Fyrir 46 árum.

Árekstur Strandgötu 1962 Alltaf gaman af gömlum myndum. Þessa rak á fjörur mínar fyrir nokkrum árum. Það hafði orðið árekstur við þvottaplanið í Strandgötu sem var gengt Herrabúð Þorsteins heitins Austmars. Þetta var bíll frá Niðursuðverksmiðju KJ en ég man ekki á hverjum hann lenti.

Börnin á Eyrinni mættu að sjálfsögðu því svona atburður þótti nokkur tíðindi. Gallinn er að ég þekki of fáa á þessari mynd og hefði verulega gaman af ef einhverjir þekktu þarna einhverja sem ég kem ekki fyrir mig.

Ég þekki eftirtalda. 2. frá vinstri sú stærsta á myndinni, Sigrún úr Grundargötu 3.  7. frá vinstri og hallar sér fram á brettið... Þorsteinn Árnason bifvélavirki sem þá bjó í Lundargötu 15. 9. frá vinstri með hvítan kollinn er undirritaður og að lokum lengst til hægri sýnist mér vera Jón Marinósson úr Norðurgötu 13.

Á myndinni eru 11 krakkar og mér þykir það heldur klént að ég þekki ekki nema 4 af einhverri vissu.  Ef menn sem þetta sjá hafa tillögur um hina væri það vel þegið.

Með því að klikka tvisvar á myndina fæst stór mynd og nokkuð skörp.

 


Sorgleg niðurstaða.

Það er sorglegt að fá það staðfest að ferlið í þessu GGE -REI máli var síst skárra en maður lét sér detta í hug. Þáverandi borgartjóri varð margsaga og var margsinnis uppvís að ósannindum og tvískinnung.

En nú hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ákveðið að láta lönd og leið allar blekkingar og óheiðarleika Vilhjálms þáverandi og nú tilvonandi borgarstjóra og leiða hann til valda á ný. Reykjavík setur niður við slíkan gjörning og Sjálfstæðisflokknum til ævarandi minnkunar.

Ólafur F er ekki sökudólgur í þessum hráskinnaleik. Hann er fórnalamb blekkinga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem enn á ný ætlar að leiða til borgjarstjórastjóls manns sem skýrslan sem rétt er óbirt kallar að hafi brugðist trausti.

Gæti þetta hafa átt sér stað annarsstaðar en á Íslandi í þeim heimi sem við köllum stjórnmálalega siðmenntaðan.... nei varla.


Þegar kvótinn var ekki til.

Hafís Það var gaman í gamla daga þegar kvótakerfið var ekki til og sjósókn og veiðiskapur var hluti af tilverunni hjá okkur Eyrarpúkum. Ég var svo heppinn að karl faðir minn var mikill sjóhundur og sá til þess að við strákarnir fengjum viðeigandi uppeldi.

Það var eðlilegur hluti tilverunnar að vakna snemma morguns og fara og vitja um kolanet eða leggja línu. Ómetanlegur tími fyrir mig þó svo ég næði ekki að festast í þessu hlutverki. Það var gríðarleg búbót fyrir heimilið, sá fiskur sem við komum með til lands á þessu litla trilluhorni sem heimilið átti.

Hér læt ég fylgja með mynd sem ég tók af pabba gamla þegar við höfðum rokið upp snemma morguns til að bjarga kolanetunum áður en þau lentu undir hafís. Þetta var vorið 1969 og ég man enn hversu köld þessi sjóferð var.

En netunum náðum við áður en allt fylltist við vesturlandið af ís. Kannski sést það ekki vel á þessari mynd en fyrir stafni er Þórsnes norðan Krossaness...handan við fyrstu ísjakana sem brunuðu inn fjörðinn undan norðanáttinni.


Ný hugsun....hverju skilar hún ?

Loks virtist sem eitthvað hreyfðist í viðæðum SA og samtaka launamanna í dag. SA sýndi í fyrsta sinn hversu stórt skref þeir eru tilbúnir að stíga í þetta skipti. Þó heyrðist mér að fulltrúar launamanna stæðu fastir á þeim launabreytingum sem þeir hafa sett fram, þannig að þar ber enn nokkuð mikið í milli.

En hver þýðir launahækkanir ákveðnar eftirá ?

"Þá er rætt um svonefnda baksýnisspegla sem virki þannig, að laun hækki um 4% þann 1. mars en þó með hliðsjón af launaþróun hjá hverjum einstökum launamanni á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. Kannað sé hversu mikið launin hafa hækkað á þessu tímabili. Hafi viðkomandi  t.d. notið launaskriðs og laun  hans hafa hækkað umfram 4% fái hann enga launahækkun. Hafi launin hins vegar ekkert hækkað fái hann öll 4%. "

Hvað þýðir þetta á mannamáli ? Laun hækki um 4% 1. mars hjá hverju einstökum launamanni sem ekki hefur fengið launhækkanir eða notið launaskriðs umfram þessi 4% á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. ??

Þetta þýðir að enginn sem hefur notið launakriðs að marki, enginn sem hlotið hefur launahækkun vegna starfsaldurs, stöðuhækkunar eða annars fær þessa hækkun sem um er er rætt. Þetta þýðir líka að þeir fáu sem hugsanlega gæti fengið þetta væru að fá sem nemur mest 5.000 krónum fyrir skatt út á þetta ákvæði.

Alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt í kjaraviðræðum. En þetta er að mínu allt of takmarkað og allt of lítið og allt of flókið til að eyða púðri og kostnaði við að útfæra svona tillögu sem á að skila jafn litlu fyrir jafn fáa.

En það merkilega við daginn í dag er að maður fær andartak á tilfinninguna að SA hafi áhuga á að semja við launamenn áður en allt fer í óefni og það er gleðilegt.


mbl.is Launahækkanir ákveðnar eftirá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóar og snjóar.

Snjóar og snjóarÞað snjóar á Akureyri þessa dagana. Götur bæjarins eru heldur leiðinlegar yfirferðar og hliðargötur og bílastæði illfær eða ófær.

En þetta hefur ýmsa kosti... myndefni hvert sem litið er, ekkert svifryk og engum dettur í hug að salta götur.

Myndin er af Eyrarlandsstofu í Lystigarðinum á Akureyri. Þar er heilmikill snjór og fallegt um að litast. Það er fallegt í Lystigarðinum hvort sem er að vetri eða sumri.


Sjálfhverfur gamaldags stjórnmálaflokkur.

Framsóknarflokkurinn var valdaflokkur. Hann dó af því hann endurnýjaðist ekki og var bara til fyrir völdin. Áhrifamenn studdu hann af því hann var valdaflokkur en ekki af því hann stóð fyrir eitthvað eða hafði stefnu. Hann átti nóg af peningum af því hann var valdaflokkur en ekki af því hann hafði stefnu og tilgang. En þrátt fyrir þetta allt er hann horfinn... að mestu og það var af því hann var bara valdaflokkur en hafði ekki tilgang.... þetta var Framsóknarflokkurinn.

En þessi lýsing á líka við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er valdaflokkur og hefur blindast af valdi sínu. Hann hefur ekki endurnýjast, hann skilur ekki nútíðina, hvað þá framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn heldur að hann geti haldið fortíðinni kyrri á Íslandi og það henti flokknum best. Þessi hugsun er Sjálfstæðisflokknum eðlileg því völdin hafa blindað hann og þess vegna er hann staður, kyrrstæður og gamaldags.

Þess vegna er þessi ræða varaformanns flokksins stórmerkileg. Fyrsti árhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sem horfist í augu við vandann og viðurkennir hann opinberlega, það er stórmerkilegt. Kannski er það af því þessi ágæti varaformaður fékk hákratískt uppeldi og var í náinni snertingu við anda jafnaðarstefnunnar í æsku... hvar sem hún nú villtist af leið.

Kannski er Sjálfstæðisflokkurinn að átta sig á því, að ef hann stendur staður og heldur að völdin næri, þá muni fara fyrir honum eins og Framsóknarflokknum...dagar uppi eins og steintröll við sólarupprás.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur á Íslandi sem talar til framtíðar... það er þjóðin að átta sig á og þess vegna eru stjórnmálin á Íslandi að breytast.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórundarlegar niðurstöður.

Þá sögðust 27% þeirra, sem tóku afstöðu, vera ánægð með nýjan meirihluta í borgarstjórn, 62% sögðust vera óánægð og 11% sögðust hvorki ánægð né óánægð. Svo eru 16% Reykvíkinga ánægð með nýjan borgarstjóra... 64 % óánægð, 24 % hvorki né.

Mér finnast þetta merkilegar niðurstöður. Ég er eiginlega stórhissa hversu margir segjast ánægðir með nýjan meirihluta. Það finnst mér óverðskuldað miðað við allt og allt.

Og svo að 16% segist ánægðir með nýjan borgarstjóra. Hann getur vel við unað og mér kemur nokkuð á óvart hversu mikils trausts hann nýtur eftir allt saman.

Kannski er 27% meirihlutinn og 16% borgarstjórinn glúrnari en marga grunaði.


mbl.is Fáir ánægðir með nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki undarlegt... Sjálfstæðisflokkurinn með allt upp á bak.

Þetta er ekki undarleg niðurstaða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert upp á bak í Reykjavík og hver mistökin á fætur öðrum bylja á landsmönnum og trúverðugleiki hluta Sjálfstæðismanna er rokið út í veður og vind.

Auðvitað hafa klaufaleg vinnubrögð borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík mikil áhrif, enda sjaldgæft að sjá slíkan klaufagang í stjórnmálum á Íslandi.

Nú er að sjá hver þróun mála verður næstu mánuði. Það er greinilegt að málefnastaða Samfylkingar er sterk og þó svo ég sé hallur undir málstaðinn fer ekki á milli mála að Dagur ber af oddvitum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Hann hefur styrkt stöðu sína mjög og allur annar gangur á honum en borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna svo ég tali nú ekki um nýjan borgarstjóra.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarsamningar og kjararýrnun.

Það er sannarlega kominn tími til að koma kjaraviðræðum almennilega af stað. Verðbólga er 6% og enginn breyting hefur orðið á launatöflum frá 1. janúar 2007. Launaskrið hefur einnig minnkað stórlega á árinu 2007 og víða sér merki þess að samdráttarskeið sé framundan.

Það að nú er heilt ár síðan breyting varð á launatöflum þeirra félaga sem nú eru með lausa samninga eru kjararýrnun launamanna innan þeirra raða hröð þessi misserin. Kjararýrnunin nemur þegar þessum 6% sem láglaunafólk þolir afar illa eins og gefur að skilja

Ábyrgð samningsaðila er mikil að ná kjarasamingum. Opinberir starfsmenn bíða handan hornsins og sveitarfélögin koma með haustinu. Vonandi koma stjórnvöld að málinu þegar kjaraviðræður komast á alvöru viðræðustig og lending náist í framhaldi af því. Verkföll eru ekki skemmtilegur kostur en gætu komið til ef ekkert gengur.

Mér finnst að vinnuveitendur og verkalýðshreyfing hafi ekki verið að leggja sig fram í þessum viðræðum fyrr en þá nú. Það hefur verið ríkjandi tómlæti vikum saman og báðir aðilar biðu eftir að málin bara "redduðust" svona eins og fyrir kraftaverk.

En nú eru menn komnir í alvöru kjaraviðræður og því von til að lending náist á næstunni. Kannski ekki á morgun og ekki hinn en kannski í febrúar. Það er breyting frá því sem útlit var til fram að þessu.


mbl.is Samningur að nást um forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað fer Sjálfstæðismaður.

Datt einhverjum í hug að Ólafur F ætti að fá að vera borgarstjóri í alvöru. Nú treystir hann sér ekki til að sækja þessa höfuðborgarráðstefnu og það er borginni lítt til sóma. Það eru ekki beisnir varamennirnir sem fara í hans stað. Fyrrverandi borgarstjóri rúin trausti og helsti andstæðingur hans í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna.

Ég hefði orðið meira hissa ef Ólafur hefði farið þessa ferð fyrir Reykjavík. Þetta er raunhæf afleiðing þeirrar grátlegu stöðu sem uppi er í Reykjavíkurborg þar sem alsendis vanhæfur meirihluti hefur tekið við völdum.

Kannski er borgarstjórinn nýji upptekinn við að kaupa upp fasteiginir við Laugaveg. Það ku vera nokkrar slíkar sem bíða milljónahundruða úr borgarsjóði. Kannski Jórunn ætti að drífa að leita leita leiða til að skera niður fjárstuðning til þurfandi eins og hún nefndi á fundi Sjalla í Reykjavík um helgina.Tounge


mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 819392

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband