11.9.2017 | 15:38
Í skítverkum fyrir dómsmálaráðherra.
Það er ekki annað hægt en vorkenna lögreglumönnum að vera í skítverkum fyrir útlendingastofnun og dómsmálaráðherra.
Vonandi kemur ekki til að þeir þurfi að standa í því.
En ef það verður reyndin er það sorgardagur á Íslandi.
Hversu lengi munu samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins kvitta undir mannvonsku og hunsun barnasáttmála S.Þ. ?
Þá er bara að drífa í gegn boðað frumvarp því ekki er spurning, fyrir því er meirihluti á Alþingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2017 | 18:32
Veitum börnum í vanda varanlegt skjól.
Strax eftir helgi verður lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að börnum í vanda og fjölskyldum þeirra er veitt varanlegt skjól á Íslandi.
Hér er verið að vinda ofan af skeytingarleysi stjórnvalda þar sem mannúð og skynsemi víkja.
Ráðherra og kerfisnefndir útlendingaeftirlits keyra á blindum kerfisreglum og virðast ekki hafa neinn sveigjanleika til að meta þessi tvö mál í ljósi staðreynda.
Það er því Alþingis að taka í taumana og vinda ofan af mannúðarskorti kerfis og möppudýra, horft er til Barnasáttmála SÞ.
Það er þingmanna að leiða þessi mál til lykta.
Ég hef því miður enga trú á að Sjálfstæðisþingmenn sjái neitt annað en dómsmálaráðherra hefur mótað í samstarfi við nefndir sínar.
En það er nægur þingstyrkur til að fá frumvarp um ríkisborgararétt barna í nauð í gegn, varla fara Björt framtíð og Viðreisn í spor Sjálfstæðismanna þegar kemur að því að meta mannúð og samvisku.
Ég hef fulla trú á alþingismönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.9.2017 | 19:19
Stefna Sjálfstæðisflokksins í mannúðarmálum.
Dómsmálaráðherra mun ekki taka til endurskoðunar brottvísun ellefu og átta ára stúlkna og fjölskyldna þeirra. Á þessu ári hefur 36 börnum verið vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Tuttugu og tvö hafa fengið að dvelja hér.
Ráðherra Sjálfstæðisflokksins, dómamálaráðherra hefur talað.
Barnasáttmálinn og mannúðin er ekki á dagskrá.
Væntanlega að fylgja stefnu flokksins í mannúðarmálum.
Blindar reglugerðir og lagabókstafir.
Annað ekki.
Tveimur illa stöddum börnum skal vísað úr landi.
Ömurleg niðurstaða útlendingastofnunar og nú ráðherra.
Tilfinningaleysi - möppudýrið hefur talað.
Sorglegur stjórnmálamaður sem er að fylgja stefnu flokksins í blindni.
Ljótur blettur á íslenskri stjórnsýslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2017 | 18:26
Barnasáttmáli SÞ - skilaboð til dómsmálaráðherra.
Dómamálaráðherra,útlendingastofnun og fleiri er málið varðar.
Hvet til þess að þessar stofnanir og ráðherrann leggi frá sér möppurnar og kveiki á mannlega forritinu ef það er til.
Jafnframt er hér hvatt til að ráðherrann kynnir sér Barnasáttmála SÞ og láti hann ráða för en ekki þurrar lagagreinar og túlkanir.
Gerum ekki það sem þjóðin þarf að skammast sín fyrir.
Ábyrgð þeirra sem geta breytt er mikil.
Hugsið ykkur að um sé að ræða ykkar eigin börn í vandræðum í hinum stóra heimi.
Reikna með að það breytti hugarfari og gjörðum ef þannig stæði á.
Ég skora á dómsmálaráðherra að sýna nú örlítinn mannúðarvott í þetta sinn, það þarf ekki að standa mjög lengi ef það er óþægilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2017 | 18:55
Ég skammast mín.
Ég skammast mín fyrir útlendingastofnun.
Ég skammast mín fyrir dómsmálaráðherra.
Ég skammast mín fyrir alþingsmenn sem þegja þunnu hljóði.
Ég skammast mín fyrir að mannvonska sem þessi þrífist í okkar fagra landi.
Ég vona svo sannarlega að einhver kveiki á perunni og grípi í taumana.
Daufblindar stofnanir loka augum fyrir hinu mannlega og miskunsama.
Vöknum öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2017 | 23:31
Möppudýrasamfélagið.
Ellefu ára gamalli stúlku og fötluðum afgönskum föður hennar, sem komu til Íslands fyrir níu mánuðum, verður vísað úr landi þrátt fyrir að stúlkan sýni alvarleg einkenni áfallastreituröskunar og geðlægðar eftir flóttann. Hún er ríkisfangslaus, því hún fæddist sem flóttamaður í Íran.
______________
Á Íslandi býr friðsæl þjóð í fögru landi.
Mannlíf og birta er yfir þessu samfélagi, smá þras um dægurmálin en annars gott samfélag ennþá.
En það ber skugga á þegar kemur að góðvild og manngæsku til handa fólki í nauðum statt.
Það á ekki við um almenna borgara, flestir vilja veita nauðstöddum aðstoð og hjálp.
En þá kemur að möppudýrasamfélaginu.
Það eru þeir sem draga fram möppur og lagagreinar og loka augum fyrir hinu mannlega.
Möppudýrasamfélagið kann ekki eða kannski má ekki meta hvert mál fyrir sig.
" The computer says no !! "
Er það sem við viljum ?
Viljum við sjá möppudýrasamfélagið vísa nauðstöddu barni úr landi og láta sem það sjái ekki fötlun og neyð föðurs.
Ég held ekki.
Þessu verður að hnekkja.... annars munum við skammast okkar um alla framtíð...nema kannski þeir sem grúfa sig yfir lagagreinar og tölvuskjái og sjá ekki hið mannlega.
Bloggar | Breytt 8.9.2017 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2017 | 18:30
Eigingirni og frekja.
Það heyrast víða áhyggjuraddir á Íslandi að ferðaþjónustan sé að breytast í ok sem ógni lífi almennings. Víðs vegar um Evrópu er helsta ferðafrétt sumarsins mótmæli gegn áþján ferðaþjónustunnar. Það er því víða verið að leita lausna til að njóta afraksturs ferðaþjónustunnar án þess að drukkna í flaumi ferðamanna. Ábyrgin liggur hjá yfirvöld sem þurfa þá skapandi hugsun.
Það er örugglega meira upp úr því að hafa að fá nokkra tugi þúsunda eða hundruð þúsunda í Mývatnssveit en mig.
Ég er sennilega eigingjarn og frekur þegar ég segi að ég sakna Mývatnssveitar eins og hún var.
Kom þar oft á ári, oftast á sumrin og oft var ég í tjaldi þar dögum saman sem barn og unglingur.
En heimsóknum mínum í Mývatnssveit hefur fækkað, stundum bara ein á sumri og þá keyri ég í gegn og sleppi því að fara í Dimmuborgir, ( þar hef ég ekki komið í meira en fimm ár )að Hverfjalli eða í Grjótagjá svo eitthvað sé nefnt.
Ástæðan er, mér líður eins og ég sé staddur á yfirfullri járnbrautastöð, þar sem varla verður þverfótað fyrir manngrúa.
Það er ekki Mývatnssveitin sem mig langar að heimsækja, njóta friðsældar og náttúru og koma heim endurnærður.
Það er ekki hægt í dag, ég næ ekki að slaka á og njóta þegar þarf að troðast i gegnum mannfjölda og leggja á stæðum þar sem fyrir eru 15 risarútur.
Ég er eigingjarn og frekur.
Mig langar aftur í gömlu fallegu og friðsælu Mývatnssveit.
En það verður víst ekki, þetta er ferðamannastaður fyrst og síðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2017 | 11:51
Lækkun frítekjumarksins skelfileg mistök Alþingis.
Árið 2014 réðist þáverandi félagsmálaráðherra gegn eldri borgurum með atvinnugetu með að nánast afnema frítekjumarkið.
Það var lækkað úr 105.000 í 25.000.
Þetta hefur orðið til að að flestir eldri borgara með atvinnugetu hafa horfið af vinnumarkaði.
Þvert á öll fínu áformin um aukna virkni eldri borgara.
Ferleg mistök og Eygló mun þurfa að bera þennan mistakakross lengi.
Framsókn og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hafa svikið flest sín loforð þegar kemur að réttindum og tekjum eldri borgara.
En nú hefur verið boðað að núverandi ríkisstjórn ætli að skila þessu þýfi til efirlaunamanna.
EN.... á mörgum árum og í stuttum skrefum.
Stundum hefur maður það á tilfinningunni að eldri borgarar og réttindi þeirra séu alþingismönnum einskis virði og þeim sé nokkuð sama þó þeir hafi það skítt.
Það er ekkert annað hægt en skora á þingmenn að sjá sóma sinn í að lagfæra þessa ósvinnu strax en ekki ætla sér að dreifa þessu á næstu árin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2017 | 09:32
Könnun Gallup. Margir tapa fylgi frá síðasta mánuði.
Flokkur fólksins mælist með tæplega ellefu prósenta fylgi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Flokkurinn fengi samkvæmt því sjö þingmenn, en ríkisstjórnarflokkurinn Björt framtíð kæmi ekki manni að. Fyrir utan fylgisaukninguna hjá Flokki fólksins breytist fylgi flokka lítið og er innan skekkjumarka.
Mánaðarleg könnun Gallup er áhugaverð. Flokkur sem sumir telja að sé í ætt við Svíþjóðardemokrata og Frjálsa Finna tekur stökk og fer uppfyrir 11%.
Þróun sem margir furða sig á en ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til Evrópu. Það skilar nokkru fylgi að gera út á þær áherslur sem snúa að flóttamönnum og innflytjendum.
Sennilega ekkert öðruvísi hér en þar.
Að öðru leiti eru línurnar frá síðasta mánuði, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Viðreisn og Björt framtíð tapa fylgi.
Samfylking, Píratar og Flokkur fólkins bæta við sig.
Ríkisstjórnin kolfallinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2017 | 15:19
Hvað í ósköpunum voru þingmenn að hugsa ?
____________________
Það var furðuleg ákvörðun þingmanna að lækka frítekjumarkið.
Hreinlega hægt að kalla það mannfjandsamlega aðgerð.
Ég trúi því ekki að þingmenn séu almennt dómgreindarlausir og held því að þetta hafi verið sett í þennan farveg af vanþekkingu og tómlæti.
Þetta hefur sett möguleika þúsunda eldri borgara út af vinnumarkaði og takmarkað möguleika þeirra á að bæta lífskjör sín.
Viljum við trúa því að þingmenn búi til fátæktargildu fyrir eldri borgara viljandi ?
Held ekki.
En af hverju ætla þeir sér hálfan áratug til að vinda ofan af þessari ósvinnu sem var skellt á í skjóli myrkurs ?
Þess vegna hefur maður aðeins efasemdir um að þetta hafi verið gert óvart, heldur af kaldranalegri rökhyggju.
Þetta var ljótur blettur á þingmönnum sem fyrir þessu stóðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 820346
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar