Sjálfhverfur gamaldags stjórnmálaflokkur.

Framsóknarflokkurinn var valdaflokkur. Hann dó af því hann endurnýjaðist ekki og var bara til fyrir völdin. Áhrifamenn studdu hann af því hann var valdaflokkur en ekki af því hann stóð fyrir eitthvað eða hafði stefnu. Hann átti nóg af peningum af því hann var valdaflokkur en ekki af því hann hafði stefnu og tilgang. En þrátt fyrir þetta allt er hann horfinn... að mestu og það var af því hann var bara valdaflokkur en hafði ekki tilgang.... þetta var Framsóknarflokkurinn.

En þessi lýsing á líka við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er valdaflokkur og hefur blindast af valdi sínu. Hann hefur ekki endurnýjast, hann skilur ekki nútíðina, hvað þá framtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn heldur að hann geti haldið fortíðinni kyrri á Íslandi og það henti flokknum best. Þessi hugsun er Sjálfstæðisflokknum eðlileg því völdin hafa blindað hann og þess vegna er hann staður, kyrrstæður og gamaldags.

Þess vegna er þessi ræða varaformanns flokksins stórmerkileg. Fyrsti árhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sem horfist í augu við vandann og viðurkennir hann opinberlega, það er stórmerkilegt. Kannski er það af því þessi ágæti varaformaður fékk hákratískt uppeldi og var í náinni snertingu við anda jafnaðarstefnunnar í æsku... hvar sem hún nú villtist af leið.

Kannski er Sjálfstæðisflokkurinn að átta sig á því, að ef hann stendur staður og heldur að völdin næri, þá muni fara fyrir honum eins og Framsóknarflokknum...dagar uppi eins og steintröll við sólarupprás.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur á Íslandi sem talar til framtíðar... það er þjóðin að átta sig á og þess vegna eru stjórnmálin á Íslandi að breytast.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjaldan hef ég nú lesið meiri þvælu en þetta. Eins og kratarnir séu eitthvað heilagir. Var ekki Ingibjörg Sólrún bísna snögg að drífa sig uppí til Geirs? Af hverju mynduðu þið ekki frekar vinstristjórn? fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er svona gamaldags og staðnaður eins og þú lýsir honum.

Þú mættir alveg minna Möllerinn á kosningaloforðið frá sl.vori  GJALDFRJÁLS VAÐLAHEIÐARGÖNG STRAX!!!      Daginn sem hann varð ráðherra samgöngumála snéri hann görsamlega við blaðinu og setti málið  í salt.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vaðlaheiðargöng eru ekki í salti... það ættir þú að vita sem Eyfirðingur

Jafnaðarmenn eru langt á undan Sjálfstæðisflokknum í framfarasinnaðri hugsun. Þó Sjálfstæðisflokkurinn sé staðnaður er hann þó ekki eins steinstopp og VG... sem betur fer enda varla hægt. Eins og heyrðist á varaformanninum ykkar er farið að örla á framfarasinnaðri hugsun og glugginn út fyrir skerið er að opnast. Meðan leiðtogi lífs allra sjalla segir að útlönd og útlenskt sé af hinu vonda hlýðið þið en vald hans er að dvína eins og heyrðist á varaformanninum í dag-gær.

Evra og Evrópusamband eru ekki langt undan og þó Sjálfstæðismenn vilji halda krónu og loka landinu krefst atvinnulíf og fjármálaveldið framfara og opinnar hugsunar. Þó svo menn séu staðaðir mun atvinnulíf og jafnaðarmenn draga Sjálfstæðisflokkinn inn í nútíman og ef vel tekst til...inn í framtíðina.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2008 kl. 02:37

3 identicon

Í mínum huga þýðir strax nú þegar, en ekki eftir 5-6 ár eins og Möllerinn hefur  sagt í viðtölum við fréttamenn. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í NV kjördæmi lofuðu því líka ef kratarnir kæmust til valda yrði hætt að rukka fyrir akstur um Hvalfjarðargöngin, en það var náttúrlega samstundis svikið af hæstvirtum K.L.M.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér von með réttum foringjum.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2008 kl. 11:43

5 identicon

Alltaf í boltanum

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Halla Rut

Ég er sammála þér þegar þú segir:"völdin hafa blindað hann og þess vegna er hann staður, kyrrstæður og gamaldags."

Þetta á jafnt við um Framsókn sem og Sjálfstæðisflokkinn. 

Halla Rut , 3.2.2008 kl. 13:53

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Framsóknarflokkurinn var barn síns tíma. Undanfarin ár hefur hann verið gróðarstía spillingar og undirferla, kvótabrasks og það sem enn er verra: ómerkilegs lýðskrums til að afla þessu sökkvandi fleyi einhverra atkvæða! Kárahnjúkaævintýrið á eftir að gera upp. Við höfum ekki enn fengið að sjá lokareikninginn. Ítalarnir munu heimta sitt og fara ekki neinum mildum höndum um okkur. Þetta ítlaska fyrirtæki var á barmi gjaldþrots og Framsóknarflokkurinn ásamt Davíð bjargaði því fyrir horn með því aðútvega því verkefni sem þeir gætu grætt á og fengið betra veður hjá lánadrottnunum.

Kannski verður Landsvirkjun tekin upp í skuld. Það skyldi þó ekki koma á óvart! Þessi rándýra valdagleði stjórnvalda á eftir að verða okkur ákaflega dýr mistök. Þó svo virkjunin virðist hafa lukkast þá er álverð í hæstu hæðum og getur aldrei orðið svo til langframa. Þá fer það lækkandi og aftur verða greiðslurfrá þeim Álkóa mönnum lægri.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2008 kl. 18:52

8 identicon

Langar bara að benda öllum krötum á holla lesningu á blaðsíðu 6 í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 3. febrúar,eftir Halldór Blöndal.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:49

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er jafnaðarmaður og hef verið það frá barnæsku. Ég skilgreini mig sem miðjumann en hvorki vinstri eða hægri í þessari hefðbundnum íslensku sýn á þetta.  Ég hef einhvernveginn ekki trú á að Höskuldur endist lengi í þessu... af hverju mér finnst það veit ég ekki. Birki þekki ég ekki neitt en finnst hann lítil hetja að loka á comment í blogginu sínu sem hann notar til að skjóta  í allar áttir... ég ætla ekki að segja hvað mér finnst um það. Ef Framsóknarflokkurinn breytist frá þeim undarlegu áherslum sem maður sá síðustu ár er það fínt og gefur von um endurreisn fyrir Framsóknarmenn.

Naustaskóli.... ég bara veit ekki hver áætlaður kostnaður er.... vissi bara um þessar áætlanir sem lágu fyrir eftir hönnun.  .. eins sem ég veit er að þetta er skemmtilega hannaður skóli með nýja sýn á skipuag svona stofnunar.

Benjamín.... ég bara kaupi ekki Moggann... vil ekki eyða aurunum mínum í flokksblað Sjálfstæðisflokksins en nýt í þess stað faglegra frétta og umfjöllunar á MBL.is

Jón Ingi Cæsarsson, 5.2.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband