Dómgreindarskortur forsætis og dómsmálaráðherra drap ríkisstjórnina.

Stjórn Bjartr­ar framtíðar hef­ur ákveðið að slíta sam­starfi við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. Ástæða slit­anna er al­var­leg­ur trúnaðarbrest­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ríkisstjórn Íslands undir forsæti Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokksins var á brauðfótum frá stofnun.

Í reynd var það bara tímaspursmál hvenær og af hverju hún félli.

Nú er hún fallinn og ástæðan er leyndarhyggja Sjálfstæðisflokksins og dómgreindarskortur forsætisráðherra og sérstaklega dómsmálaráðherra.

Dómsmálaráðherra er meira svo dómgreindarskert í þessu máli að í morgun hefur hún ásakað BF um dómgreindarskort og ábyrðarleysi.

Sér er það nú skilningurinn er að hitt þá heldur.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, formaður Sjálfstæðisflokksin mun örugglega segja af sér formannembætti

Nú bíðum við öll.

Hver verður framvindan?


mbl.is Slíta samstarfi við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta mál allt er sannarlega með ólíkindum.

Kannski fyrir það fyrsta vegna þess að í máli, sem í raun snýst um hvort yfir höfuð sé rétt að veita þeim sem hafa framið brot af þessu tagi uppreist æru verður aðalatriðið það hverjir skrifuðu bréf til að lýsa hegðun brotamannanna eftir að þeir höfðu afplánað dóm sinn. Það er í sjálfu sér aukaatriði í málinu, en verður að aðalatriði fyrst og fremst vegna þess að ráðuneytið reynir að komast hjá því að upplýsa um hverjir höfðu skrifað þessi bréf. Hefði það strax verið gert hefðu bréfaskriftirnar eflaust aldrei orðið að aðalatriði málsins.

Það er ekki hægt að áfellast dómsmálaráðherra fyrir að upplýsa forsætisráðherra um þetta tiltæki föður hans. Það er þvert á móti mjög skiljanlegt að hún skuli hafa gert það enda hefur hún án vafa haft áhyggjur af mögulegum afleiðingum þess og viljað gefa Bjarna kost á að bregðast við.

Það er hins vegar erfiðara að skilja hvers vegna Bjarni gekk ekki einfaldlega strax í það að fá samþykki föður síns til að upplýsa sjálfur um aðkomu hans að þessu máli strax og hann frétti af henni. Góður stjórnmálamaður verður að vera hæfilega "paranoid" og reikna frekar með því að upp komist um svona mál en að þau liggi í þagnargildi.

Það að sprengja stjórnina með þeim hætti sem gert var vegna þessa máls er hins vegar bara popúlismi því miður. Ég hugsa að flestir sjái það og afraksturinn verði því rýr fyrir BF, nema þá helst að viss flokksformaður losnar úr ráðherraembætti sem ekki hefur aflað honum mikilla vinsælda.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2017 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband