9.7.2008 | 16:40
Ekki múkk frá ríkinu.
Ríkið hefur með landakröfum þeim sem nefndar eru í þessari frétt á mbl.is, ásælst veruleg svæði í landi Akureyrarkaupstaðar. Ríkið vill sölsa undir sig landsvæði Akureyrar á Glerárdal við línu sem liggur næirri 800 metra hæðarlínu á þessu svæði.
Það segir að Súlur, Hlíðarfjall og fleiri á þessum svæði fer úr umsjá og skipulagslegum yfirráðum Akureyringa yfir til ráðuneytis í Reykjavík. Þetta svæði var á leið í deiliskipulagningu sem útivistarsvæði framtíðarinnar fyrir Akureyringa og gestir þeirra. Stór hluti skíðasvæðis í Hlíðarfjalli færi úr umsjá okkar og slíkt myndi skapa óþolandi hagsmunaárekstur.
Vatnsból Akureyrar eru einnig á umræddum svæðum og það sér hver í hendi sér að kröfur sem þessar eru út í hött.
Ég átta mig ekki á því hvaða hagsmunum menn eru að þjóna við framsetningu krafna sem þessara og satt að segja verður að efast um hæfni þeirra sem slíkt gera.
Mér er ekki kunnugt um að mótmælum okkar Akureyringa hafi yfirleitt verið svarað af háflu ríkissins og það verður líklega að bíða þessa að dómstólar vísi frá þessum fráleitu krföfum ef forsvarsmenn ríkisvaldsins ætla ekki að vakna í þessum málum.
![]() |
Undrast að ríkið skuli ekki afturkalla landakröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 10:51
Margt að skoða.
Simon Wisenthalstofnunin er líklega að verða verkefnalaus. Þeir fáu nasistar sem eru enn á lífi eru flestir að verða 100 ára og styttist í að verkefnin þrjóti.
Mér finnst við hæfi að nýta þekkingu og krafta þessarar stofnunar til góðra hluta og dettur mér þá fyrst í hug að þeir rannsaki og kanni framgöngu Ísraelsmanna í Palestínu og Líbanon. Það er nærri og stofnunin ætti að hafa góðan aðgang að leyniskjölum og áformum á þessu svæði.
Mér finnst sérstaklega áhugavert að könnuð verði áhrif múrsins á líf og afkomu saklausra borgara Palestínuríkis og hversu margir óbreyttir borgarar hafa fallið úr hungri, veikindum og fyrir vopnum á þessu svæði. Í framhaldi af þvi eru örugglega margir jafn sekir um stríðsglæpi og nasistar fyrrum.
Bara svona ábending um verkefni fyrir þessa ágætu stofnun sem nú er að verða verkefnalaus vegna lögmáls lífsins.
![]() |
Dr. Dauði sagður á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.7.2008 | 14:14
Eiga Hæstaréttardómarar að vera að þrefa opinberlega ?
Þetta er spurning sem maður spyr sig. Dómarar kveða upp dóma og þeir standa hvað sem á dynur nema þeim sé áfrýjað og önnur niðurstaða birtist. Það er ekki hægt að áfrýja hæstaréttardómum nema þá að leita til alþjóðadómsstóla í sumum málum. Það gera menn almennt ekki og því eru dómar Hæstaréttar endanlegir í flestum tilfellum.
Svo er það annað mál þegar dómurinn klofnar og myndast meiri og minnihluti. það gerist og er eðlilega skiljanlegt því dómar byggja á lögum sem hægt er að sveigja og beygja og skilja...hver á sinn hátt.
Það er líka eðlilegt að aðrir hafi skoðun á niðurstöðu dómara. Þannig er það nú bara. En mér finnst að dómarar Hæstaréttar eigi að þegja þegar málum er lokið. Þeir hafa birt niðurstöðu sína og hún er endanleg. Þeir eiga ekki að fara að rökræða við almenning um þá niðurstöðu. Það rýrir trúverðugleika manna þegar þeir leggjast í vörn fyrir niðurstöðu sinni. Þó svo menn hafi örlítið samviskubit þá er óþarfi að verja gjörðir sínar....bara standa keikur og taka því.
![]() |
Dómari svarar fyrir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2008 | 21:26
Fær sanngjarna málsmeðferð.
Afskipti utanríkisráðherra og varaformanns allsherjarnefndar tryggir vonandi að Paul Ramses fái sanngjarna og mannlega málsmeðferð. Mál hans var afgreitt eftir formúlu möppudýranna, unnið eftir þrengstu túlkun sem hægt var að finna í verkefninu.
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, fram að þess hafa öll mál af svipuðum toga fengið svipaða afgreiðslu, lagagreinum og reglum veifað en ekkert hugað að mannlegum þáttum og tengingum mála. Auðvitað geta ekki allir fengið landvistarleyfi og mál eru misjöfn. Í þessu máli segir flest þokkalega hugsandi mönnum að doka eigi við og skoða mál. Hér á hlut að máli lítil fjölskylda, nýfætt barn og maður sem unnið hefur fyrir alþjóðasamtök að mannréttindamálum.
Þetta er sá flötur sem ég tel að utanríkisráðherra og varaformaður allsherjarnefndar séu að tala um þegar kallað er á réttlæti og skoðun mála.
Kannski eru menn að hafa Björn Bjarnason fyrir rangri sök, hann vildi ekkert illt með þessu, hann er bara svoddan möppudýr eins og embættismennirnir sem unnu þetta mál í blindu myrkri laga og reglna.
![]() |
Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 11:03
Innbærinn og tjörnin.
Manngerða tjörnin milli gömlu Fjörunnar og Drottningarbrautarinnar er að verða einn fallegasti staður á Akureyri. Það fjölgar með ári hverju gæsum sem velja að koma upp ungum sínum við tjörnina þó svo varpið sé í óshólmum Eyjafjarðarár.
Búið er að gera göngustíga að hluta á svæðinu og þeim fjölgar með ári hverju sem eiga sínar góðu stundir með stöng eða bara ganga þarna.
Gott dæmi um vel lukkaða manngerða náttúru. Á sínum tíma þegar Drottningarbrautin var lögð voru margir sem kölluðu hana skipulagsslys. Mér leist ekki vel á þegar lagður var vegur framan við gamla Innbæinn. En þetta er oft fylgifiskur þess sem gerist þegar íbúum fjölgar og umferð eykst...þá verður að gera hluti sem margir kalla slys á þeim tímapunkti.
Þegar horft er á þessa framkvæmd og niðurstöðu 30 árum síðar sjáum við flest að Drottningarbrautin og lega hennar var óhjákvæmileg. Hver vildi hafa alla þá umferð sem fer um Drottingarbrautina í dag inni í gamla Innbænum.
Það væri einfaldlega ekki hægt. ... Skipulag og framkvæmdir eru hugsaðar til lengri tíma og til framtíðar en ekki sem niðurstaða sem virkar bara fyrir þá sem staddir eru á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þau verður að hugsa til langrar framtíðar og með hagsmuni heildarinnar í farteskinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.7.2008 | 17:25
Vélmennin og Björn Bjarnason
Svokallaður Dyflinnarsamningur í tengslum við Schengen-samstarfið gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að senda hælisleitendur aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. Stjórnvöldum ber þó engin skylda til þess og hafa fullt leyfi til að taka sjálfstætt á málum hvers hælisleitenda sem ásjár leitar á Íslandi.
Ágæt ástæða til að taka þannig á málum er sú að oft háttar þannig til að í fyrsta komuríki er málsmeðferð lakari en stætt er á og stundum nánast engin, þótt samningurinn byggist á því að málsmeðferð sé fullnægjandi og samræmd í öllum aðildarríkjunum. Þess utan eru í grannlöndum okkar metin mannúðarsjónarmið og tekið tillit til sérstakra tengsla hælisleitandann við það ríki sem hann leitar ásjár hjá þótt leið hans þangað hafi legið um önnur Dyflinnarríki.
___________________________
Þetta kemur fram á heimasíðu Samfylkingarinnar. Það er ljóst að yfirvöld og dómsmálaráðherra víkja til hliðar öllu því sem kallast mannúðarsjónarmið og keyra mál áfram eins og vélmenni, vitnandi í reglur fram og til baka.
Það kemur skýrt fram að hvert ríki megi taka sjálfstætt á málum og hveða upp sjálfstæða úrskurði. Úlendingastofnun og Björn Bjarnason velja þá leið eins og múlasninn að horfa beint fram og taka engar sjálfstæðar ákvarðanir eða meta mál í ljósi stöðu þeirra...
Þetta er ljótt Björn Bjarnason..........og þessi yrirlýsing lýsir því að það eru möppudýr sem ráða för í þessum málaflokki.
![]() |
Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2008 | 15:57
Eru einhverjir svona í stjórnmálum hér ?
Blessaður karlinn...leiðinlegt af fá svona eftirmæli...uppdagað steintröll sem barðist gegn mörgu því sem til framfara horfði.
Helms var harður andstæðingur frjálslyndra viðhorfa og barist gegn fóstureyðingum, réttindum samkynhneigðra, kommúnisma, þróunarhjálp, afvopnunarsáttmálum og Sameinuðu þjóðunum.
Ég held að við séum ekki með neinn svona á þingi hér í dag. En gæti verið að við séum með einhverja sem berjast af sömu blindni gegn framtíðinni og þessi maður gerði i Bandaríkjunum.
Gæti verið að við séum með einhverja sem berjast gegn framtíðinni....samvinnu okkar á alþjóðavísu, að íslendingar sitji við sama borð og aðrir í Evrópu ?. Erum við kannski með einhverja sem vilja ekki frjálsa samkeppni og aðgengi okkar að vöru og þjónustu á jafnréttisgrundvelli og þjóðir í kringum okkur ? Getur verið að við séum með einhverja sem skilja ekki þróun alþjóðamála og mikilvægi þess að bindast samtökum á alþjóðavísu ?
Ég held að við séum með nokkra svona á þingi í dag. Ekki ætla ég að reyna að nefna þá en þeirra helstu baráttumál gegn framtíðinni eru.... ekki Evrópusamband, ekki evru, ekki skulbindingar um jafnrétti á mörkuðum, ekki innflutning á gæðavörum frá útlöndum, ekki ...? ekki...? ekki....?
Sennilega fá nokkrir þingmenn á okkar háa Alþingi í dag þau eftirmæli.....í fyllingu tímans.... hann barðist af einurð gegn framtíðinni en tapaði.
![]() |
Jesse Helms látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2008 | 08:03
Kreppa.... er kreppa á Íslandi ?
Á vísindavefnum er gefið þetta svar þegar spurt er um kreppu.
"Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað.
Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þumalputtaregla að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð þá sé hagkerfið í kreppu. Kreppur geta vitaskuld verið misharðar, það er samdrátturinn verið mismikill og mislangur og ekki alltaf ljóst hvenær rétt er að tala bara um samdrátt og hvenær um kreppu.
Stundum er sagt í hálfkæringi að viðmiðið eigi að vera að þegar atvinnuleysi eykst, þá teljist það samdráttur nema þú verðir sjálfur atvinnulaus, þá sé það kreppa. "
Samkvæmt þessu er varla kreppa á Íslandi í þess orðs helstu meiningu. Þjóðarframleiðsla er ekki að dragast saman og atvinnuleysi er varla til staðar, í það minnsta ekki enn sem komið er. Samdrátturinn sem við erum að upplifa er skortur á lánsfé en Íslendingar virðast einstakir með það að lifa á "fittinu" með flest og þjóðin og fyrirtækin hafa verið að framkvæma og auka eignir með lántökum.
Sumir halda því fram að við séum ríkasta þjóð í heimi...eða í það minnsta nærri því. En hver er að vera ríkur ? Ríkidæmi er mismunur eigna og skulda því hrein eign, í það minnsta á skattaskýrslunni minni er það sem ég á umfram skuldir. Þegar sú tala er skoðuð er ég ekkert sérstaklega viss um að við séum neitt sérstaklega rík, skuldsetning einstaklinga og fyrirtækja er mikil, það er aðeins ríkisstjóður sem hefur bætt stöðu sína hvað þetta varðar síðustu ár.
Kannski er "kreppan" sem við búum við að stórum hluta að menn fá ekki lánsfé og verða því að hægja á framkvæmdum. Það er ekki "kreppa" samkvæmt þess orðs hljóðan. Það er samdráttur. Það er heldur ekki kreppa að þurfa að skipta út Hummernum sínum og fá sér Jaris....eða jafnvel hjól, það er tímabundinn fjármagnsskortur sem, því miður stafar af því allt of oft að skrúfað hefur verið fyrir lánsfé.
Þjóðin hefur offjárfest í stórum stíl. Fyrirtækin hafa farið langt umfram það sem þau ráða við í fjármögnun og sjá nú fram á að útrásin sem fjármögnuð var af stórum hluta með lánsfé gengur til baka og jafnvel munu sum þeirra rúlla. Það er slæmt og kannski höfðu danirnir svolítið rétt fyrir sér þegar þeir höfðu efasemdir um "íslenska efnahagsundrið.".
Það munu margir lenda í vanda á næstu mánuðum, það er ljóst. Hér mun varla skapast það ástand sem er raunveruleg kreppa sem er atvinnuleysi í stórum stíl, samdráttur þjóðartekna, og gjaldþrot hundruða eða þúsunda fyrirtækja, þar með töldum bankastofnanir. Það gerðist í síðustu kreppu milli áranna 1930 og 40. Þá var helsta áhyggjuefni þúsunda fjölskyldna að fyrirvinna heimilisins hefði vinnu og börnin fengju að borða næsta dag.
Það er efnahagsvandi í heiminum í dag. Hann mun ganga yfir á næstu mánuðum eða árum að sögn fræðinga. Olíuverð mun samt sem áður ekki lækka og í framtíðinni verður heimurinn að aðlagast þeirri staðreynd.
Vandi okkar íslendinga er ef til vill dýpri en margra því við erum ekki hluti af stærra efnahagskerfi sem hefur meiri sveiflujögnunarmöguleika en örhagkerfi okkar. Ástandið núna ætti að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að við getum ekki haldið áfram að lifa einangruð í eigin heimi örkrónu og þjóðernishyggu.
![]() |
Kvíða kreppu og finnst allt hækka nema launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 18:19
Segja upp útvarpsstjóra en halda landsbyggðarfréttamönnum.
Atlaga útvarpsstjóra að landsbyggðarstöðvunum er til lítils sóma. Hann leggur til að helmingi fréttamanna í Ísafirði verði sagt upp...þriðjungi fréttamanna á Egilsstöðum og síðan verður ekki ráðið í stöðu fréttamanns á Akureyri sem er 20 eða 25% fækkun fréttamanna hér í bæ.
Það er mikið tjón að fara þessa leið og gengur gegn yfirlýsingum stjórnvalda um fjölgun starfa á vegum ríkisins á landsbyggðinni.
Þessir fréttamenn sem nú hverfa frá störfum á landsbyggðinni ættu allir að halda störfum sínum því landsbyggðarvinkillinn á RUV sker þá stöð frá öðrum hvað varðar jákvæða ímynd.
Ég legg til að menntamálaráðherra geri starfslokasamning við útvarpsstjóra... og þar með sparast mikið fé sem nýta má til starfsmannastöðuleika á landsbyggðinni. Deildarstjórar við Efstaleiti geta auðveldlega axlað þá byrði sem fráhvarf útvarpsstjóra og niðurlagning þeirrar stöðu skilar. Það mun skila afgangi því kostnaður RUV af þessum pólitískt ráðna embættismanni er meiri en nemur kostnaði við þrjá fréttamenn úti á landi.
![]() |
Starfsmannafélag RÚV ályktar um uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2008 | 06:58
Hvað veldur ? Ósamstarfshæfur ?
Ólafur borgarstjóri virðist erfiður í samstarfi. Allir vita hvernig fór fyrir meirihluta þeim þar sem hann var í oddaaðstöðu. Hann var einfaldlega ósammála þeim sem þar voru og því sleit hann meirihlutanum sem þá var. Samt var hann sammála þeim 100 dögum áður. Dúsan sem hann fékk hjá Sjöllum mun væntanlega duga til að halda honum þar sem hann nú er fram að því að Hanna Birna á að taka við.
Nú flýr aðstoðamaður borgarstjóra ráðhúsið, aðstoðarmaður sem hann réði sjálfur.
Við vorum að vissu leyti ósammála um nálgun á viðfangsefninu. er ástæðan sem Ólöf Guðný gefur sem ástæðu. Þetta er í hnotskurn ferill Ólafs borgarstjóra í stjórnmálum. Ósammála um nálgun, kurteislega orðað. Sjálfstæðisflokkurinn kynntist því meðan Ólafur var þar innanborðs hversu mikill sérhagsmunamaður hann var þar og rakst illa í flokki. Endaði með að hann hljópst á brott. Hann hljópst á brott frá Tjarnarkvartetinum, ný hleypur aðstoðarmaður hann frá honum og ég efast ekki um það eitt andartak að hann býr til ágreining og hleypur frá þessum meirihluta þegar gullskeiðin verður tekin af honum.
Ólafur er sennilega ekki samstarfshæfur í stjórnmálum þegar upp er staðið, stjórnmál eru nefnilega málamiðlanir og samkomulag um strauma og stefnur en Ólafur kann það ekki..... hann sér aðeins eigin nafla og hagsmuni.
![]() |
Ólöf Guðný hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 819392
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar