29.1.2008 | 07:38
Fyndið og ekki fyndið.
Það er hrein spaugastofa að fylgjast með umræðunni um fyndni og ekki fyndni. Tilefnið er þáttur Spaugstofunnar er tilefni þessara átaka. Í fyrsta lagi, mér finnst fyndið að fylgjast með umræðunni hvað mönnum finnst um þennan þátt og meinta fyndni í honum.
Að finnast fyndið er tilfinning eins og að finnast fallegt eða ljótt eða jafnvel kalt eða heitt, perónulegt mat og upplifun.
Það er t.d. ljóst að tilfinningin fyndið, liggur svolítið eftir flokkslínum með Spaugstofuþáttinn á laugardaginn. Sjálfstæðismönnum upp til hópa fannst hann t.d. ekki fyndinn af því hann snerti kviku þess flokks og hagsmuna hans. Þessum sömu sjálfstæðismönnum hefur vafalaust þó Spaugstofan fyndin þegar þáverandi forstætisráðherra Halldór Ásgrímsson var sýndur sem botnlaus auli í nokkur ár. Þá kvartaði enginn þeirra á bloggsíðum svo ég muni.
Það hefur heldur enginn kvartað þó rónar væru sýndir í háðuglegu ljósi og ég tala nú ekki fulltrúi gamalmenna, hann Sigfinnur eða fulltrúi neytenda sem sífelllt var að svindla á öðrum. Rýni Spaugstofunnar er nefnilega bæði á samfélagshópa og einstaklinga.
Mér fannst ýmislegt fyndið í Spaugstofunni og annað ekki eins og gengur. Ég veit ekki hvort grínið á gamla góða Villa var nokkuð mildara en á aðra. Mesta grínið finnst mér samt þegar menn fara að takast á um þáttinn og sumir vilja helst banna hann af því hann var ekki fyndinn eins og þeim líkaði. Þjóðfélagsrýni er nauðsynleg hverri þjóð og það er áhygguefni að heyra fólk ætla að stjórna því hvað er sagt um hvern og hvernig. Hafa menn td séð grínið sem forseti Bandaríkjanna fær á sig alla daga.
Næst verður líklega að útvarpsstjóri segir upp restinni af Spaugstofunni vegna þessara mála. Það liggur í sál Sjálfstæðisflokksins að berjast gegn mótmælum og gagnrýni. Nokkur mál koma upp í hugann.
Falung Gong, mótmælaspjöldin og lögreglan á Austurvelli, Kárahnjúkamótmælendur, nú Spaugstofan og enn lengra aftur þegar mótmælendur hernáms Íslands voru barðir um árið. Mótmæli og grín eru sem eru ekki að skapi Sjálfstæðismanna skulu stöðvuð, skítt með lýðræði og mannréttindi.
Niðurstaða mín er að Sjálfstæðismenn eru upp til hópa húmorslausir og viðkvæmir fyrir sjálfum sér og verkum sínum. Þeir vilja fá að vinna verk sín í kyrrþei án afskipta borgaranna. Dæmi um svona hugsunarhátt stjórnvalda sér stað um alla mannkynssögunna en ég ætla ekki að tíunda neitt af því hér því ég veit að sjálfstæðismenn hafa ekki "húmor" fyrir því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 15:43
Er Mogginn flokkssnepill ?
Mikil umræða hefur spunnist um Morgunblaðið, gæði þess og trúverðugleika. Ég tek undir það að leiðaraskrif og staksteinar blaðsins hafa verið órökstudd og rætin skrif um menn og málefni. Dylgjur blaðisins í garð ákveðinna stjórmálaflokka og manna honum tengdum er út úr öllu korti og eru þeim sem svona skrifar til skammar.
En ritstjóranum gengur ýmislegt til. Hann er í fyrsta lagi að verja Sjálfstæðisflokkinn. Hann og blaðamaðurinn Agnes Bragadóttir er sérstakir varðhundar aflanna í Valhöll og fara ekki leynt með það. Það er eiginlega kátlegt þegar Mogginn siðan reynir að halda því fram að hann sé óháður og beri að taka alvarlega sem slikan.
Mogginn er auðvitað fínasta blað að flestu leiti. Vandað efni, góðar fréttir og fljótir að bregðast við tíðindum í núinu. En vandmál blaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn og þjónar hans inni á ritstjórn og fréttastofu. Það eru kannski tveir þrír menn og konur sem eru að spilla ásýnd og trúverðugleika þessa blaðs með gamaldags skrifum og rætnum, ómálefnalegum dylgjum. DV var legið á hálsi fyrir slíka fréttamennsku og þessi hluti Moggans stendur því ekki að baki.
Sem betur fer virðist hinn geðvondi og ómálefnalegi ritstjóri að komast á tíma og skammt í starfslok. Hann hefur einhvernveginn setið eftir í kaldastíðsgírnum og verður að athlægi flesta daga. Ég var á fundi um daginn þar sem þessi tilþrif ritstjórans voru kölluð "starfslokakvíði " og það má vera að svo sé. Starfslokakvíði er þekkt vandamál en hægt að leita sér hjálpar við slíkt eins og td flughræðslu og kongulóafóbíu.
Niðurstaða mín er að Mogginn sem slíkur sé ekki flokkssnepill en líður fyrir óvönduð og gamaldags vinnubrögð örfárra starfsmanna.
Að lokum er hér linkur á frábæra grein um sama efni en miklu betri.
http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html
![]() |
Segir Morgunblaðið hafa gert Ólaf að vígvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2008 | 07:49
Aðför að þeim sem minnst mega sín ?
Þetta er merkileg yfirlýsing. Skilyrða aðstoð sem borgin veitir. Hvernig skyldu Sjálfstæðismenn sjá fyrir sér að skilyrða aðstoð við þá sem minnst mega sín.
Enginn sækir um svona aðstoð og fær nema þurfa virkilega á því að halda. Ef þessi skilyrðing á að valda því að hluti þeirra sem fá aðstoð verða sviptir henni, hvað þá.?
Þetta er eimitt í anda Sjálfstæðisflokksins. Fyrst af öllu dettur þeim í hug að vega að þeim sem minnst mega sín og fólk sem þarfnast aðstoðar eru svo sannarlega í vanda. Ég hefði gjarnan viljað sjá hvað þessi áægæta kona hefði fram að færa gangvart fólki í vanda annað en þetta. Hvaða lausnir sér Jórunn aðra í stöðunni ?
Það munu margir hafa áhyggjur af framtíð sinni þegar þeir sjá slíkar yfirlýsingar, sem eru vafalaust til að slá pólitískar keilur á flokksfundi. Ef til vill er þarna smá matarhola til að fjármagna kaupin á Laugavegshúsunum ?
Svona yfirlýsingar hefðu aldrei litið dagsins ljós hjá fráfarandi meirihluta. Þetta er ábyrgðalaust og til þess fallið að valda óöruggi og hræðslu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
![]() |
Hugsanlegt að skilyrða aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2008 | 23:17
Sól hækkar á lofti

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2008 | 19:37
Hefur Ólaf F að fífli.
"Það er mín eindregna skoðun að við eigum að byggja í Vatnsmýrinni. Þar á að vera íbúðabyggð í framtíðinni," sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík um borgarmálefni."
Fyrsta grein í málefnasamningi Sjalla og Ólafs F er auðvitað hreinn brandari og fyrst og í besta falli merkingarlaust raus. Ólafur F hefur það sem hugsjón að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni og þar er ég sammála honum.
En nú keppast borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að sverja af sér þessa lykilgrein í meirihlutasamningnum. Hann var orðaður þannig að ekkert ætti að gera í með völlinn á þessu kjörtímabili, enda stóð það ekki til.
Ólafur F er æði barnalegur að láta sér detta í hug að hann hafi eitthvað um það að segja hvort flugvöllurinn verður eða fer. Orðin á A4 blaðinu og fjölluðu um Reykjavíkurflugvöll er innantómt kjaftæði og sennilega er betra að gera engan málefnasamning en skrifa svona markleysu.
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 20:33
Mistökin byrjuð á ný og meirihlutinn 24 stunda gamall.
Það er atburðarás hafin þar sem frá var horfið í október. Mistök og flumbrugangur, fjáraustur og trúverðugleikinn dregin í efa.
Á fyrsta sólarhring hefur nýr meirihluti sóað hálfum milljarði af skattfé borgarinnar til að sinna greiðslu fyrir meirihlutann. Þetta var önnur afborgun í greiðslu til Ólafs F fyrir að svíkja. Fyrsta afborgun var borgarstjórnarstóllinn í gær og önnur afborgun var í dag, sennilega 600 milljóna greiðsla fyrir ónýt hús við Laugaveginn og svo kannski 100 - 150 í viðbót til að gera þau upp. Menn geta haft skoðun á því hvernig fornminjar það eru sem eru endurbyggðar frá grunni. Menn geta líka haft skoðun á meðferð skattfjár borgaranna.
Og svo er það hið ótrúlega klúður við skipan formanns barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Kristín Edward var tilnefnd og kjörin formaður að henni forspurðri og þegar upp var staðið vildi hún ekki taka því embætti. Hún ætlar þó að bjarga skömmum Villa og félaga og sitja fram að næsta borgarstjórnarfundi.
Þetta er hreint með ólíkindum og staðfestir svo ekki verður um villst að borgarstjórarflokkur Sjálfstæðismanna getur ekki unnið vel. Rei - málið var með meiriháttar mistökum sem gerð hafa verið í sveitarstjórnarmálum og mistökin halda áfram.
Ég er ekki hissa þó Reykvíkingar beri ugg í brjósti enda á öllu von hjá óstarfhæfum meirihluta borgarinnar.
![]() |
Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 07:45
Hver skrökvar ??
Mér finnst því ósvarað í þessari umræðu allri .. hver skrökvar ?
Ólafur F. Magnússon, nýr borgarstjóri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að sjálfstæðismenn hefðu staðfest við sig að þeir hafi verið í alvöru þreifingum við Vinstri græna frá því meirihluti fjögurra flokka var myndaður í október.
Er það Ólafur F sem fullyrti þetta hér ofan við í Kastljósi. ?
Er það Villi sem kannast ekkert við að hafa sagt þetta við Ólaf ? ( Það ætti kannski að spyrja Kjartan ) Villa og Ólafi F ber ekki saman...
Eru það vinstri grænir ?
Mér þætti vænt um að fá það upplýst hver er að segja satt því þessi svör þessara þriggja aðila kalla á að þjóðin og sérstaklega Reykvíkingar verði upplýstir um hver er lygalaupurinn í þessu máli.
![]() |
Segir sjálfstæðismenn hafa átt í viðræðum við VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2008 | 23:09
Tómt kjaftæði.
Pínlegt að heyra í nýja borgarstjóranum í Kastlósi. Tafsaði, stamaði, rak í vörðurnar og vissi greinilega lítið í sinn haus. Ítrekað reyndi hann að koma sér undan því að svara Helga og tókst það nokkuð. Nýi borgarfulltrúi Framsóknar hafði sig lítið í frammi, ég veit ekki hvort hann vorkenndi Ólafi svona mikið.
Ég tók sérstaklega eftir því að nýji borgarstjórinn var kominn með snert af gleymskugeni gamla góða Villa og var búinn að gleyma því sem var óþægilegt. Það verður líklega að hafa minnismiðana við hendina í nýja meirihlutanum.
Þó kom fram að borgarstjórinn hafði gert sín fyrstu mistök. Borgarráð afgreiddi fljótfærnislega ákvörðun þar sem þeir færði eigendum Laugarvegar 4 og 6 tromp á hendi. Nú geta þeir sett upp það sem þeim sýnist fyrir þessi hús því borgin borgar.
Svo til gamans ... hitt málið sem Ólafur eff hafði á oddinum... Reykjavíkurflugvöllur.... frétt sem tengist því máli frá í byrjun október...2007
"Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, vill að fyrst verði reist ný íbúðahverfi í Vatnsmýri og í Örfirisey áður en byggð verður skipulögð á Geldinganesi. Þetta þýðir að Reykjavíkurflugvöllur yrði að víkja úr Vatnsmýrinni en að sögn Gísla Marteins vilja langflestir borgarfulltrúar Reykjavíkur að flugvöllurinn fari þaðan.
Vinna og endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2008-2032 er nú í gangi og vill Gísli Marteinn ekki að gert verði ráð fyrir flugvellinum í Vatnsmýri eftir árið 2024.
Aðspurður hvort það sé ekki forsenda fyrir brottför að nýr staður fyrir flugvöllinn verði fundinn í nágrenni höfuðborgarinnar, benti Gísli á að borgarstjóri hefði sagt að ekki kæmi til greina að flugvöllurinn færi til Keflavíkur. Í nýlegri skýrslu um flugvöllinn hefði komið í ljós að a.m.k. tveir staðir í Reykjavík kæmu til greina, Hólmsheiði og Löngusker. Þetta þyrfti að kanna nánar."
Nú er að sjá hvort Marteinn litli skógarmús verður látinn éta þessa þriggjamánaða gömlu skoðun sína upp úr súr. Kannski er þarna komin skýringin á því af hverju hann var svona súr. Gamli góði Villi var enn einu sinni búinn að samþykkja einhvern fjáran á bak við hann og alla hina borgarfulltrúa mistakaflokksins.
![]() |
Ólafur hyggst láta verkin tala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2008 | 22:19
Sólardagur fyrir norðan.
Það var bjart og fagur hér fyrir norðan í dag. Hingað barst fjarlægur ómur af óverðrinu fyrir sunnan þegar valtað var yfir pólitísk siðgæði og við tók hópur fólks sem þráði völd. En það gleymdist mér hér norður á hjara þegar litast var um.
Hvert sem litið var skartaði fjörðurinn fögrum leik ljóss og skugga og blámi vetrar farinn að víkja. Framundan er vor og blóm í haga. Ég vona að ég eigi bara eftir að sjá fegurð næstu vikur því það er betra fyrir sálina en margt það sem sést hefur undanfarna daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 08:12
Skrumskæling lýðræðis.
25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta borgarstjórnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.
"Upphafið var hjá Birni Inga og hann er búinn að setja pólitíkina á annan stað. Það er ómaklegt að segja að við séum að gera þetta á verri hátt. Þau hlógu að okkur við meirihlutaskiptin í haust en nú nýttum við okkur það að þau voru ekki búin að gera neitt í sínum málum í þrjá mánuði,"
5.5 % styðja Ólaf F en tæplega 60 % Dag B Eggertsson. Tilvitnun sem ég setti inn hér ofan við er í fyrrverandi og tilvonandi formann leiksskólaráðs, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Mér datt allt í einu í hug þátturinn skemmtilegi, gáfaðri en leikskólakrakki þegar ég sá þessa tilvitnun. Nú fæ ég dýpri skilning á því af hverju þessi kona er formaður leikskólaráðs, þroskinn er svipaður og hjá barni í leikskóla og barn á miðstigi leikskóla lítur á sandkassann sem nafla alheimsins. Það gerir þessi ágæta Þorbjörg líka. Þú ullar á mig þá ulla ég á þig.
Guð minn góður ... á hvaða plani eru stjórnmálin hjá sjöllum í Reykjavík.
![]() |
25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 819393
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar