Skemmdarverk.

Það er óskiljanleg þröngsýni hjá Einar K. Guðfinnssyni að heimila þessar veiðar. Þær þjóna engum vísindalegum tilgangi, neysla á hrefnukjöti er hverfandi og hrefnu hefur fækkað á hvalaslóð síðan þessar veiðar voru heimilaðar.

Mér finnst hrefnukjöt góður matur og vildi gjarnan hafa aðgang að því. En þegar mál eru skoðuð í samhengi verður að meta stöðu máls gagnvart meiri hagsmunum fyrir minni.

Í þessu samhengi eru hagsmunir þriggja veiðbáta og eigenda þeirra minni en hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja sem lokka hingað til lands þúsundir ferðamanna. Auk þess er þessi ákvörðun landinu til stórfelld vansa á alþjóðamælikvarða.

Í þessu ljósi vildi ég gjarna átta mig á hvaða hagsmunum þessi óskynsamlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra á að þjóna.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

heyr heyr, hverju orði sannara hjá þér og það er alltof sjaldan sem þessi mál eru rædd af einhverri skynsemi.

halkatla, 20.5.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einar ráðherra er vægast sagt á mjög gráu svæði með því að verða við óskum lítls þrýstihóps.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Sæll, Hver er munurinn á að veiða Hrefnur og Hreindýr.?
Hvað lengi hleypur Hreindýr eftir að það er skotið að meðaltali ?
Hvað þarf mörg skot til að fella það?
Hvað væri sagt ef Hreindýr væri sjávardýr og öslaði um allan sjó eftir að skotið var á það og skyldi eftir sig margar kílómetar blóðslóð í sjónum.

Felst munurinn ekki í því að önnur greinin er SPORT hin er í atvinnuskini, í hafinu í kring um Ísland eru um 56 þúsund, dýr 56.000 dýr.
Þetta er sá liður sem umhverfismenn og Samfylkingin vilja ekki ræða.

Það eru Hvalaskoðunarmenn og Samfylkingin sem hrópa hæðst og gefa neikvæða mynd af Íslandi út á við með þessum veiðum, EKKI  Hrefnuveiðimenn.

Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 20.5.2008 kl. 13:52

4 identicon

Ljónið sér ekki kjarna málsins. Þetta hefur lítið að gera með veiðiaðferðum eða dýrategundum. Hrefnuveiðar skaða meir en "gróði" veiðinnar. Þetta kemur skýrt fram hjá JIC. Stundum sjá menn/ljón ekki trén fyrir skóginum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sammála greinarhöfundi

Óskar Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 16:42

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvernig á ljónið að koma auga á kjarna málsins þegar er engin kjarni í málinu?

Víðir Benediktsson, 20.5.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er sammála greinarhöfundi.  (Hverju sinni).

Jón Halldór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband