Þöggun. Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur ( SDG )

Utanríkisráðuneytið hefur nýtt sér þjónustu almannatengslafyrirtækisins Bursson-Marsteller undanfarnar tvær vikur við að leiðrétta rangfærslur sem fram hafa komið í erlendum miðlum. Nú síðast fréttaflutning sem snéri að falli ríkisstjórnarinnar og að hún væri í þráðbeinu samhengi við það að faðir forsætisráðherra hafi haft hönd í bagga með náðun barnaníðings. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.

Framsóknar og Sjálfstæðismenn hafa alltaf reynt að þagga niður umræðu sem snýr að þeim sjálfum

Þetta hefur orðið meira áberandi eftir að netið opnaði fyrir almenna umfjöllun og stjórnmálaflokkar og stjórnmálaforingjar töpuðu áhrifum.

SDG fyrir forsætisráðherra er gott dæmi um stjórnmálamann sem gengur hart fram við að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Meira að segja hótar málsóknum gegn þeim fyrir það eitt að segja frá staðreyndum.

Nú virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé með fólk í vinnu erlendis við að reyna að þagga niður í erlendum fjölmiðlum eða reyna að hafa áhrif á fréttir þeirra og málatilbúnað.

Líkleg eru það skattgreiðendur sem greiða fyrir þessa þjónustu sem helst er notuð til að réttlæta gerðir eða breyta umfjöllun.

Sennilega hefur þetta verið svona alla tíð, bara meira áberandi núna.

Það gremst stjórnmálamönnum af eldgamla skólanum eins og BB og SDG sem eru vanir því að fá að stjórna umræðunni og búa til nýja atburðarás í ýmsum málum ef það hentaði

 


Spilling - spilling og aftur spilling.

Ný gögn sem Stund­in birt­ir í sam­starfi við The Guar­di­an og Reykja­vik Media sýna að Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi þingmaður og nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans.

Það eru vond tíðindi fyrir þjóðina að sjá að ráðamenn með innherjaupplýsingar hafi notað þær til að bjarga eigin skinni og ættingja sinna.

Engeyingar notuðu þær til að selja einhverjum milljarðaeign í sjóði sem er að fara á hausinn.

Þessi einhver sat uppi með sárt ennið.

Margir áttu um sárt að binda við fall Sjóðs 9, þar áttu þúsundir allt sitt sparifé og töpuðu því.

En núverandi forsætisráðherra bjargaði 50 milljónunum sínum og frændur hans enn meiru.

Kannski finnst Sjálfstæðismönnum í lagi að svona maður sé formaður flokksins, það er þeirra vandamál, en öllum öðrum er stórbrugðið.

Fjármálagjörningar þeirra fóstbræðra BB og SDG eru seint til fyrirmyndar og þeir báðir í framboði.

Það væri óhugsandi í öllum þróuðum löndum að svo væri með sambærilega stjórnmálamenn


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grobbfundir og 400 milljarðar.

372 milljarða vantar í viðhald helstu innviða landsins, svo sem flugvalla, hafna, vega og fasteigna samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand innviða.

Stjórnmálamenn hafa grobbað af afgangi á fjárlögum síðustu árin.

Allir muna hvað BB fjármálaráðherra var stoltur af afgangi og síðast frændi hans í síðustu fjárlögum.

Mig minnir að það ættu að vera um 40 milljarðar sem afgangurinn átti að vera.

Á meðan eru grotnandi innviðir samfélagsins öllum ljósir nema stjórnmálamönnunum sem virðst hafa ótæmandi hæfileika að stinga höfðinu í sandinn.

Löggæsla, landhelgisgæsla, vegir, framhaldsskólar, eignir ríkisins og margt fleira.

Allt líður fyrir ónógt fjármagn og niðurskurð.

Það er nú upplýst að uppsöfnuð fjárþörf vegna grotnandi innviða erum næstum 400 milljarðar.

Þetta gerist á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðustu árin og aðgerðarleysi síðustu ríkisstjórnar er öllum ljós.

En að mæta á grobbfundi og stæra sig af afgangi síðustu tvö árin sýnir hið fullkomna ábyrgðarleysi.

Svona stjórnmálamenn verður að setja í langt frí.


Ótrúlegar sveiflur í könnun.

2017 septkönnun fretta2017 okt könnun fréttablaðs

 

 

 

                                                                

Oftast er ekki miklar sveifur að sjá milli kannana, hvað þá þegar þær eru gerðar með rúmlega hálfsmánaðar millibili.

Þó má sjá í könnun Fréttablaðins mikla hreyfingu sem óvanalegt er að sjá. Líklega má kenna fáum svarendum, þá verður sveiflan meiri.

Það sem vekur mesta athygli í þessum könnunum er.

Samfylkingin mælist 5.1% í sept en 10.4% í október.

Flokkur fólksins mælist 10.9% í sept en 5.8% í nóv.

Framsókn fer úr 10.4% í sept í 5.5% í okt.

VG fer úr 22.8 % í sept í tæplega 29% í okt.    

Þetta eru miklar sveiflur.

Auðvitað tekur Miðflokkurinn fylgi, þá eingöngu frá Framsókn og Flokki fólksins.  Miðflokkurinn mun ná nokkrum þingmönnum og koma þeirra á kosningamarkaðinn setur Flokk fólksins niður fyrir 5% og kostar þann flokk möguleika á þingsætum þegar upp verður staðið. Greina má beinar afleiðingar af birtingu lista þeirra og falls í könnunum.

Félagshyggjuflokkarnir Samfylking og VG eru að bæta við sig og ef VG heldur yfir 20% fylgi og Samfylkingin nær siglingu, sem góðar líkur eru til með algjörlega enduðnýjað lið á skútunni. Þá gæti hrein félagshyggjustjórn orðið að veruleika. Píratar hafa verið að dala hægt og rólega í hverri könnun.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur rétt yfir 20% væru afhroð á þeim bænum og setti flokkinn úr leik næstu árin. Eitthvað sem fáir gráta utan þess fimmtungs sem eru tryggir út yfir allt hjá flokknum. Formannsskipti væru óhjákvæmileg, enginn formaður Sjálfstæðisflokksins kemst upp með að skíttapa kosningum.

Þá bíður ungur og "efnilegur" varaformaður eftir kosningar.                  


Fyrirmyndarþingmenn

Björn Ingi Hrafns­son, sem á dög­un­um til­kynnti um fram­boð Sam­vinnu­flokks­ins í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, hef­ur nú lýst því yfir að Sam­vinnu­menn muni ganga til liðs við nýtt fram­boð und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frábært að fá þessa reyndu Framsóknarmenn á þing.

Nú þegar kjósendur leita eftir traustum fyrirmyndum, þingmönnum sem meta manngildi ofar auðgildi og hafa hreinan skjöld er þetta himnasending.

Traust og virðing er það sem Alþingi hefur skort sárlega og nú er góð von til að þar bætist við öflugur liðsauki.

Reynsla og þekking er það sem Alþingi þarf, og nú er tækifærið.


mbl.is Björn Ingi til liðs við Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn og skrattinn á veggnum.

Sjálfstæðismenn óttast að breytingar á útlendingalögum, sem Alþingi samþykkti í nótt, stuðli að auknu mansali og smygli á börnum. Rauði krossinn segir engar líkur á því.

Sjálfstæðisþingmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að loka á möguleika þess að börn í vanda fái landvistarleyfi eða ríkisborgararétt.

Sannarlega ljótt og lítilmannlegt

Reyndu að mála skratta á vegginn með að tala um aukið mannsal.

Rauði krossinn telur engar líkur á því.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa enn og aftur sýnt á spilin

Það eru ekki falleg spil sem hafa blasað við þjóðinni síðustu daga.


Mannúð og mildi - já takk.

Það get­ur verið að málið leys­ist á næstu dög­um ef frum­varpið fer í gegn­um Alþingi,“ seg­ir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Hann vís­ar til þess sam­komu­lags sem náðist í gær um lok þingstarfa og á dag­skrá verða nokk­ur frum­vörp í dag meðal ann­ars frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um.

Það er sorglegt að þurfa horfa upp á það trekk í trekk að verið sé að henda litlum börnum út á gaddinn.

Vafalaust geta möppurdýrin fundið greinar og reglur í möppunum sínum sem hægt er að nota í þannig tilfellum.

En viljum við að þjóðfélagið okkar sé þannig, viljum við ekki að mannúð og mildi komi fyrst, regluverk og möppur seinna, þegar þannig stendur á ?

Þegar börn eiga í hlut á hreinlega að láta það ráða niðurstöðum slíkra mála.

Það er leitt að sjá suma stjórnmálaflokka viðhafa sömu rörsýn og varðhundar regluverksins.

Viljum við ekki breyta þjóðfélaginu okkar í átt til mannúðar og mildi ?

 


mbl.is Krefjast frestunar réttaráhrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill þjóðin ríkisstjórn sem hefur mannúð og félagshyggju að leiðarljósi ?

Þegar hlustað er á umræðuna í þjóðfélaginu fer ekki á milli mála hverju er verið að kalla eftir.

71% fagnaði stjórnarslitum Sjálfstæðisflokks, BF og Viðreisnar þannig að strax þar er augljóst að þeim flokkum hafa kjósendur hafnað. Að setja atkvæði sitt á þá er verið að höggva í sama knérunn og hafna breytingum.

Framsóknarflokkurinn logar stafnanna á milli og augljóst að hvorugur Framsóknarflokkurinn verður stjórntækur eftir þau víg, sama hvar þau enda. Framsóknarflokkurinn er því ekki valkostur fyrir þá sem vilja tryggja þjóðinni ríkisstjórn mannúðar og mildi. Framsóknar-samvinnuflokkarnir munu þurfa langan tíma til að sleikja sárin.

Flokkur fólksins er óljós stærð, poppulískur flokkur sem hefur gælt við rasisma og kynþáttahatur, sama hvað hver segir. Þarf ekki annað en skoða suma þá sem hafa komið sér fyrir í framlínunni þar. Þrátt fyrir fögur orð að sumu leiti er þessi flokkur algjörlega óskrifað blað og margt sem bendir til að innviðir séu veikur og margir lukkuriddarar þar innanborðs sem víða hafa komið við. Að mínu mati er þessi flokkur ekki valkostur fyrir þá sem vilja styrkja og mannúðlega stjórnarhætti, í það minnsta hefur það ekki sést ennþá.

Piratar eru hópur sem hefur talað við þjóðina með jákvæðum hætti, lagt áherslu á mál sem eru landi og þjóð til gagns, nýja stjórnarskrá, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og sérlega annt um mannúðarmál. Píratar hefa því lagt inn fyrir jákvæðum viðhorfum til félagshyggjustjórar. Gallinn er að Piratar hafa næstum sagst ekki vilja axla slíka ábyrgð. Hvort það er þeirra ófrávíkjanlega skilyrði veit enginn enda ekki á það reynt í alvöru.

Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Samfylkingin alþjóðasinnaður jafnaðarmannaflokkur sem hefur nú skipt út allri sinni gömlu framlínu og býður fram nýtt og ferskt fólk með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Að reyna hengja gamlar syndir feðranna við nýtt framtíðarfólk er skammsýnt og óheiðarlegt. 

Samfylkingin fór illa út úr síðust tvennum kosningum og sannarlega hefur komið í ljós á þessum fáu árum að sárlega skortir stöðugt og áreiðanlegt stjórnmálaafl á miðjuna. Alvöru og sterk félagshyggjustjórn verður ekki til nema Samfylkingin nái vopnum sínum og verði sterkt afl á ný. Þar er sú festa sem sárlega skortir síðustu árin.

VG er ekki frjálslyndur flokkur. VG er ekki alþjóðlega sinnaður flokkur og telst líklega íhaldsamur og gamaldags að mörgu leiti. Formaðurinn hefur sterka ímynd en hefur skort þor á ákveðni til að grípa forustuboltann.  VG hefur hjartað á réttum stað og það slær til félagshyggju og mannúðar.

Líklegt er að enn og aftur gefist tækifæri að taka forustuboltann, og þá verður að grípa það tækifæri og láta það ekki renna hjá.

Þá tekur Sjálfstæðisflokkurinn þann bolta eins og oft áður.

Það má ekki gerast.

En svona vangaveltur eru sjálfu sér einskis virði, boltinn er í höndum kjósenda sem hafa það í hendi sér hvort landinu verði stjórnað af mannúð og mildi með félagshyggju og jafnaðarstefnu að leiðarljósi.

Eða ekki.

En þá verður líka að vanda valið í kjörklefanum.


Ómerkilegur málflutningur Sjálfstæðisflokksins.

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir aldrei hafa staðið til að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn samþykkti þær skatta­hækk­an­ir sem fram komu í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar ör­fá­um dög­um áður en stjórn­in féll. Þetta kom fram í ræðu hans á kosn­inga­fundi flokks­ins í há­deg­inu.

Sjálfstæðismenn hafa farið mikinn og kallað samverkamenn sína í ríkisstjórninni föllnu, svikara.

Þeir hafa ekki átt orð til í eigu sinni af hneykslan.

En viti menn.

Nú upplýsa þeir að það hafi aldrei staðið til að styðja fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra.

Hverjir eru að svíkja hvern þegar það er skoðað.

Kannski voru þeir ekki síður svikarar við samráðherra sína í ríkisstjórn.

Reyndar eru þeir önnun kafnir við að þvo hendur sínar af óvinsælum áformum fráfarandi stjórnar.

Enn sannarlega upplýsir Páll Magnússon það með afgerandi hætti hversu ómerkilegur pappír Sjálfstæðisflokkurinn var í þessu stjórnarsamstarfi.

Það er enn og aftur þetta með bjálkann og flísina.


mbl.is Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei skilið " löglegt en siðlaust"

Í mín­um huga skipt­ir þetta veru­legu máli. Það hef­ur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar grein­argóðu skýr­ing­ar umboðsmanns sýna að þarna hef­ur verið mik­ill storm­ur í vatns­glasi.“

Sjálfstæðiflokkurinn hefur aldrei skilið hugtakið " löglegt en siðlaust"

Kannski voru engin lög brotin en framganga flokksins og afstaða til ýmissa mála hefur gengið fram af landsmönnum og forustumönnum annarra flokka.

Trúnaðarbrestur verður ekki eingöngu til af því einhver hefur brotið skrifaðan lagatexta.

Trúnaðarbrestur verður þegar fólk og flokkar hætta að treysta einhverjum.

Í þessu tilfelli brast traust til formanns Sjálfstæðisflokksins og ekki síður dómsmálaráðherra.

En það var ekki eitthvað sem gerðist bara allt í einu fyrir viku.

Þetta er uppsafnaður trúnaðarbrestur vegna ýmissa mála sem skiljanlegt er að Sjálfstæðismenn vilji ekki ræða þessa dagana.

 


mbl.is „Mikill stormur í vatnsglasi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 820346

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband