20.9.2017 | 15:28
Þorir VG að leiða ríkisstjórn ?
Flestir vilja VG í ríkisstjórn og flestir vilja að VG leiði ríkisstjórn.
Auðvitað er ekki tímabært að ræða þessi mál af alvöru, það á víst eftir að kjósa.
En samt er eðlilegt að spyrja sig, þorir VG að leiða ríkisstjórn og semja um viðkvæm mál við aðra flokka ?
Fram að þessu hefur hinn ágæti formaður flokksins gugnað á að taka nokkur afgerandi skref eða taka frumkvæði.
Kannski breytist það og verður að breytast ef áherslubreytingar eiga að verða í stjórnmálum á Íslandi.
Hvað sem öðru líður, ef VG ætlar að halda áfram að vera á sama róli og síðustu misseri þá verður félagshyggjustjórn ekki að veruleika og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að velja sér samstarfsflokka.
Það þarf að vera hugrakkur í stjórnmálum ef maður vill breyta.
Viljum við það ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2017 | 10:27
Náttúruhryðjuverk á Glerárdal ?
Fyrirtækið Fallorka er að byggja virkjun á Glerárdal. Þetta dótturfyrirtæki Norðurorku og forstjóri þessi átti sér þann hugljúfa draum um smávirkjun á Glerárdal.
Gæluverkefni eru oft krefjandi fyrir sálina.
Að mati margra var það varla verkefni sem borgaði sig þar sem allir sem til þekkja er Gleráin nánast vatnslaus að vetrarlagi þegar orkunnar er mest þörf. En bæjarstjórn lét loks undan þessum þrýstingi og forstjórinn fékk að byggja sína smávirkjun fyrir hundruð milljóna.
Í millitíðinni var Glerárdalur gerður að fólkvangi og virkjunin var sett í útjaðar þess svæðis að vestan. Stærsti kostur Glerárdals var samkvæmt áliti hversu ósnortinn hann var þegar innar dró. En kjörin bæjaryfirvöld voru tilbúin að fórna þeim kosti auk þess sem hin stórfenglegu gljúfur Glerár verða vatnslaus að mestu því ána á að taka í rör.
Og svo hófust framkvæmdir.
Veganestið var vafalaust það að þarna yrði að vinna með varúð og hafa í huga að verið var að vinna á og við fólkvang.
En hefur það gengið eftir ?
Sannarlega ekki.
Þeir sem hafa séð þessar framkvæmdir sjá strax að þarna er ekki verið að vinna af varúð og tillitssemi við náttúruna. Þarna hafa vegslóðar verið gerðir án heimilda, þarna hefur verið farið í ýmsar jarðmyndanir sem eru óafturkræfar og svæðið lítur út eins og eftir alvarlega loftárás.
Þessa mun sjást merki um ófyrirsjánlega framtíð.
Að mínu mati bæjaryfirvöldum og fyrirtækinu til skammar. Bæjaryfirvöld hafa sofið á verðinum og gefið Fallorku veiðileyfi á dalinn og náttúruna. Það er full ástæða til að bæjarfulltrúar og fulltrúar umhverfisstofnunar vakni af ljúfum draumi og kanni hvað þarna er verið að aðhafast.
Ég vil sem borgari að þessi mál verði skoðuð alla leið, hvað er verið að gera og hver ber á því ábyrgð. Líklega er Glerárdalur að upplifa enn eitt náttúruhryðjuverkið og bæstist það í langa röð sklíkra síðustu áratugi.
Ég er sorgmæddur yfir skilningsleysi og skammsýni bæjarstjórnar sem leyfir svona aðgerðir. Kannski er þeim bara nákvæmlega sama.
Ræs bæjarfulltrúar og umhverfisyfirvöld á Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2017 | 11:23
Mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjarri valdastólum.
Á síðustu átta árum hafa þrjár ríkisstjórnir sprungið vegna ágreinings samstarfsflokka áður en kjörtímabilinu er lokið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að þeim öllum
Bjarni Benediksson lagði á það áherslu að mikilvægt væri að gamlir og rótgrónir flokkar héldu í valdataumana.
Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir okkur að þessi fullyrðing stenst enga skoðun.
Flokkurinn hefur ekki náð að halda út heilt kjörtímabil síðan á árunum 2003 - 2007. Þá hafði hann verið í stjórn með Framsóknarflokknum frá 1995 eða í 12 ár. Þau ár notuðu þessir illræmdu hægri flokkar til að undirbyggja og framkvæma mestu fjármagnsflutninga frá landsmönnum til valinna gæðinga. Einkavæðingartímabilið er líklega undirrót þess óstöðugleika sem við höfum orðið vitni að síðan þá.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sprakk vegna hrunsins 2009. Ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins sprakk 2016 vegna Panamaskjalanna. Auðsöfnun auðmanna í skattaskjólum er líka afurð stefnumótunnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í þau 12 ár sem þeir sátu.
Nú sprakk enn ein ríkisstjórn með Sjálfstæðiflokkinn innanborðs. Sú stjórn bar reyndar feigðina með sér frá fyrsta degi.
Þó BB og forusta Sjálfstæðisflokksins reyni að kenna " smáflokkum " um fall þessarar stjórnar sjá allir aðrir að fallið má rekja beint til gjörninga Sjálfstæðismanna og ýmsu þeim tengt. Það endist enginn í kúgunarumhverfi þar sem sá stóri matreiðir í þá því sem má gera og segja. Allavegana ekki mjög lengi.
Hroki ráðherra og forustu Sjálfstæðisflokksins hrakti " smáflokkana " til að slíta og það hlaut að enda þannig ef snefill af sjálfsvirðingu væri þar með í för.
En eins og vanalega sjá þeir enga sök hjá sér. Enginn auðmýkt, engin samviska, engin sjálfsrýni. Þetta er bara hinum að kenna.
Þess vegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái lítið fylgi og verði utan stjórna næstu árin.
Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs er ekki á vetur setjandi, hún mun falla áður en kjörtímabilinu lýkur.
Þannig verður það þangað til þeir átta sig á að fólkið í landinu vill ekki stjórnmálmenn sem virða mannlegar tilfinningar, skilning á lífskilyrðum fátækra og öryrkja, og síðst en ekki síðst skilning á barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Þeim hefur líka verið fyrirmunað að virða lýðræðislegar niðurstöður sbr. stjórnarskrármálin og mikilvægi þess að standa við loforð um þjóðaratkvæði í viðkvæmum málum.
Fólki í landinu upplifir flokkinn sem samansafn af svikahröppum.
Nú er kominn tími á langt frí fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá kannski átta þeir sig á sínum hluta af óstöðugleika og óöryggi síðustu 10 ára.
![]() |
Aftur tími óstöðugleikans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2017 | 17:26
Stóravitleysa í Sjálfstæðisflokknum.
Dæmisagan um flísina og bjálkann á sannarlega við um einn af leikurum í stóruvitleysu Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaðurinn sér samstarfsflokkunum allt til foráttu og kennir þeim alfarið um ruglið að undanförnu.
En hverjir leika aðalhluverkið í falli ríkisstjórnarinnar ?
Brynjar Níelsson formaður eftirlitsnefndar þar sem meirihluti nefndarinnar brást hlutverki sínu.
Forsætisráðherra sem leyndi samstarfsráðherra sínum mikilvægum upplýsingum.
Dómsmálaráðherra sem fór langt út af sporinu og klúðraði hverri málsmeðferðinni á fætur annarri.
Það skyldi þó aldrei vera svo að upphaf og endir þessarar ríkisstjórnar hafi verið í Valhöll.
Já..svo endurtekið sé, það er auðvelt að tala um flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í eigin auga.
![]() |
Sennilega heimsmet í vitleysu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2017 | 09:54
Bleika kakan og tárin.
Þar fer Kristín yfir stjórnarslitin og veltir því fyrir sér hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni standa af sér þetta mál eins og hann hefur komist í gegnum mörg önnur vandræðaleg mál síðustu misseri:
Formaður Sjálfstæðisflokksins er í vandræðum, dómsmálaráðherra í djúpum skít.
Nú velta allir því fyrir sér hvort þau skötuhjú standi þetta af sér.
Ég tel nokkuð ljóst að Sjálfstæðismenn leggi ekki í kosningar með dómsmálaráðherrann fyrrverandi. Stjórmálaþátttöku hennar er lokið að mínu mati. Það þarf mikið til að slá út klúðurferli Hönnu Birnu og það hefur Sigríði Andersen sannarlega tekist.
Annað mál með BB. Hann þarf fyrst og fremst að standa af sér vantraust Sjálfstæðismanna sem gætu tekið upp á því að setja hann af sem formann. Það væri fyrst og fremst það að hann takmarkar mjög að Sjálfstæðisflokkurinn komsti til áhrifa, svo víðtækur er trúnaðarbrestur í hans garð hjá öðrum flokkum.
En Bjarni hefur aldrei dáið ráðalaus.
Nú mun hann endurtaka gamla takta með táraflóð og bleikar kökur. PR mennirnir hans eru örugglega farnir að hugsa næst leik í Valhöll.
BB hefur alltaf tekist að koma á óvart og ná til kjósenda í gegnum allt annað en pólitík.
Varla bleikar kökur aftur en maður bíður spenntur að sjá hvað PR liðið í Valhöll diktar upp í aðdraganda næstu kosninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2017 | 22:01
Heitu kartöflurnar, Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn
Kostulegt að hlusta á forsætisráðherra í dag.
Það vantar gamla og gróna flokka til að stjórna landinu, (lesist Sjálfstæðisflokkurinn ) það er öruggt og tryggir stöðugleika.
Sjálfstæðisflokknum tókst síðast að ljúka heilu kjörtímabil á árunum 2003 - 2007.
Rúmlega áratugur síðan það gerðist síðast.
Sér er nú hver stöðugleikinn og öryggið.
Og nú eru Bjarni og dómsmálaráðherrann orðnar heitu kartöflurnar í stjórnmálum á Íslandi.
Enginn vill sjá það að starfa með þeim.
BB var furðu borubrattur miðað við þá þröngu stöðu.
Það verður snúið fyrir stóra, gamla, öruggga flokkinn að fara í samstarf við aðra með BB sem formann.
Líklega komast Sjálfstæðismenn að því fyrir næsta landsfund, þá verður skipt því ekki gengur það að valdaflokkurinn sé í frosti vegna formanns síns.
Sennilega er hann ekki búinn að fatta það.
![]() |
Forkostuleg viðbrögð að slíta samstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2017 | 08:38
Dómgreindarskortur forsætis og dómsmálaráðherra drap ríkisstjórnina.
Ríkisstjórn Íslands undir forsæti Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokksins var á brauðfótum frá stofnun.
Í reynd var það bara tímaspursmál hvenær og af hverju hún félli.
Nú er hún fallinn og ástæðan er leyndarhyggja Sjálfstæðisflokksins og dómgreindarskortur forsætisráðherra og sérstaklega dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra er meira svo dómgreindarskert í þessu máli að í morgun hefur hún ásakað BF um dómgreindarskort og ábyrðarleysi.
Sér er það nú skilningurinn er að hitt þá heldur.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, formaður Sjálfstæðisflokksin mun örugglega segja af sér formannembætti
Nú bíðum við öll.
Hver verður framvindan?
![]() |
Slíta samstarfi við ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2017 | 17:23
Betra að vera aldraður í jafnaðarmannalandi.
Þeir frændur Bjarni Ben og Benedikt boða miklar skattahækkanir.
Þeir sem þola þær síst eru aldraðir, öryrkjar og þeir sem lægstar hafa tekjurnar.
Hægri stjórn sem skattlegur almenning en hlífir þeim ríku er sá veruleiki sem við búum við á Íslandi.
En í Svíþjóð hagar pólitíkin sér með öðrum hætti, þar eru jafnaðarmenn við völd sem forgangsraða allt öðru vísi en stjórn íhaldsflokkanna á Íslandi.
Þar lækka jafnaðarmenn skatta á aldraða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2017 | 16:50
20.000 kallinn.
Það munar auðvitað mjög miklu fyrir einstakling sem er ekki með nema 280 þúsund krónur á mánuði að fá 20 þúsund krónur í viðbót, sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld aðspurður um hækkun á lífeyri til fólks sem býr eitt upp í 300 þúsund krónur. Það er enginn sem telur að það séu einhverjir smápeningar ef menn eru ekki með meira heldur en þetta, þannig að við verðum að horfa á þetta í því samhengi. Sem betur fer er stærstur hluti með stærri fjárhæðir."
( ruv.is )
Fjármálaráðherra átti stórleik í Ruv í gærkvöldi.
Fátæka fólkið fékk 20.000 krónu hækkun ( brúttó ) og auðvitað munaði það heilmikið um þetta rausnarlega framlag frá ríkisstjórn auðmannanna.
Maðurinn með tvær milljónir ( ráðherrann ) var að útskýra það fyrir láglaunafólkinu að í þessu 20.000 krónu framlagi væri heilmikil kjarabót.
Í augum þeirra sem eru með 280 þúsund á mánuði var þetta auðvitað stórkostleg upphæð.
Fjármálaráðherra gerir sig sekan um fáránlegan málflutning.
Ráðherrann með tvær milljónir á mánuði var að réttlæta lúsarframlag til þeirra sem minnst mega sín.
Sannarlega varð hann sér til skammar og sýnir fordæmalaust dómgreindarleysi með þessháttar rugli.
Svona mönnum ætti að vera hægt að refsa með að þeim væri gert að vinna nokkra mánuði á lægstu launum og með því væri kannski hægt að vonast að þeir áttuðu sig á stöðunni hjá þessum hópum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2017 | 13:16
Skattmann tekur flugið. - Sjálfstæðisflokkurinn sigar.
Skattmann tekur flugið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ( lesist sjálfstæðisflokksis ) beitir fyrir sig gömlum fjármálaspekúlat í að úthugsa gríðarlegar hækkanir á fjölskyldur í landinu.
Sennilega er þessi hægri stjórn að slá öll met í viðbótarálögum í formi skatta.
Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir miklum skattahækkunum á síðasta kjörtímabili þegar þeir hækkuðu álögur á fjölskyldurnar með hækkun matarskattsins.
Nú er hirðsveinn þeirra og litli frændi að boða himinháar hækkanir á eldsneyti, svo miklum að elstu menn muna ekki annað eins.
Skattmann fjármálaráðherra er þjónn Sjálfstæðisflokksins og í nafni hans er þessi ríkisstjórn að slá flest með í skattahækkunum.
Man ekki til þess að þetta hafi verið með í kosningaloforðapakkanum í fyrra.
![]() |
Íslandsmet í nýjum sköttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 820346
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar