Aðför að þeim sem minnst mega sín ?

Þetta er merkileg yfirlýsing. Skilyrða aðstoð sem borgin veitir. Hvernig skyldu Sjálfstæðismenn sjá fyrir sér að skilyrða aðstoð við þá sem minnst mega sín.

Enginn sækir um svona aðstoð og fær nema þurfa virkilega á því að halda. Ef þessi skilyrðing á að valda því að hluti þeirra sem fá aðstoð verða sviptir henni, hvað þá.?

Þetta er eimitt í anda Sjálfstæðisflokksins. Fyrst af öllu dettur þeim í hug að vega að þeim sem minnst mega sín og fólk sem þarfnast aðstoðar eru svo sannarlega í vanda. Ég hefði gjarnan viljað sjá hvað þessi áægæta kona hefði fram að færa gangvart fólki í vanda annað en þetta. Hvaða lausnir sér Jórunn aðra í stöðunni ?

Það munu margir hafa áhyggjur af framtíð sinni þegar þeir sjá slíkar yfirlýsingar, sem eru vafalaust til að slá pólitískar keilur á flokksfundi. Ef til vill er þarna smá matarhola til að fjármagna kaupin á Laugavegshúsunum ?

Svona yfirlýsingar hefðu aldrei litið dagsins ljós hjá fráfarandi meirihluta. Þetta er ábyrgðalaust og til þess fallið að valda óöruggi og hræðslu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.


mbl.is Hugsanlegt að skilyrða aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þetta er álíka gáfulegt hjá Jórunni eins og samþykkt væri ,að enginn mætti vera veikur lengur en í eitt ár!

BG

Björgvin Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband