Fyndið og ekki fyndið.

Það er hrein spaugastofa að fylgjast með umræðunni um fyndni og ekki fyndni. Tilefnið er þáttur Spaugstofunnar er tilefni þessara átaka. Í fyrsta lagi, mér finnst fyndið að fylgjast með umræðunni hvað mönnum finnst um þennan þátt og meinta fyndni í honum.

Að finnast fyndið er tilfinning eins og að finnast fallegt eða ljótt eða jafnvel kalt eða heitt, perónulegt mat og upplifun.

Það er t.d. ljóst að tilfinningin fyndið, liggur svolítið eftir flokkslínum með Spaugstofuþáttinn á laugardaginn. Sjálfstæðismönnum upp til hópa fannst hann t.d. ekki fyndinn af því hann snerti kviku þess flokks og hagsmuna hans. Þessum sömu sjálfstæðismönnum hefur vafalaust þó Spaugstofan fyndin þegar þáverandi forstætisráðherra Halldór Ásgrímsson var sýndur sem botnlaus auli í nokkur ár. Þá kvartaði enginn þeirra á bloggsíðum svo ég muni.

Það hefur heldur enginn kvartað þó rónar væru sýndir í háðuglegu ljósi og ég tala nú ekki fulltrúi gamalmenna, hann Sigfinnur eða fulltrúi neytenda sem sífelllt var að svindla á öðrum. Rýni Spaugstofunnar er nefnilega bæði á samfélagshópa og einstaklinga.

Mér fannst ýmislegt fyndið í Spaugstofunni og annað ekki eins og gengur. Ég veit ekki hvort grínið á gamla góða Villa var nokkuð mildara en á aðra. Mesta grínið finnst mér samt þegar menn fara að takast á um þáttinn og sumir vilja helst banna hann af því hann var ekki fyndinn eins og þeim líkaði. Þjóðfélagsrýni er nauðsynleg hverri þjóð og það er áhygguefni að heyra fólk ætla að stjórna því hvað er sagt um hvern og hvernig. Hafa menn td séð grínið sem forseti Bandaríkjanna fær á sig alla daga.

Næst verður líklega að útvarpsstjóri segir upp restinni af Spaugstofunni vegna þessara mála. Það liggur í sál Sjálfstæðisflokksins að berjast gegn mótmælum og gagnrýni. Nokkur mál koma upp í hugann.

Falung Gong, mótmælaspjöldin og lögreglan á Austurvelli, Kárahnjúkamótmælendur, nú Spaugstofan og enn lengra aftur þegar mótmælendur hernáms Íslands voru barðir um árið. Mótmæli og grín eru sem eru ekki að skapi Sjálfstæðismanna skulu stöðvuð, skítt með lýðræði og mannréttindi.

Niðurstaða mín er að Sjálfstæðismenn eru upp til hópa húmorslausir og viðkvæmir fyrir sjálfum sér og verkum sínum. Þeir vilja fá að vinna verk sín í kyrrþei án afskipta borgaranna. Dæmi um svona hugsunarhátt stjórnvalda sér stað um alla mannkynssögunna en ég ætla ekki að tíunda neitt af því hér því ég veit að sjálfstæðismenn hafa ekki "húmor" fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er rétt ályktað hjá þér Jón !

Óskar Þorkelsson, 29.1.2008 kl. 08:40

2 identicon

Amen

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband