Ríki í ríkinu ?

Stöðugt berast fréttir af yfirgangi orkufyrirtækja á Íslandi. Í þessari frétt er rætt um samningsbrot RARIK við Lagarfljót. Nýlega heyrðum við af samkiptum landeigenda og Landsnets í Reyðarfirði. Átök landeigenda og Landsvirkjunar við neðanverða Þjórsá fer ekki framhjá nokkrum manni. Fleira mætti týna til og slíkar sögur ná langt aftur í tímann.

Einhvernveginn finnst mér að orkufyrirtæki á Íslandi hafi fengið það sem þeim sýndist og komist upp með nánast hvað sem er. Auðvitað þurfum við orku og hana þarf að flytja. En að það þurfi að standa í styrjöld við þessi fyrirtæki af því þeim finnst sjálfsagt að þau fái það sem þau vilja fyrir það verð sem þau velja er ekki sæmandi.  Þetta er vafalaust arfur frá þeim tíma þegar ríkið átti allt jukkið og vísað var í sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Slíkt á ekki við lengur og þessi fyritæki sem önnur þurfa að beygja sig undir markaðslögmálin og lög og reglur. Það er vel.

En mér sýnist og heyrist að stjórnendur þessara fyrirtækja hafi náð því að svona er þetta í dag. Gamla yfirráða og stjórnsemisleiðin virðist vera allráðandi og skoðun þeirra virðist að stefna þeirra sé ráðandi en hagsmunir fólksins víkjandi. Það er leitt og ég trúi ekki að þetta gangi með þessum hætti mikið lengur.


mbl.is Krytur um hæð vatnsborðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strútur frænka.

Margt gott kemur frá Þorgerði Katrínu enda fékk hún vandað kratískt uppeldi í æsku. Það eimir eftir að því og það er vel.

En þegar kemur að því að fjalla um ástandið í borgarmálum í Reykjavík missir þessi ágæta kona fótanna.

"Ég held það dyljist engum hvernig sú saga hefur verið og það vita allir sem fylgjast með pólitík að ástand á þeim bænum, þá er ég ekki bara að tala um meirihlutann heldur líka minnihlutann, er ekkert sérstaklega gott," sagði Þorgerður.

Hún sagði flokkinn ná að koma málum, sem hann vinnur að fram, en ekki nægilega vel á framfæri. Það sem Sjálfstæðisflokkurinn næði að koma fram næði því miður ekki nægilega vel eyrum almennings. "

Það er kátbroslegt að reyna að tengja minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur við kjánaskapinn og heimskuna í borgartjórarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eins og skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst eru kjósendur skynsamari en ráðherrann. Auðvitað er minnihlutinn í Reykjavík í góðum málum, sérstaklega Samfylkingin. Það að ráðherrann reyni að draga minnihlutann inn í vandræðaganginn er nánast kjánalegt því allir sjá og vita að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í djúpum sk.....  Það þar síðan ekki að ræða stöðu Ólafs borgarstjóra i þessu samhengi... hann er með verk og lætur hann tala.

Leiðinlegt að sjá hvað annars þessi greinda kona er blind á ástandið...eða er hún bara eins og fuglinn góði... stingur höfðinu í sandinn.


mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn á heimleið.

Enn sannast að Sjálfstæðismönnum sem yfirgefa flokkinn er ekki treystandi á samstarf. Þeir mæta til kosninga fullir áforma um að andæfa þeim flokki sem ól þá og þeim líkaði ekki við. Að undanförnu höfum við séð þetta gerast í Bolungarvík, Reykjavík ( Ólafur Magnússon ) og nú á Akranesi. Frjálslyndi flokkurinn er að verulegu leiti samansettur af fýlusjöllum sem fóru að heiman. Þar er fremstur í flokki formaðurinn Guðjón A Kristjánsson sem var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum á sínum tíma.

Ég held að reynslan það sem af er þessu kjörtímabili ætti að kenna fólki að reyna ekki samstarf við brotthlaupna Sjálfstæðismenn, þeir leita heim í skjólið ef á bjátar og er skítt sama um þó þeir svíki með því kjósendur sína og þær forsendur sem þeir byggðu kjör sitt á. Flokkaflóttamenn eru sannarlega ekki líklegir til að hafa hugsjónir sem á er byggjandi, því miður.


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppurinn á tilverunni.

Hinn fullkomni dagur  Að vera á Vatnajökli á björtum degi..víðáttan, náttúran og birtan. Hið fullkomna samræmi. Rétt hjá var síðan í gangi jarðskjálftahrina í Bárðarbungu án þess að nokkuð minnti á það í örfárra kílómetra fjarlægð.

Ég held að þessir dagar á Vatnajökli og nágrenni séu með þeim betri í lífi mínu. Er þetta ekki dásamlegt land sem við búum á....... hreint, tært og bjart.


Stórkostlegt skref.

Núverandi meirihluti á Akureyri, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur rauf áratuga kyrrstöðu í úrgangsmálum á Eyjafjarðarsvæðinu. Því miður höfðu  mörg ár glatast meðan þessi mál voru í farvegi byggðasamlags. Sorpeyðingu Eyjarfjarðar bs. var slitið fljótlega eftir síðustu kosningar og stofnað hlutafélag í samvinnu fyrirtækja og sveitarfélaga á svæðinu. Jarðgerð er að hefjast og úrgangsmál á Akureyri eru komin í farveg með stóraukinni flokkun og nýtingu. Innan árs er von manna að jarðgerðin verði komin á fullan skrið og allur lífrænn úrgangur á svæðinu unnin í moltu.

Í framhaldi af þessu verður hægt að loka sorphaugunum á Glerárdal og þá getur endurreisn náttúru og landgæða hafist á því svæði af fullum krafti. Það mun hefjast að hluta í sumar með undirbúningi og landmótun á svæðum umhverfis haugana.

Nútíminn er kominn í Eyjafjörðin í þessum málaflokki og gaman að sjá afrakstur þeirrar vinnu sem lengi hefur staðið í mínun hópi innan Samfylkingarinnar á Akureyri.


mbl.is Jarðgerðarstöð reist í Eyjafjarðarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk barbiedúkka í gæluverkefnum ?

Það er ekki annað hægt en taka ofan fyrir Kobba. Alltaf tekst honum að verða hátt launuð barbie...(á ég kannski að segja KENdúkka) hjá stjórnmálamönnum. Hann sinnti gæluverkefnum fyrir Jón Baldvin árum saman sem menningarfulltrúi í London og var áreiðanlega vel launaður við það.

Og svo var ekki meira að hafa á þeim miðum þá skipti hann um flokk er kominn í gæluverkefni á vegum Ólafs F.órnarlambs í miðborg Reykjavíkur.

Og svo hefur kallinum tekist að komast í feitt. 900.000 þúsund kall á mánuði fyrir að sinna einhverjum óskilgreindum hugmyndum fasteignakaupandans við Laugaveg.

Finnst Reykvíkingum þetta í lagi ?? Nú fer ég að átta mig á af hverju Ólafur borgarstjóri átti ekki fyrir  mannskap á mannréttindaskrifstofuna. Mig minnir að þá hafi það heitið að hann ætlaði ekki að "þenja út" borgarkerfið.....maður gæti ælt Sick


mbl.is Gengið frá ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F. í ógöngum.

Eitt fallegasta en jafram sorglegasta ljóð sem ég kynntist sem barn var Ólafur Liljurós. Ég hef áður gert samlíkingu með því og því sem er að gerast í borgartjórn Reykjavíkur. Það má segja að allar myndrænar samlíkingar í kvæðinu og veruleikanum eru að ganga saman. Set hér með kvæðið til að auðvelda fólki þessa upplifun mína. Og svo gerði ég mér allt í einu grein fyrir hvað F stendur í nafni borgarstjóra....hann er hið sanna "Fórnarlamb". Mér finnst sorglegt að horfa upp á þetta og mér tekst ekki að hlakka yfir þessu pólitískt í huga mínum. 

Ólafur Liljurós
Ólafur reið með björgum fram,
villir hann, stillir hann,
hitti fyrir sér álfa rann,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein álfamær,
villir hann, stillir hann,
gulli snúið var hennar hár,
þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Velkominn, Ólafur liljurós!
Gakk í björg og bú með oss"

"Ekki vil ég með álfum búa.
Heldur vil ég á Krist minn trúa."

"Bíddu mín um litla stund,
meðan ég geng í grænan lund."

Gekk hún sig til arkar,
greip upp saxið snarpa.

"Ekki muntu svo héðan fara,
að þú gerir oss kossinn spara."

Ólafur laut um söðulboga,
kyssti hann frú með hálfum huga.

Hún lagði undir hans herðarblað,
í hjarta rótum staðar gaf.

Ólafur leit sitt hjartablóð
líða niður við hestsins hóf.

Ólafur keyrði hestinn spora
heim til sinnar móður dyra.

Klappar á dyr með lófa sín:
"Ljúktu upp, ástarmóðirin mín!"

"Hvaðan komstu, sonurinn minn?
Hvernig ertu svo fölur á kinn?

Svo ertu blár og svo ertu bleikur,
sem þú hafir verið í álfaleik."

"Mér tjáir ekki að dylja þig:
álfamærin blekkti mig.

Móðir, ljáðu mér mjúka sæng,
systir, bittu mér síðuband."

Leiddi hún hann í loftið inn,
dauðan kyssti hún soninn sinn.

Vendi ég mínu kvæði í kross,
villir hann, stillir hann,

Sankti María sé með oss,
Þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram


Bandaríkin eru fornaldarríki.

Virðing fyrir mannlegri reisn og mannréttindum er í lágmarki í Bandaríkjunum. Að menn skuli vera geymdir í fangaklefa í áratugi er náttúrulega fáheyrt og tíðkast varla nokkurstaðar annarsstaðar. Flest þau ríki sem stunda aftökur gera það tillölulega fljótt eftir dóma en þarna virðist það stefna að kvelja menn inni í fangelsum í áratugi fyrir aftökur.

Aftökur eru fornaldarfyrirbæri og að geyma fólk í fangaklefum í áratugi er auðvitað til skammar fyrir þessa þjóð sem þykist vera í fararbroddi heimsins með lýðræði og mannréttindi. Þó svo menn brjóti af sér eiga þeir rétt á sanngjarnri málsmeðferð og að mannréttindi séu virt. En það er bara á tyllidögum sem USA stundar mannréttindi, þess á milli minnir sumt á Greifann af Monte Cristo.

Bandaríkin eru því miður eitt af þeim ríkjum sé á heima með verstu einræðisríkjum þegar kemur að meðferð fanga og dóma. Guantanamo er einn ljótasti kafli sem skrifaður hefur verið í heimssögunni, stendur ekki að baki Síberíumeðferð Sovétmanna og mannréttindabrotum Kínverja svo einhverjir séu nefndir.


mbl.is Maður tekinn af lífi í Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreytandi að vera sífellt í vörn.

Það er örugglega óskemmtilegt að vera endalaust í vörn fyrir aðra. Slíkt er slítandi og ófyrirséð. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru enn í þeirri stöðu í gærkvöldi á Stöð 2 og Ríkinu. Gísli Marteinn var í nauðvörn og lítt trúverðugur og reyndi að snúa þessu upp í grín. Eiginlega hálf neyðarlegir brandarar sem hann notaði til að drepa málinu á dreif.

Niðurstaðan...lítt trúverðugt og málið enn í uppnámi þrátt fyrir brandarabanka Marteins.

Í ríkissjónvarpinu mætti Hanna Birna. Þar hvað við allt annan tón. Dauðans pirruð og geðvond og átti afar bágt með að standa í þessu varnarhlutverki. Skiljanlegt því Sigmar lét hana ekki komast upp með neinn moðreyk. Ég skil borgarfulltrúann.....þetta er afar þreytandi hlutverk sem hún var lent í. Reyna að verja eitthvað sem var svo greinilega meint eins og það skildist hjá borgarstjórnanum.

Niðurstaða þessarar síðustu uppákomu og um það voru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sammála í gær. Það er ekkert að marka borgarstjórann. Verið ekki að taka mark á því þó hann sé eitthvað að bulla....markleysan ein.

Voðalega er þetta nú trúverðugur meirihluti eða hitt þó heldur. 

 


mbl.is Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus.... er þeirra tími liðinn sem lægsta verslun ?

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði um 5-7% í lágvöruverðsverslununum milli 2. og 4. vikunnar í apríl. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Bónus um 7,1%, í Nettó nam hækkunin 6,6%, í Kaskó 5,7% og í Krónunni 5,4%.

ASÍ segir, að mun minni breytingar hafa orðið á verði vörukörfunnar í öðrum verslunarkeðjum en þar hækkaði karfan um 0,5-1% á sama tímabili.

Svo segir í frétt á mbl.is. Það veldur mér vonbrigðum að sjá Bónus hækka verð mest allra verslana í matvörugeiranum. Þetta er ekki í samræmi við þá góðverkaímynd sem ráðamenn fyrirtækisins hafa spilað til fjölda ára. Bónus fyrir þig...Bónus lægstir og svo framvegis.

Nú lítur þetta þannig út gagnvart neytendum að verslunin hafi nýtt sér það svigrúm að vera lægstir að hækka mest. Þetta skýtur nokkuð skökku við og það læðist að manni sá grunur að verið sé að reyna að ná því sem hægt er frá neytendum. Svo gæti það verið að Bónus hafi einfaldlega gefist upp á að vera lægstir og þá er bara að segja okkur það...við skiljum sjónarmiðið. Eina sem við þurfum að vita að svona sé þetta bara.


mbl.is Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband