Auðvitað fer Sjálfstæðismaður.

Datt einhverjum í hug að Ólafur F ætti að fá að vera borgarstjóri í alvöru. Nú treystir hann sér ekki til að sækja þessa höfuðborgarráðstefnu og það er borginni lítt til sóma. Það eru ekki beisnir varamennirnir sem fara í hans stað. Fyrrverandi borgarstjóri rúin trausti og helsti andstæðingur hans í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna.

Ég hefði orðið meira hissa ef Ólafur hefði farið þessa ferð fyrir Reykjavík. Þetta er raunhæf afleiðing þeirrar grátlegu stöðu sem uppi er í Reykjavíkurborg þar sem alsendis vanhæfur meirihluti hefur tekið við völdum.

Kannski er borgarstjórinn nýji upptekinn við að kaupa upp fasteiginir við Laugaveg. Það ku vera nokkrar slíkar sem bíða milljónahundruða úr borgarsjóði. Kannski Jórunn ætti að drífa að leita leita leiða til að skera niður fjárstuðning til þurfandi eins og hún nefndi á fundi Sjalla í Reykjavík um helgina.Tounge


mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Mér skilst að Mattador sé afar vinsælt í ráðhúsinu í dag. Nýr meirihluti hefur keypt upp margar götur. Björgúlfur of co. þarf að fara passa sig.

Sveinn Hjörtur , 29.1.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bankastrætið var dýrast í Mattador... en nú hefur önnur gata tekið þann sess

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Vendetta

"Nú treystir hann sér ekki til að sækja þessa höfuðborgarráðstefnu og það er borginni lítt til sóma."

Svon ráðstefna er einskis virði og skilar engu. Tíma- og peningasóun.

Vendetta, 29.1.2008 kl. 20:40

4 identicon

Það er allt skárra en tjarnarkvartettin og skríllin sem fylgir þeim sem kýs þá. Það er sorglegt að sjá fullorðið fólk vera svo barnalegt að sjá ekki í gegnum vinstri stjórn og hvernig þeir hugsa sem er ekki mikið ef marka má síðast liðin 15 ár í stjórnmálum. hægri stjórn hefur hugsað vel um landan með réttri hugsun um að allir hafa sama tækifæri til að gera það sem þeir vilja. vinstri fólk virðist bíða eftir því að fá allt upp í hendurnar sem er sorglegt hugarfar og eru síðan á móti öllu. En allavega hættið að vera svona lítill í ykkur og viðurkennið að hægri stjórn hefur hugsað vel um ykkur,eldriborgara,öryrkja,hinn almenna borgara sem fær alltaf nóg af vinnu :) fyrirtæki og svo framvegis.

það sem mér finnst sorglegast af þessu öllu er að sjá fólk fara svo neðarlega í sjálfsvirðngunni að ráðast á mann sem er ný stíginn upp úr veikindum eins og Ólaf Borgarstjóra í stað þess að styðja hann sem væri sterkari leikur. en mér finnst þetta endurspegla hið eina sanna eðli vinstri manna hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Skítlegt eðli. Farið nú og takið ykkur á og kjósið rétt. X-D

kv, Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þess vegna er sendir tveir gangslausir sjálfstæðismenn í stað hans eins ... á ég að skilja það þannig ???

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2008 kl. 20:41

6 identicon

Enda dýr fatakaupin ef stund hnífanna rynni upp.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:50

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er ekki Óli Falski sjálfstæðismaður ?

Óskar Þorkelsson, 29.1.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og Tryggvi fær fyrstu verðlaun fyrir að vita rétt svar :)

Óskar Þorkelsson, 30.1.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband