Náttúran njóti vafans.

Ég man þá tíð þegar kísiliðjan í Mývatni var í burðarliðnum. Einnig man ég deilurnar um stífllur í Laxá og við Mývatn vegna stækkunar Láxárvirkjunar. Þeir sem vildu fara varlega og leyfa ekki þessar frakvæmdir voru púaðir niður og kallaðir umhverfisofstækismenn og ýmsum öðrum ónefnum.

Það eru ekki mörg ár síðan þeir voru taldir vitleysingar sem vildu loka Kísiliðjunni vegna þess að lífríkið væri í hættu. það væri fróðlegt að skoða allar stóru fullyrðingarnar gegn því að kísilnámið hefði áhrif. Þær raddir voru mjög háværar að fara með enn frekara kíksilgúrnám í syðri flóa. En sem betur fer tókst þeim sem það vildu ekki að koma þeim áformum í framkvæmd.

Vonandi förum við að læra það að náttúra landsins á að njóta vafans sé eitthvað ótryggt með framkvæmdir eða gjörninga okkar gagnvart landinu. Við eyðilögðum stórurriðan í Þingvallavatni og nú er það staðfest að við, mannskepnan, eyðilögðum bleikjustofninn í Mývatni. Hvað gerist næst ef gróðaöflin og blindan ræður för. Við eigum eftir að sjá stórkostlegar afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar sem eiga sér engar líkar þegar þar að kemur. Þá munum við segja.... þetta var heimskulegt og byggt á fáfræði að gera þetta svona .... þarna. En það er ekki alveg komið að því.

Skynsöm þjóð í fögru og heilbrigðu landi á að vera markmið. Að vísu höfum við glatað að eilífu ýmsu úr náttúru okkar...flestu vegna þekkingarleysis og græðgi. Vonandi lærum við og þessu linni .... við sem viljum fara varlega eru þó ekki kallaðir hryðjuverkamenn lengur.... nema af örfáum eftirlegukindum.


mbl.is Kísilvinnslan drap bleikjustofninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næst þegar græðgin ræður för þá mun sami kórinn um að áhrifin verði sko engin hefjast og allt verður keyrt í gegn að venju, enda virðist sem að sérfræðingar séu einskins virði nema þeir mæli með að fórna öllu fyrir hugsanlegan stundagróða

Harpa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Tek heilshugar undir þessi orði þín. Ágætt er að minnast „hryðjuverkamanna“ úr sveitinni sem tóku málin í sínar hendur og sprengdu stíflumannvirkin í Laxá og forðuðu með því ómetanlegum náttúruverðmætum.

Pálmi Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband