Kristinn fastur fyrir.

Ég held að Magnús Þór fái Kristinn H. seint til að styðja þá krossferð sem hann er í. Hann þekkir Kristinn lítið ef hann heldur að hann styðji þann rasisma sem lýsir sér í gjörðum Magnúsar.

Magnús Þó er öfgamaður og að honum takist að þvæla með sér hópi manna í þessa átt er í sjálfu sér áhyggjuefni. En Kristinn H fær hann aldrei með sér....það get ég fullyrt. Það er eiginlega lýsandi að miðstjórnarmenn í Frjálslyndaflokknum mega ekki hafa eigin skoðun og fylgja henni.

Ef það er að koma í bakið á mönnum að fylgja ekki í blindni leiðtoga sem ér á hraðferð út í drullupytt, á þarf annaðhvort að skipta um leiðtoga sem ég held að Frjálslyndaflokknum væri hollast, eða fara annað....í svona flokki mun Kristinn H aldrei endast...

Kannski munstrar hann sig í Sjálfstæðisflokkinn .... þá væri hann kominn hringinn .. Tounge


mbl.is Kemur í bakið á samherjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir ekki máli.

Bara að vera með í þessari keppni. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað við sendum...við eigum aldrei séns og undarlegt að gæla við slíkt. Íslenska lagið lá víðsfjarri smekk og hefðum landanna sem mestu ráða um niðurstöðu og styðja hvert annað út í eitt.

Rússland er með öflugan bakstuðning..öll fyrrverandi lýðveldi Sovét gefa þeim stig og oftast mörg...og svo fyrrverandi ríki Júgóslavíu. Það er ekki dónalegt að fá 22-26 lönd í forskot yfir aðra. Ef öll lönd eru talin sem telja sig skuldbundinn Rússlandi í stigagjöf þá eru þau hvorki fleiri né færri en tæplega 30.

Ég spái því að næstu árin eða áratugina munu lönd af Balkanskaga og Slavnesku Evrópu og þar í kring vinna Eurovision. Ekkert að því að vera með en reikna ekki með að var ofar en svona 12-20, það er raunhæft.

Gaman að því. Einn sem hefur fylgst með aðdragandanum sagði mér að...Páli Óskari og öllum hinum sérfræðingunum hefði aldrei dottið Rússland  í hug sem líklegur sigurvegari...gott að hafa svona sérfræðinga til að spá í hlutina Tounge


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það...eða hvað ?

Þá vitum við það....Magnús Þór hefur stuðning félaga sinna við þá makalausu málsmeðferð sem hann kom af stað á Akranesi. Ég veit það ekki samt sem áður hvort þetta segir meira um Magnús Þór eða Frjálslynda flokkinn ?

Félagfundur hefur nú bakkað manninn upp í þessu og þá vita kjósendur það svo ekki verður um villst fyrir hvað flokkurinn stendur þarna.

Að mínu mati er þessi flokkur dauður. Hann var ekki stór en átti alltaf von til að verða hluti af samstarfi og jafnvel ríkisstjórn. Það veit ég að er endanlega úr sögunni því með flokkum sem styðja svona málstað vilja engir vinna með....

Verði ykkur að góðu.....Frjálslyndir !! 

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Magnús Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist í næsta Kötlugosi ?

Frábært framtak og þarft. En hvað gerist þegar Katla gamla rumskar og þeytir trilljónum tonna af vatni yfir allt þetta svæði með gríðarlegum jakaburði ?

Það styttist í að það gerist og sú gamla undir Mýrdalsjökli er löngu komin á tíma. Þær eru hrikalegar lýsingarnar sem maður les hafðar eftir sjónarvottum í gosinu 1918.

Verður þetta svæði ekki allt ein svört auðn aftur að loknu næsta gosi sem varla getur verið langt í ?


mbl.is Auðn breytt í gróin svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánalegt upplegg.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjalla kom með undarlegar yfirlýsingu á þingi. Þetta var dálítið kaldastríðleg yfirlýsing og gamaldags.

Jón sagði:

„Þetta er hluti af þessari vinstristefnu, að tala niður atvinnulífið: Að hér megum við ekki virkja, ekki byggja upp atvinnutækifæri út um land byggð á framkvæmdum við okkar náttúruauðlindir, hér megum við ekki veiða hvali með sjálfbærum hætti,"

Hér var þingmaðurinn að tala um afstöðu Samfylkingarinnar að vilja ekki hrefnuveiðar. Annað hvort er þingmaðurinn heyrnardapur eða skilur ekki málið. Samfylkingin telur að hvalveiðar skaði meira í atvinnulífinu en sá gróði er sem fæst úr dæminu. Þetta hafa menn í ferðamálabransanum haldið fram.

Ef það er hægri stefna að vilja hvalveiðar án tillits til þess skaða sem þær valda er það heimskuleg stefna. Þá vil ég frekar biðja um það sem þingmaðurinn kallar vinstri stefnu en það sem hann vill bjóða uppá.

Leitt að sjá hversu óupplýstir og óábyrgir þingmenn geta orðið.


mbl.is Vinstristefna að tala niður atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Þeistareykir í uppnámi ?

Það var merkileg niðurstaða Skipulagsstofnunar. Að tekin væri jafn afgerandi afstaða gegn virkjun jarðvarma í Bitruvirkjun er nýr tónn sem við höfum ekki þekkt. Niðurstaða stofnunarinnar byggir á að svæðið er dýrmæt með tilliti til náttúru og framtíðarútivistar.

Það er líka merkilegt að stjórn Orkuveitunnar ákveður samstundis að fara að þessari niðurstöðu og blása Bitruvirkjun af. Líklega treystu þeir sér ekki í þann slag sem virkjanaumræðan er orðin. Það hefur verið talað um vistvænar virkjanir þegar jarðvarmi er annars vegar en svo er ekki að öllu leiti eins og komið hefur fram. Minna jarðrask en meiri mengun andrúmslofts vegna útleppingar brennisteinssambanda og fleira þegar opnað er ofan í iður jarðar. Svo er lítil prýði af mannvirkjum jarðvarmavera.

Svo er það stóra spurningin. Hvað gerist við Þeistareyki þegar þar að kemur ? Margt er líkt með þessum stöðum. Þeistareykir eru svæði sem hafa mikið gildi með tilliti til ferðamennsku framtíðarinnar. Hvað mun Skipulagsstofnun segja um framtíðarstórvirkjun jarðvarma á svæðinu við Þeistareyki og nágrenni t.d. í Gjástykki. Það á eftir að koma í ljós....


mbl.is Skortur á orku getur orðið vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk.

Það er óskiljanleg þröngsýni hjá Einar K. Guðfinnssyni að heimila þessar veiðar. Þær þjóna engum vísindalegum tilgangi, neysla á hrefnukjöti er hverfandi og hrefnu hefur fækkað á hvalaslóð síðan þessar veiðar voru heimilaðar.

Mér finnst hrefnukjöt góður matur og vildi gjarnan hafa aðgang að því. En þegar mál eru skoðuð í samhengi verður að meta stöðu máls gagnvart meiri hagsmunum fyrir minni.

Í þessu samhengi eru hagsmunir þriggja veiðbáta og eigenda þeirra minni en hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja sem lokka hingað til lands þúsundir ferðamanna. Auk þess er þessi ákvörðun landinu til stórfelld vansa á alþjóðamælikvarða.

Í þessu ljósi vildi ég gjarna átta mig á hvaða hagsmunum þessi óskynsamlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra á að þjóna.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þröngsýni og afturhald.

Að forsætisráðherra skuli tala með þessum hætti án þess að hafa hugmyndi um hvað hann er að segja er klént. Allir sem ræða þessi mál af viti telja skynsamlegt að kynna sér og kanna hvort aðild skili okkur ávinningi. Það hefur ekki verið gert og á meðan vita hvorki Geir Haarde eða nokkrir aðrir hvort og hvernær slíkt kæmi til greina.

Mér sýnist að fáeinir lærisveinar Davíðs í Sjálfstæðisflokknum td. Geir og BÍBÍ auk afturhaldþingmanna VG tali með þessum hætti. Allir aðrir séu að gera sér grein fyrir að við þessum málum verði að hreyfa. Mér sýnist að með sama áframhaldi verði þessir fulltrúar þröngsýni og afturhalds skildir eftir undir Svörtuloftum með yfirgúru og lærimeistara meðan þjóðin heldur á vit framtíðarinnar.


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmor eða hæðni ?

Geir segir.....

„Vilhjálmur Þ. er auðvitað oddviti en við erum líka með ljómandi fína talsmenn sem koma fram í ýmsum málaflokkum. En það skiptir miklu máli fyrir okkur að fylkja okkur að baki okkar forystufólki. Við eigum ekki að taka þátt í því þegar verið að tala niður okkar ágætu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur...

Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta er húmor eða hæðni ? Ekki trúi ég því eitt einasta andartak að formaður Sjalla meini það þegar hann segir " ljómandi fína talsmenn " . Það vita allir betur og örugglega hann sjálfur. Þetta er auðvitað í sama dúr og þegar varaformaður flokksins var að reyna svipað.

Maður skilur svo sem að formaður og varaformaður flokksins reyni að tala hinn ráðvillta og trausti rúna borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna upp úr feninu en það mun þeim ekki takast. Ef einhver vonarglæta sést stekkur þessa borgarstjórnarflokkur út í fenið á ný þar sem hann sigur fastur upp á öxlum.


mbl.is Borgarstjóri mun leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn ná sjaldan árangri með ofstopa og stóryrðum.

Það er sorglegt að horfa upp á þetta drama á Akranesi. Ég átta mig ekki á því ómannúðlega viðhorfi sem Magnús Þór og félagar hans í Frjálslyndaflokknum á Akranesi standa fyrir. Menn mega svo sem hafa sína skoðun á hlutum en þeir verða að búa sig undir að verða dæmdir af verkum sínum og skoðunum.

Þessi uppákoma staðfestir það sem um Frjálslynda var sagt í síðustu könnunum og formaður þeirra neitaði ítrekað. Þjóðernisinnuð kynþáttahyggja er þekkt og er ekkert nýtt í heiminum. Sem betur fer eru þetta einangraðir minnihlutahópar sem flótt dæma sig úr leik með öfgum og stóryrðum. Það hefur varaformaður Frjálslynda dottið í þessa dagana og verður dæmdur af verkum sínum. Hann hefur klúðrað málum á Akranesi og er nú áhrifalaus og einangraður í eigin hópi...og líklega er það sem hann vill.

Við hér á Akureyri tókum við hópi fólks frá Balkanskaga og það gekk afar vel og hópurinn hefur aðlagast mjög vel og er hluti af samfélaginu hér. Hér datt ekki nokkrum manni að tala gegn komu þeirra og mér finnst þetta sorglegt að horfa á svona uppákomu sem lýsir miklu dómgreindarleysi.


mbl.is Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband