónu á lítra en lítr­inn af bens­íni mun hækka um níu krón­ur. „Ef við tök­um bara venju­lega notk­un þá get­ur þetta verið auk­in út­gjöld um 30 til 60 þúsund krón­ur fyr­ir hverja fjöl­skyldu, sem á einn bíl. Vegna slíkra út­gjalda þarf að vinna sér inn um það bil 50 til 90 þúsund krón­ur í tekj­ur til að eiga fyr­ir hækk­un­inni.“

Skattmann tekur flugið.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ( lesist sjálfstæðisflokksis ) beitir fyrir sig gömlum fjármálaspekúlat í að úthugsa gríðarlegar hækkanir á fjölskyldur í landinu.

Sennilega er þessi hægri stjórn að slá öll met í viðbótarálögum í formi skatta.

Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir miklum skattahækkunum á síðasta kjörtímabili þegar þeir hækkuðu álögur á fjölskyldurnar með hækkun matarskattsins.

Nú er hirðsveinn þeirra og litli frændi að boða himinháar hækkanir á eldsneyti, svo miklum að elstu menn muna ekki annað eins.

Skattmann fjármálaráðherra er þjónn Sjálfstæðisflokksins og í nafni hans er þessi ríkisstjórn að slá flest með í skattahækkunum.

Man ekki til þess að þetta hafi verið með í kosningaloforðapakkanum í fyrra.


mbl.is „Íslandsmet í nýjum sköttum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband