Omega...er þetta betlistöð ? Hvað er 100 þús kall á milli vina ?

Datt inn á Omega á digitalinu hjá mér. Ég dokaði aðeins við og ætlaði að hlusta á fagnaðarboðskapinn sem þar væri boðið upp á.

En hvað var í gangi ? Betla peninga af hlustendum. Þáttarstjórnandi hefur nú í löngu máli útlistað fyrir mér að ég komist í Arnarhópinn ef ég snari 100 þúsundkalli inn á reikninginn hjá þeim. Svo gæti ég orðið tvöfaldur Arnarklúbbsmaður ef ég skutlaði í þá 200 þúsund kalli. Á meðan á þessu stóð sveiflaði þáttarstjórnandinn arnarstyttu.... að mér sýndist bandaríska þjóðarfuglinum.

Ég átta mig ekki alveg á þessum boðskap. Ég átta mig heldur ekki á því hvort þetta er bankareikingur guðs eða einhvers annars sem þarna ræður ríkjum.

Ég verð að viðurkenna að mér er eiginlega hálf bumbult eftir þessa lífreynslu að heyra harðfullorðinn mann taka í það hálfa eða eina klukkustund að sníkja peninga út úr fólki í óræðan og afar lítið útskýrðan málstað.


Nýr leiðtogi breytir engu.

Reykjavíkurvígi Sjálfstæðisflokksins virðist fallið saman. Nýr leiðtogi tók við þegar könnunin var hálfnuð en hún stóð frá 2. júní til 22. júní. Maður hefði haldið að við þá umræðu og breytingu hefði Sjálfstæðisflokkurinn tekið kipp upp á við.

En að Sjallar mælist með 27 % þýðir að ef inni í því sé kippur uppávið hafa þeir verið komnir verulega neðarlega.

Þó held ég að Hanna Birna sem nýr leiðtogi breyti litlu ef þá nokkru. Hún er hluti af því mistakateymi sem kom flokknum í þessa stöðu og ber á því fulla ábyrgð. Ég held að vera hennar í oddvitastóli breyti engu hvað varðar fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Borgarstjórnarflokkurinn gerði langt upp á bak og það næst ekki af þó reynt sé að hnýta bleikar slaufur yfir það sem þangað fór.

Samfylkingin og Dagur B eru á bullandi flugi og það sýnir best hversu mikla virðingu Dagur hefur fengið fyrir störf sín sem borgarstjóri í þessa 100 daga sem það stóð. Ég held satt að segja að Reykvíkingar og stjórnmálamenn í Reykjavík ættu að skoða þessa stöðu, og endurskoða .... þó ekki væri nema af virðingu við borgarbúa.


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magasár og pirringur.

Langvarandi pirringur og ergelsi getur leitt til ýmiskonar leiðinda kvilla. T.d. er magasár og magabólgur oft fylgifiskur almennra leiðinda og geðvonsku. Það er oft gott að líta í spegil á morgnanna og segja.... " ég er hamingjusamur og ætla að njóta lífsins í dag " Það gefur manni andlegan frið og bætir líðan.

Svo er þetta með áhrif þeirra sem eru endalaust pirraðir og geðvondir. Einhvernvegin verður það svona "úlfur - úlfur" og menn brosa þreytulega og segja " æææ þetta er bara Steingrímur "

Samvæmt síðustu skoðanakönnun er þessi pirringur og þreyta farin að virka þannig á kjósendur að fylgi VG dalar verulega frá næstu könnun á undan. Alltaf leiðinlegt fyrir stjórnarandstöðuflokk að tapa fylgi...ég tala nú ekki um að við völd eru að þeirra sögn verklausir stjórnmálaflokkar....

Guði sé lof fyrir að þessi maður er valdalaus í þjóðfélaginu með úrtölur sínar og svartsýnisraus Tounge


mbl.is VG skora á ríkisstjórnina að segja þjóðinni satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhagslegt tjón.

Mér eiginlega er ekki sama þegar maður heyrir og sér kröfur og aðferðir flugumferðarstjóra. Menn með næstum milljónkall á mánuði krefjast mikillar launahækkunar....allt að 200.000 á mánuði.

Ég hef lengi starfað innan verkalýðshreyfingarinnar. Þessar aðferðir og áherslur eru dónaskapur og móðgun við aðra launamenn sem flestir eru með margfallt lægri laun og létu sér lynda 18.000 krónu launahækkun á mánuði í nýgerðum samningum.

Ég þekki ekki lögin en ef nokkur leið er fyrir stjórnvöld að setja lög á þessa aðgerð á að gera það. Þetta er að valda stórkostlegu þjóðhagslegu tjóni og það ber að koma í veg fyrir það með þeim ráðum sem til eru.


mbl.is Vinna ekki keyrð áfram á yfirvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing Íslands.

Þessi greinarstúfur minn er á heimsíðu Samfylkingarinnar núna....læt hann fljóta með hér.

http://www.samfylkingin.is/

Íbúðalánasjóður hefur sannað gildi sitt sem hornsteinn íslenskra lánastofnana.

Undanfarin 12–13 ár hefur staðið yfir einkavæðing Íslands. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var markviss einkavæðing í gangi. Að vísu voru skrefin í þá átt nokkur, áður en einkavæðingin var kláruð og þar er Síminn besta dæmið.
 
Þegar þetta ferli hófst gengu ýmsir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins með þá grillu að einkavæðing grunnstoða og stofnana samfélagsins væri það sem koma skyldi og annað væri ófært. Ein af fyrstu aðgerðum í þá veru var há-effun Póst- og símamálastofnunar. Þar gengu ráðherrar fram og kynntu fyrir starfsmönnum þá sýn að handan há-effunar væri gull og grænir skógar og einkavæðing væri ekki á dagskrá. Fyrirtækjunum var í framhaldi skipt upp og stofnuð tvö fyrirtæki Pósturinn hf. og Síminn hf. Þá varð starfsmönnum ljóst hvert stefndi því vitað var að einkavinir Sjálfstæðisflokksins höfðu mikla ágirnd á þeim gullgrís sem Síminn var.
 
Bankar gefnir – vildarvinir fitna

Svipað ferli hófst síðan í bankageiranum og allir þekkja söguna hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu ríkisbönkunum sínum á milli flokksgæðinga. Fleiri dæmi mætti nefna en það væri of langt mál að telja upp það sem þessir tveir helmingaskiptaflokkar brölluðu í einkavæðingarævintýrinu. Ríkisútvarpið hefur lengi verið á einkavæðingarlista flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins og þeim tókst með það eins og Símann á sínum tíma að stíga fyrstu skref í þá átt að færa þá stofnun af samkeppnismarkaði. Ríkisútvarpið er nú opinbert hlutfélag, og lengra má ekki ganga.
 
Komið að skuldadögum

Nú hefur syrt að í þjóðfélaginu eins og flestir vita. Það ætti ekki að koma mönnum á óvart og stjórnarandstaðan hélt þeirri skoðun á lofti þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur keyrðu efnahagsmálin hér langt upp fyrir suðumark með risaframkvæmdum, vaxtalækkunum og 100% húsnæðislánum. Mikinn hluta seinni hluta samstarfs þessara flokka var þensla í landinu keyrð áfram af erlendu lánsfé og óraunhæfum væntingum. Nú er sá víxill gjaldfallinn og núverandi ríkisstjórn stendur í ströngu við að draga úr afleiðingum þessarar fyrirhyggjulausu stefnu síðustu ríkisstjórnar. Innistæðan fyrir þessari stefnu og ákvörðunum var ekki til staðar og það er kátbroslegt að hlusta á þvaðrið í formanni Framsóknarflokksins þessa dagana. Það er gott að vera gleyminn, en kjósendur muna, ef marka má 8% fylgi þess flokks í skoðanakönnunum.
 
Gjaldþrot einkavæðingarstefnunnar
 
Eitt að því sem opinberast við þær aðstæður sem nú eru uppi er gjaldþrot þeirra hugmynda er leiddu til einkavæðingar Símans og bankanna. Bankarnir sem áttu að blómstra og vera landi og þjóð enn meiri styrkur en áður hafa brugðist. Það vantar ekki að þeir græða feitt og það eru fagrar tölur sem birtast í árskýrslum þegar sveittir sérfræðingar þeirra lesa upp úr hagnaðartölum síðasta árs. En hvert fer þessi hagnaður í dag. Beint í vasa eigenda sem er að sjálfsögðu ágætt en ábyrgð þeirra og styrkur fyrir Ísland og Íslendinga er ekki samur og áður. Þegar sverfur að hugsa þeir eingöngu um eigin hag og hlaupast frá vandanum og loka á allar lánveitingar. Þeir hafa engar samfélaglegar skyldur ... þeir bera aðeins ábyrgð gagnvart hluthöfum og þeir vilja bara gróða.
 
Síminn í hremmingum
 
Síminn er líklega það fyrirtæki sem er gleggsta dæmið um einkavæðingu ríkisfyrirtækis sem hefur enga samfélagslega skírskotun lengur. Mín skoðun og fleiri var að einkavæðing þess fyrirtækis mætti ná til ákveðinna hluta en alls ekki grunnnetsins. Á það var ekki hlustað og nú er samfélagið allt háð ákvörðunum eigenda sem bera enga samfélagslega ábyrgð og geta þegar verkast vill hætt þjónustu við alla þá staði sem ekki eru arðbærir. Einkavæðing grunnnets Símans eru ein alvarlegustu mistök stjórnmálamanna síðustu ár. Það sér ekki fyrir endann á því enn sem komið er.
 
Einkavæðing – samkeppni
 
Ég er ekki talsmaður ríkisrekstrar á öllum sviðum. Þessu þarf að blanda í skynsamlegum hlutföllum. Það má aldrei einkvæða sumar grunnstoðir samfélagins. Það má alls ekki einkavæða heilbrigðiskerfið í þess orðs merkingu. Það má alls ekki einkavæða Ríkisútvarpið eða grunnpóstþjónustu. Það má ekki sleppa grunnstoðum þessa samfélags í hendur auðjöfrum sem geta ráðskast með þau að vild. Það hefur komið berlega í atburðarásinni að undanförnu hverslags happ það var að Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki fram þeirri kröfu sinni að Íbúð Íbúðalánasjóður yrðir geltur og bankarnir gerðir einráðir á þessum markaði.
 
Það er hlutverk Samfylkingarinnar að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins í þessu stjórnarsamstarfi. Það þarf hemil á einkavæðingaröflunum   í Sjálfstæðisflokknum og ég er viss um að þeir hafa ekki gleymt áformum sínum þó svo dæmin sýni gjaldþrot þeirrar hugmyndafræði .
 
Það er ekkert að því að fela einkaaðilum ýmsa þjónustu í samfélaginu, en af þeim má ekki sleppa hendi eins og gert var í símamálunum. Ég veit og trúi að þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru mjög meðvitaðir um hlutverk sitt í þessu samhengi.


IKEA í Garðabæ. Sendi flöskuskeyti.

Allaf gaman að segja lífsreynslusögur.´

Ég keypti forláta eldhúsinnréttingu að IKEA í Garðabæ. Kannski kominn tími til vegna þess að sú gamla var orðin hálfrar aldar gömul. Fín innrétting og fljót afgreiðsla til að byrja með.

En svo kom að því að leysa það sem vantaði og ekki var til. Þá byrjuðu símhringingar sem aldrei ætluðu enda að taka.... þjónustuver og skiptiborð spiluðu fyrir mann til skiptis.

En í dag sló ég persónulegt met í lífi mínu. Ég fékk skilaboð um að hafa samband við þjónustufulltrúa í IKEA. Ég borgaði aðeins of mikið og ekki mátti eiga inneign og þess vegna varð að gefa upp reikning svo þeir gætu endurgreitt....undarlegt mál en þeir ráða því.

Og þá byrjaði ballið...... nú hef ég verið að reyna að ná í þetta ágæta fyrirtæki í bráðum 6 klukkustundir og annað hvort hringir út eða skiptiborð svarar og ætlar að gefa samband en þar deyr málið.

Ég greip því til tölvupóststækninnar en nú er ég búinn að senda þrjá með símanúmerinu mínu og árétta það að þeir báðu mig að hringja en ég væri ekki að trufla að eigin frumkvæði.

Árangurinn er enginn fram að þessu og núna stefnir í að heill vinnudagur líði án þess að mér takist að ná í þetta ágæta fyrirtæki sem þó bað mig að hringja....hvernig fer fyrir þeim sem ekki eru beðnir og gera þetta bara að eigin frumkvæði ?????

Nú ér ég að skrifa bréf...ætla að setja það í flösku og taka sénsinn á að það reki á landi við strendur Garðabæjar....og þá kannski tekst mér að fé endurgreiddann þennan 1300 kall sem stoppar málið og afgreiðslu á pöntuninni minni.

Jæja....ég slepp víst við flöskuskeytið....samband komst á 5 klst og 30 mínútum eftir að tilraunir hófust og þá hringdi í mig indælis þjónustufulltrúi og málið dautt....en metið stendur og ér reikna varla með að það verði slegið í bráð. Halo


Neyðarúrræði. Hvað gerir SUS ?

Nú grípa Akurnesingar til sömu ráðastafana og víða hefur verið gert. Akureyringar fengu það óþvegði þegar sömu ráðstöfunum var beitt á tjaldsvæðum á Hömrum. Víða um land eru takmarkanir á aðgengi að tjaldsvæðum og allar eiga þær það sameiginlegt að vernda og verja þá viðskiptavini sem gista á svæðunum og eiga rétt á að hafa frið og næturró.

Að mati SUS er réttur einstaklingsins rétthærri en allt annað og því mótmæla þeir þessum ráðstöfunum. Vert er að hafa í huga að réttur þeirra sem eru hefðbundnir viðskiptavinir þessara svæða er samkvæmt því enginn og niðurstaða SUS er að allir 18 ára og eldri megi hvað sem er, hvar sem er og hvernig sem er.....burtséð frá því hvað aðrir vilja.

Það verður mikið að gera hjá SUSSURUM næstur vikur og mánuði. Þeir ætla nefnillega að hafa eftirlit með öllum sem brjóta þessi mannréttindi og veita þeim aðhald.

Þeir byrja líklega á því að krefjast lækkunar áfengiskaupaaldurs og opnunar veitingahúsa sem hafa verið með hærri aldurstakmörk. Þar á auðvitað að gilda 18 ára mannréttindareglan eins og á tjaldsvæðum.

 Þegar það svo bætist við það að hafa eftirlit með tjaldsvæðum landsins má reikna með að mikið verði að gera hjá ungliðum Sjálfstæðisflokksins næstu mánuði.


mbl.is Tjaldstæðin ekki fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drepleiðinlegt í kvöld !!

Ég hef fylgst með nokkrum leikjum í EM. Margir afar skemmtilegir og líflegir leikir voru í undankeppninni. Ég var eiginlega ákveðinn í að blogga ekki um þessa uppákomu sem EM er.

En nú get ég ekki orða bundist. Þessi leikur í kvöld og þessi tvö lið sem eru komin alla leið í undanúrslitakeppnina er hrikalega leiðinleg, andlaus og leika einhverskonar driplbolta þar sem boltinn gengur manna á milli í fullkomnu tilgangsleysi.

Vonandi verður það ekki lið í þessum anda sem verður Evrópumeistari. Annars er það nokkuð áhugavert að fylgjast með þessari úrslitakeppni. Líklegir sigurvegarar í leikjunum hafa gjarnan tapað. Krótatar úr leik, Ítalir úr leik, Hollendingar úr leik og síðast en ekki síst Portúgalir úr leik. Öll þessi fjögur lið spiluðu eins og þeim drepleiddist að vera í þessari stöðu og því töpuðu þau.

Mest kom mér á óvart hvað Hollendingar voru daprir, hitt var nokkuð fyrirséð úr undankeppninni. Þó svo Króatar færu með fullt hús stiga úr undankeppninni fannst mér allan tíman að þeim leiddist þetta mót. Portugalir eru alltaf efnilegir en koðna alltaf niður á lokasprettinum. Auðveld bráð fyrir leikglaða Þjóðverja þó svo Portugalirnir misstu þá aldrei langt frá sér.

Líklega spila Þjóðverjar og Rússar til úrslita...Rússar eru sprækir og Þjóðverjar of skipulagðir til að tapa fyrir liði eins og Tyrkjum þó svo þeir hafi komið skemmtilega á óvart með flottri baráttu og sigurvilja.


mbl.is Heimsmeistararnir fallnir úr keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáir treysta stjórnarandstöðunni.

Þessi könnun er áhugaverð fyrir nokkur atriði. Ríkisstjórnin tapar fylgi sem er eðlilegt miðað við þá umræðu og það ástand sem við er að fást þessi misserin. Meirihlutinn styður þó enn þetta ríkisstjórnarmunstur.

Sjálfstæðisflokkur tapar en samstarfsflokkur eykur við fylgi sitt. Það er ný tilhneyging en kemur samt sem ekki á óvart miðað við þau efnistök og ástand sem verið hefur í Sjálfstæðisflokknum síðastliðið ár. Samfylkingi eykur fylgi sitt og það sýnir svo ekki verður um villst að kjósendur treysta flokknum og ráðherrum hans.

Stóra niðurstaða þessar könnunar er hinsvegar að fáir treysta stjórnarandstöðunni. VG sem gjarnan fær mikið fylgi þegar ekki eru verið kjósa dalar frá síðustu könnun og lafir í 17%. Það kemur mér ekki á óvart því formaður þess flokks er afar ótrúverðugur í málflutningi sínum og greinilegt er að þusið í honum er hætt að skora.

Framsóknarflokkurinn er enn neðan við 10% og hefur ekkert bætt við sig frá kosningum. Ég hef aðeins velt því fyrir mér hvað valdi og greinilegt er að flokkurinn nær ekki vopnum sínum og formaðurinn, ábúðarfulli er ekki að ná til fólks.

Ég lenti í því nýlega að að mér sótti þekktur Framsóknarmaður og tilkynnti mér að ég væri vondur maður. Það var af því ég hafði einhverntíman skrifað eitthvað ljótt um flokkinn og flokksmenn. Það er rétt, ég gagnrýndi Framsóknarflokkinn og ráðmenn þar fyrir undirlægjuhátt og blinda þjónkun við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkisstjórn. Ég ræðst aftur á móti ekki að mönnum persónulega og Framsókarflokkurinn var félagshyggjuflokkur en hafði alveg gleymt þeirri staðreynd síðasta rúman áratug.

Það rann upp fyrir mér ljós þegar þessu samtali lauk. Framsóknarmenn, sumir, kenna andstæðingum sínum í pólitík um hvernig komið er. Það mér og okkur að kenna sem sóttum að flokknum og gagnrýndum hann í síðustu ríkisstjórn hvernig komið er. Ef þetta er ekki sjálfsafneitun, hvað er það þá ? Framsóknarflokkurinn mun aldrei ná sér á strik meðan þeir afneita ástæðum þess að svo er komið fyrir flokknum. Hann gerði upp á bak í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og seldi allar sínar hugsjónir fyrir völd. Síðan í afneitun og blindni gera Framsóknarmenn ráðamenn sem bera á þessu ábyrgð að formanni og varaformanni sem síðan eru að reyna að ná vopnum sínum og flokksins en það mun seint ganga því kjósendur vita hverjir bera ábyrgð á óförum flokksins síðastliðin ár.

Þegar Framsóknarmenn átta sig á að ógöngur þeirra eru ekki öðrum að kenna gæti verið að fylgið færi að aukast á ný með nýjum og trúverðugum forystumönnum sem gerðu upp við fortíðina og kjósendur treystu til framtíðar. Svo er ekki með úr sér gengna forystumenn flokksins í dag og flokkurinn er dæmdur til áhrifa og fylgisleysis meðan hann lifir í sjálfsblekkingu og afneitun. Stefna þessa flokks var félaghyggusinnuð og mannvæn. Framkvæmd forustumanna hans síðustu ár hefur eyðilagt flokkinn en ekki andstæðingar þeirra í pólitík.

Stóra niðurstaðan er..... kjósendur treysta ekki stjórnarandstöðunni. Þrátt fyrir háværa gagnrýni og árásir á ríkisstjórnina uppskera þeir aðeins minna fylgi en í síðustu könnun.

VG, Framsóknarflokkur og Frjálslyndir fá ekki stuðning kjósenda því málflutningur þeirra er ótrúverðugur og óábyrgur.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólardagar.

Hvergi fegurra en á Akureyri Það er blíða þessa dagana og veðrið skárra en spáð var. Veðurfræðingarnir okkar vildu endilega hafa norðan átt og kalt, en það hefur ekki alveg náð að ganga eftir. Merkilegur er samt skýjabakkinn sem hangir í fjarðarmynninu og kemur í veg fyrir að maður nái almennilegu miðnætursólarskoti.

En bakkinn kemur þó ekki í veg fyrir að norðurhimininn glói á kvöldin og ég læt fljóta hér með eina sígilda frá Akureyri....hvað skyldu þær vera orðnar margar myndirnar sem orðið hafa til við þessar aðstæður og þessu sjónarhorni ?

Nokkrar frá í gær eru á Flickr síðunni minni ef menn hafa áhuga að að sjá norðlenska fegurð.

http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband