Hugleysi og tækifærismennska ?

Ég held að flestir hugsandi menn sjái hversu olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er vafasamt fyrirbæri. Mengun, umhverfislýti, félagsleg skaðsemi, ímyndartjón og margt fleira mundi vega upp alla kosti þess að reisa þetta fyrirbæri í fögrum firði á Vestfjörðum. Auk þess er vert að minnast á áhættu af því að flytja hundruð þúsunda tonna af olíu til og frá svæðinu, þetta er eiginlega fullkomlega galin hugmynd miðað við aðstæður og getu þessa svæðis.

En ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar er tilbúinn að taka undir með kórnum og segist fylgjandi fyrirbærinu, fullkomlega án þess að hafa hugmynd um hvað hann er að styðja og hvaða afleiðingar það hefði.

Þetta minnir nokkuð á annan gjörning þessa ráðherra sem er af sama toga. Hann studdi hvalveiðar í atvinnuskyni og heimilaði þær og þótti skynsamlegar og réttmætar. Allir vita í dag að þessi ákvörðun og skoðun var galin og allt sem andstæðingar þess sögðu hefur komið fram.

Þessi ágæti ráðherra hleypur upp og segir það sem hann heldur að falli best í kjósendur sína á Vestfjörðum. Skynsemi, ábyrgð og hagkvæmni kemur honum ekki við, bara ef hann getur sagt eitthvað sem tryggir að hann haldi vinsældum sínum og ráðherradómi.

Þetta heitir poppulismi á vondri alþjóðamálýsku.


mbl.is Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ætli sjávarútvegsráðherrann sjái ekki bara fyrir sér niðursuðudós með loðnu í olíu.? - Svona í staðinn fyrir innfluttu sardínurnar.

Haraldur Bjarnason, 5.3.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband