Níðst á eldri borgurum á Íslandi !

2017 old peopleGuðmundur Gunnarsson skoðar hvernig það gat gerst og minnir á bréf frá formanni Sjálfstæðisflokksins sem sent var í síðustu kosningabaráttu til eldri borgara þar sem lofað var að flokkurinn myndi innleiða stefnu þar sem þeir njóta afraksturs erfiðis síns.

( Stundin )

Framkoma stjórnvalda og Alþingis á Íslandi er til skammar.

Tekjutengingar og skerðingar gera líf almennra eftirlaunaþega á Íslandi allt að því óbærilegt.

Gott dæmi er þegar skerðingar vegna vinnulauna hófust við 25.000 í stað rúmlega 100.000 áður.

Eins og kemur fram í grein Stundarinnar og víðar nema tekjuskerðingar eldri borgara allt að 80% sem er hreinlega mannfjandsamleg stefna og þingmönnum og ríkisstjórn til háborinnar skammar.

Fólkið sem mótaði það þjóðfélag sem þessir greifar lifa í dag, er sett niður fyrir fátækramörk og virðist án þess að nokkur þeirra skammist sín.

Dauðyflisháttur stjórnvalda kemur fram í ótal málum, og ekki síst afstöðu þeirra til öryrkja og eldri borgara.

Veit ekki hvort þetta er samviskuleysi eða aumingjaskapur, hallast frekar að því fyrra.

Það er hreinlega lífsnauðsyn að breyta þjóðfélaginu okkar úr þjóðfélagi kerfiskalla og dauðyfla í samfélag jöfnuðar og réttlætis.

En það gerist ekki nema kjósendur hætti að leiða til valda hægri öfl sem meta mannlíf og lífsgæði út frá exelskjölum og eigin stöðu.

Vonum að það gerist einhvertíman í náinni framtíð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband