Raflínur í jörð.

Þetta er gott framtak umhverfisnefndar þingsins. Umhverfisnefndin á Akureyrí tók svipað skref á fundi í nóvember en þar var bókað vegna raflína á utivistarsvæðum Akureyringa. Þar liggja nokkrar raflínur um útivistarsvæðin í Kjarnaskógi, tjaldvæðin að Hömrum og útivistarsvæðinu í Naustaborgum.

Það er löngu tímabært að velta þessum málum fyrir sér og fyrir nokkru stóð til að flytja sumarhús sem staðsett er í Liljulundi á Akureyri burt vegna þess að yfir það lágu raflínur, reyndar að hluta þær sömu og verið er að tala um á útivistarsvæðunum. Þá tók skipulagsnefnd þá afstöðu að rétturinn væri sumarhússins en orkufyrirtækjunum væri gert að koma þessum línum í jörðu þar sem þær liggja yfir lundinn. Ekki hefur orðið að því að orkufyrirtækin fari að þeim fyrirmælum enn sem komið er og sennilega verður að herða róðurinn við að þeir klári sín mál.  Neðsta myndin í flipanum vinstra megin á síðunni er eimitt af raflínu í Kjarnaskógi.

Þetta er bókun umhverfisnefndar frá því fyrir þremur vikum.

      Raflínur í Naustaborgum, Hömrum og Kjarnaskógi
2007110016
Umhverfisnefnd óskar eftir því við Landsnet og Rafmagnsveitur ríkisins að raflínur þær er liggja yfir útivistarsvæðið í Naustaborgum, tjaldsvæðið að Hömrum og Kjarnaskóg verði plægðar í jörð þar sem mikið lýti er af þeim og þar að auki er trjágróður í Kjarnaskógi farinn að slaga upp í hæð rafmagnslínanna.


mbl.is Vilja móta stefnu um raflínur í jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818183

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband