Fulltrúar lýðræðis og mannréttinda.

Bandaríkjamenn eru helstu boðberar lýðræðis og réttlætis í heiminum. Þeir hafa tekið að sér að siðvæða heiminn og koma á mannréttindum og lýðræði um víða veröld. Þetta voldugasta ríki heims hefur manngildi og réttlæti að leiðarljósi og eru fyrirmynd alls þess besta og fegursta sem einkennir þessa jörð sem við göngum á. Jörðin væri fátækari án bandaríkjanna og það væri þunnur heimur sem ekki nyti leiðsagnar þessara meistara réttlætisins.

Það þarf líklega ekki að taka það fram að þessi pistill hér að ofan er að þeirra eigin áliti.

Það sem blasir við heiminum er stórveldi sem ræðst á þjóðir á fölskum forsendum, þetta er ríki sem styður þjóðir sem stunda mannréttindabrot á þegnum sínum. Þetta er þjóð sem heldur mönnum föngnum á dóms og laga árum saman og þetta er þjóð sem lætur hermenn sína og leyniþjónustu pynta fanga og brjóta á þeim mannréttindi og réttlæti.

Eiginlega er ég ekkert hissa á þessari meðferð þeirra á saklausum ferðamanni sem varð á yfirsjón fyrir mögum árum.

Þessi atburður opinberar alvarlega stöðu mannréttindamála í Bandaríkjunum og staðfesta margt sem sagt hefur verið. Þetta er bandaríkjamönnum til skammar og heimurinn veit það.


mbl.is Tjáir sig ekki um einstök mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Asskoti vel skrifað JIC en ég burðaðist við að koma svipuðu út úr mér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Tek undir með Gísla, takk fyrir pistilin Jón.. ég meikaði ekki að blogga um þetta í dag þrátt fyrir mikla löngun...

Óskar Þorkelsson, 12.12.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ameríka, boðberar friðar, frjálsræðis, málfrelsis með mikla virðingu fyrir móðir jörð í umhverfismálum, fordæma hvalveiðar þrátt fyrir það að vera ein mesta hvalveiði þjóð í heimi. Virða mannréttindi í skötulíki og leika svo hina einu sönnu lögreglu... come on komin tími á að setja ofan í við þá, strax og hraustlega.

Páll Jóhannesson, 13.12.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Við íslendingar getum barið okkur á brjóst í útlendingamálum?

Jón Halldór Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband